Fiskifréttir


Fiskifréttir - 28.09.1990, Blaðsíða 6

Fiskifréttir - 28.09.1990, Blaðsíða 6
6 föstudagur 23. september Veiðarfærarannsóknir Verða skyndilokanir brátt óþarfar? — norska smáfiskaskiljan vekur athygli Norðmenn kynntu nýju Troll-X smáfiskaskiljuna á sjávarútvegs- sýningunni í Laugardalshöll, en með henni á að vera hægt að losna við nærri allan smáfisk við botn- vörpuveiðar. Guðni Þorsteinsson fiskifræð- ingur gerði ítarlega grein fyrir smáfiskaskiljunni í veiðarfæra- pistli sínum hér í Fiskifréttum í júní sl. (23. tbl. 1990), en aðferðin er í því fólgin að komið er fyrir stál- grind í millistykki botnvörpunnar, smáfiskurinn fer í gegnum grind- ina og síðan út úr trollinu en stærri fiskurinn syndir framhjá og hafnar að lokum í pokanum. Tilraunir Norðmanna sýndu, að 90-95% af öllum þorski undir 47 cm slapp út um grindina og 95-100% af allri ýsu undir 44 cm. Ekki virtist skipta máli hversu mikill afli fékkst, hvort það voru nokkur hundruð kíló á togtímann eða 7 tonn, en stærstu holin voru 12-14 tonn eftir tveggja tíma tog. Jafnhliða því að skilja út nærri allan undirmálsfisk, slapp líka minna út af stærri fiskin- um en með venjulegum útbúnaði. Við tilraunina var notaður smárið- inn poki til að ná þeim fiski sem Skýringarteikning af norsku smáfiskaskiljunni - A: netfæla, B: grind, C: op aftur í poka, D: smáriðið net. slapp út í gegnum ristina og fylgst var með framkvæmdinni með neð- ansjávarmyndavél. Skipulagðir hafa verið fjórir rannsóknaleið- angrar með seiðaskiljuna, samtals 50 dagar. Einni mikilvægri spurningu er þó ósvarað í þessu sambandi: Hverjar eru lífslíkur þess smáfisks sem sleppur út um ristina? Nú í september var ætlunin að fá úr því skorið og í rannsóknaleiðangri var komið fyrir búrum aftan við þétt- riðna pokann sem tók við smáfisk- inum, er komst í gegnum ristina. Svo óheppilega vildi til að rann- sóknamenn misstu nokkur þessara búra og þar með mikilvæg rann- sóknagögn. Fyrir tilraununum standa Sjávarútvegsháskólinn í Tromsö og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins í Bergen auk nokk- urra þjónustu- og útgerðarfélaga í Noregi. Jón Einar Marteinsson, sem annaðist kynningu á Troll-X skiljunni á norska sýningarbásnum tjáði Fiskifréttum, að ætlunin væri að nokkur norsk skip prófuðu seiðaskiljuna um tíma áður en tek- in yrði afstaða til þess hvort lög- Aðalfundur Samtaka fískvinnslustöðva Verður haldinn í golfskálanum í Leiru á Suður- nesjum, föstudaginn 5. október 1990 kl. 09:30. Dagskrá: Setning Aðalfundar. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár. Arnar Sigurmundsson, formaður SF. Reikningar SF. Kosningar: Stjórnarkjör Endurskoðendur. Starfsemi Aflamiðlunar. Ágúst H. Elíasson, framkvæmdastjóri SF. Umræður. Stefnumörkun sjávarútvegsins gagnvart Evrópubandalaginu. Erindi: Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri SÍF og formaður Samstarfsnefndar atvinnurekenda í sjávarútvegi. Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, Þorsteinn Pálsson, form. Sjálfstæðisflokksins, Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra. Umræður. Stjórnandi: Ágúst Einarsson, prófessor, varaformaður SF. Önnur mál. Stjórnin. festa ætti þennan útbúnað. Svipuð seiðaskilja, með öfugum formerkj- um, er notuð við rækjuveiðar við Noreg, eins og greint hefur verið frá hér í Fiskifréttum, og hefur hún verið lögfest á ákveðnum veiði- svæðum á ákveðnum tímum árs. Guðni Þorsteinsson fiskifræð- ingur kvaðst í samtali við Fiski- fréttir mikilvægt að fá úr því skor- ið, hverjar væru lífslíkur fisks sem slyppi gegnum grindina. Verr væri af stað farið en heima setið, ef sá fiskur yrði skilinn eftir dauður á botninum. Þá yrði að prófa þenn- an búnað við margvíslegar aðstæð- ur til þess að fá nánari vitneskju um gagnsemi hans, svo sem í miklu fiskiríi. Guðni kvað þetta eigi að síður vera mjög áhugaverðar til- raunir og það væri t.d. mikið hag- ræði af því ef hægt væri að hafa eingöngu 135 mm riðil í poka, í stað þess að hafa 155 mm við þor- skveiðar en 135 mm við karfaveið- ar. Stjórnbúnaður fyrír togvindur: Smíðar Rafboði í sovésk skip? Á sjávarútvegssýningunni í Laug- ardalshöll komu fulltrúar þýsks togvinduframleiðenda, Schwerin- er Maschinebau, að máli við Raf- boða hf. og lýsti áhuga sínum á því að Rafboði smíðaði stjórnborðin fyrir vindur í stóra sovéska togara sem verið er að byggja í Stralsund í Austur-Þýskalandi. Um er að ræða samtals 10 so- véska togara en í hverju skipi eru 40 vindur. Ef Rafboði fær þetta verkefni er því um mjög stóran samning að ræða. Smári Her- mannsson framkvæmdastjóri Raf- boða mun eiga nánari viðræður um þetta mál við Þjóðverjana á næstu dögum þar ytra. Rafboði hefur átt samstarf við ýmis erlend fyrirtæki í sambandi við framleiðslu á togv- industýringum (auto-trawl), þar á meðal spænska vinduframleiða- ndann Ibercisa í Vigo og ABB Marine í Þýskalandi. Útgerðarmenn skipstjórar Ný síldarnót til sölu 220 faðma löng og 73 faðma djúp. Einnig fyrirliggjandi snurpuvírar á síldarnætur, snurpuhringir, blakkir og lásar af ýmsum stæröum og gerðum. NETAGERÐ Friðriks Vilhjálmssonar hf. Neskaupsstað, sími 97-71439

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.