Fiskifréttir - 17.12.1999, Blaðsíða 10
10
FISKIFRÉTTIR 17. desember 1999
íslenskir sjómenn erlendis
„Hugsunarhátturinn í fiskveiðum hér í Chile er svipaður og var
á Islandi fyrir nokkrum áratugum. Hér gildir að reyna að veiða
sem mest á sem skemmstum tíma og þá skiptir ekki öllu máli
hvernig farið er með hráefnið. Flestar útgerðirnar eru í eigu fyr-
irtækja sem stunda einnig annan atvinnurekstur óskyldan fisk-
veiðum og mér finnst viðhorfið mótast töluvert af því. Menn
hugsa fyrst og fremst um stundargróðann, grípa gæsina þegar
hún gefst, og hafa litlar áhyggjur af því að auðlindin í hafinu sé
ekki nýtt á skynsamlegan hátt þannig að hún gefi hámarks arð til
lengri tíma. Ein af fáum undantekningum frá þessu er fyrirtækið
Bio Bio, sem ég starfa hjá. Forráðamenn þess eru sér þess meðvit-
aðir að ganga þarf vel um fiskistofnana enda er rekstur þeirra
eingöngu á sviði sjávarútvegs. Það breytir þó ekki því að meðan
samkeppniskerfí ríkir í fiskveiðunum snýst málið um það að ná
sem mestu til sín af leyfilegum heildarkvóta á skömmum tíma.“
Með 93ja tonna
meðalafla á út-
haldsdag í fyrra!
— sóknarkerfið stuólar að kraftafiskiríi, sem
hirðir ekki um gæði hráefnisins, segir hann
I
Togarinn Bonn, sem Albert stýrir.
Þetta sagði Albert Haraldsson
skipstjóri í Chile, er Fiskifréttir
hittu hann að máli í útgerðarbæn-
um Talcahuano í síðasta mánuði.
Albert hefur getið sér orð sem af-
burðafiskimaður við Chilestrendur,
fyrst í fimm ár hjá sjávarútvegsfyr-
irtækinu Friosur, sem Grandi hf. á
hlut í, en síðustu þrjú árin hjá Bio
Bio í Talcahuano. Hann hefur átt
ríkan þátt í því að innleiða nýja
tækni að íslenskri fyrirmynd í tog-
araflotann þar syðra og hefur þróað
ný veiðarfæri í samvinnu við
Hampiðjuna til notkunar við
Chilestrendur, — troll sem fengið
hafa nafn hans og eru kölluð Al-
berto.
188 tonn á sólarhring í
september!
Sem dæmi um fengsæld Alberts
má nefna, að í septembermánuði
var hann með skip sitt rúma fimm
daga á sjó og ftskaði 188 tonn að
jafnaði á sólarhring. Verið var að
veiða úr 6.500 tonna heildarkvóta
af lýsingi, sem ákveðinn var fyrir
septembermánuð, en kvótinn var
upp urinn á 10 dögum.
„Holin voru yflrleitt mjög stutt,
allt frá því að rétt dýfa trollinu og
hífa það strax inn aftur og upp í
eins og hálfs tíma tog. I síðustu
veiðiferðinni tók ég þrjú höl og
fékk samtals 210 tonn. Þetta voru
17 tímar höfn í höfn. Lýsingurinn
þéttir sig vel og er uppi á 120-130
metrum á nóttunni. Maður leitar
bara að lóðinu, kastar trollinu og
hífir það síðan strax aftur. Þessu
má helst líkja við nótafiskirí. Á
daginn er lýsingurinn hins vegar á
280-350 metra dýpi. Þessi fiskur
veiðist bæði í flottroll og botn-
troll,“ segir Albert.
Kemur niður á hráefnis-
gæðum
Albert dregur þó enga dul á það,
að kraftafiskirí af þessu tagi sé ekki
til þess fallið að skila mestum hrá-
efnisgæðum. „Sóknarkerfið stuðlar
að lélegu hráefni. Menn eru að taka
of stór höl til þess að ná sem mest-
um afla á sem skemmstum tíma. I
áðumefndum túr, þegar ég kom
með 210 tonn að landi eftir 17
tíma, var mánaðarkvótinn að klár-
ast og kappið því mikið. Við vomm
með 150 tonn r kössum, móttakan
var full af fiski og hluti aflans var t
pokanum á dekkinu þegar við
Albert Haraldsson
skipstjóri í Chile:
lögðumst að bryggju. Það segir sig
sjálft að hráefnið var ekki allt
fyrsta flokks. Ég held að eina vitið
sé að útdeila kvótanum til fyrir-
tækjanna og fela þeim að gera sem
mest verðmæti úr honum. Ég er
þess fullviss að við það myndu hrá-
efnisgæðin stóraukast. Mín skoðun
er reyndar sú að athugandi væri að
selja fyrirtækjunum kvótana. Hvert
og eitt gæti keypt sér kvóta út úr
heildarkvótanum og reynt að gera
sem mest verðmæti úr honum. Þar
með myndi kvótinn smám saman
leita til þeirra sem best gerðu í
greininni,“ sagði Albert.
10 þús. tonn á 100 út-
haldsdögum
Albert og áhöfn hans veiddu 10
þús. tonn af fiski á síðasta ári á
rúmum 100 sóknardögum. Það
gerir 93 tonn á úthaldsdag. Bróður-
partur aflans var fiskur sem nefnist
besuko en auk þess lýsingur og
búri og dálítið af rauðserk. En
hvers vegna var skipinu ekki hald-
ið úti nema í rúma 100 daga á ár-
inu?
„Ástæðan er sú að frystihúsið
afkastar ekki meiru. Þegar ég byrj-
aði hjá fyrirtækinu fyrir þremur
árum gat frystihúsið reyndar aðeins
unnið úr 90 tonnum á sólarhring en
núna hefur vinnslugetan verið auk-
in um helming þannig að hægt er
að afkasta 190 tonnum," segir Al-
bert. Afkastaaukninguna má rekja
til komu Alberts til Bio Bio fyrir-
tækisins. Sjálfur fiskar Albert
miklu meira en almennt þekkist þar
suður frá og auk þess hefur hann
innleitt nýja tækni að íslenskri fyr-
irmynd í togaraflota útgerðarinnar,
sem leitt hefur til verulegrar afla-
aukningar. Megnið af þeim viðbót-
artækjum og búnaði sem settur hef-
ur verið í skipin er keyptur frá ís-
landi. Troll frá Hampiðjunni, hler-
ar frá J. Hinrikssyni, átaksmælar
frá Vaka/DNG, Maxsea-skipstjórn-
artölvur frá Radíómiðun, íslenskir
rokkhopperar, keðjur, lásar, o.s.frv.
„Áður vildu forráðamenn fyrir-
tækisins ekki fjárfesta í nýjum
tækjum því skipstjórarnir kunnu
ekki að nota þau. Nú er engin fyr-
irstaða á því lengur. Ég hef verið
með kennslu fyrir skipstjórana,
kennt þeim að lesa á tækin og taka
ákvarðanir með hliðsjón af lit á sjó,
Albert Haraldsson við höfnina í
Talcahuano sem er miðstöð sjáv-
arútvegs í Chile. í baksýn má sjá
fjölda togara á ytri höfninni,
þeirra á meðal gamla Bessa ÍS
rauðmálaðan til vinstri við Al-
bert. Skipin geta ekki legið við
hryggju vegna þess hve bryggju-
pláss er lítið. Þau rétt skjótast
inn til þess að landa. (Mynd/
Fiskifréttir: GE).
hitastigi, vindáttum og þess háttar.
Þetta hefur borið góðan árangur
þótt auðvitað sé mismunandi
hversu móttækilegir menn eru fyrir
slíkri kennslu. Þegar ég byrjaði að
vinna hjá þessu fyrirtæki var ein-
göngu veiddur lýsingur og engar
aðrar tegundir. Þegar lýsingskvót-
inn var búinn var öllum skipunum
lagt. Nú veiða skipin lýsingin á
skemmri tíma en áður og geta bætt
við ýmsum öðrum tegundum,“ seg-
ir Albert.
Bio Bio gerir út 16 skip, þar af 6
togveiðiskip og 10 nótaveiðiskip.
Eins og áður sagði er afkastageta
frystihússins um 190 tonn af botn-
fiski á sólarhring í flakavinnslu.
Bræðslugetan er 2.000 tonn á sól-
arhing og vinnslugeta í niðursuðu
er 400 tonn á dag. Eigendur fyrir-
tækisins, sem eru Þjóðverjar, eru
ekki sérlega áfjáðir í að upplýsa
aðra um gengi þess. Þeir bregða
gjaman fyrir sig chileanska mál-
tækinu „Ef þú talar of mikið deyr
fiskurinn" sem útleggst eitthvað á
þann veg, að ef menn segi of mik-
ið eyðileggi þeir fyrir sjálfum sér.
Samkvæmt blaðafregnum í Chile
veltir fyrirtækið um 100 milljónum
dollara á ári eða jafnvirði um 7
milljörðum íslenskra króna.
Einn um að veiða besuko
Af 10 þúsund tonna afla Alberts
og skipshafnar hans á síðasta ári
voru 7.000 tonn fiskurinn besuko.
Honum svipar til karfategunda í út-
liti, er 30-40 sentimetra langur,
frekar þykkur og flakið af honum
er fremur dökkt. Þetta er góður
matfiskur en lítið þekktur, að sögn
Alberts. „Ég er eini skipstjórinn í
Chile sem lagt hefur sig eftir því að
veiða besuko. Fiskurinn slær sig
Betri tæki og
aukin þekking