Fiskifréttir - 17.12.1999, Blaðsíða 12
12
FISKIFRÉTTIR 17. desember 1999
Rafiðnaóarmenn
Vió erum sérhæfóir í raftæknibúnaói!
www.ronning.is
JOHAN
RÖNNING
Reykjavík & Akureyri
-• Hönnun breytinga skrúfu- og stýrisbúnaðar
-• Kostnaðaráætlanir, verklýsingar, eftirlit
-• Hallaprófanir, gerð stöðugleikagagna
-• Andveltigeymar
Almenn tækniþjónusta fyrir útgerðir og vélsmiðjur
A F L V I S
Aflvís ehf
Glerórgötu 30
600 Akureyri
Sími: 461 4610
Fax: 461 4612
Gsm: 899 9876
Netfang: aflvis@est.is
VARMAVERK
Dalshrauni 5 • 220 Hafnarfirði * Sími: 565 1750
Fax: 565 1951 • Heimasíða: www.varmaverk.is
Góð loftræsting er undirstaða vellíðunnar.
Varmaverk selur vandaðar loftræstivörur
frá NOVENCO og NETAVENT
Við bjóðum:
• Loftræstisamstæður
• Loftræstisamstæður með stýringu
• Pokasíur og flatsíur • Blásara
• Ristar • Spjöld • Tækniráðgjöf
Sjá nánar á heimasíðu okkar
www.varmaverk.is eða hafið samband.
íslenskir sjómenn erlendis
góðæri í greinni. Albert benti á að
bankarnir héldu þessum bræðslu-
fyrirtækjum nú gangandi, því ef
þeir ákvæðu að setja þau á hausinn
yrðu þeir sjálfir gjaldþrota.
Afbragðssjómenn
Albert segir, að Chilemenn séu
yfirleitt afbragðssjómenn hvort
sem er á botnfiskveiðum eða upp-
sjávarveiðum. Tuttugu manna
áhöfn er togaranum Bonn sem Al-
bert stýrir.
„Þetta eru allt hörkuduglegir
menn, enda hefði ég ekki náð þeim
árangri sem raun ber vitni með ein-
hverja drullusokka um borð. Þetta
eru skorpumenn eins og íslending-
ar og þeir fá borgað eftir því hve
vel veiðist. Aflinn er flokkaður í
tvennt, venjulegan fisk og betri
fisk, og er greidd ákveðin fjárhæð
fyrir hvern kassa, mishá eftir
gæðaflokkuninni. Þrátt fyrir þetta
er keppikeflið þó fremur að ná sem
mestum afla en að allur aflinn sé af
hámarksgæðum. Sóknarkerfið
stuðlar að því, eins og við töluðum
um áður,“ segir Albert.
Albert segist kunna vel við sig í
fiskveiðum í Chile. „Kostirnir eru
náttúrlega þeir að hér er mikið af
fiski og það er alltaf gaman að
veiða þegar svo er ástatt. Veðurfar-
ið er líka eins og best verður á kos-
ið, hvorki of heitt né of kalt. Þá er
ég með gott skip og góða áhöfn og
vinn hjá góðu fyrirtæki. Ég hef því
ekki undan neinu að kvarta. Ég hef
lært heilmikið hérna bæði í sam-
bandi við mismunandi útgerðar-
máta og hugsunargang almennt. Ég
er búinn að vera hér í Chile í átta ár
og það fer ekki hjá því að maður
spái meira en áður í það hvort hlut-
imir séu gerðir á réttan eða rangan
hátt. Hver veit nema ég fari út í út-
gerð sjálfur þegar ég hætti hjá
þessu fyrirtæki?"
Hefurðu áhuga á að komast inn í
kvótakerfið á Islandi?
„Ég veit það ekki. Ætli séu ekki
nógu margar mýs um ostinn þar,“
svarar Albert Haraldsson að lok-
um.
Albert fiskaði að meðaltali 188 tonn af lýsingi á sólarhring á fimm
dögum í september. „Þessu má helst líkja við nótafiskirí“, segir hann.
(Mynd:AH).
í flota
Chile-
manna eru
skip af öll-
um stærð-
um og
gerðum.
Nótaskip í höfn í Talcahuano. Ef grannt er skoðað má sjá sæljón í fjörunni.