Fiskifréttir


Fiskifréttir - 17.12.1999, Blaðsíða 14

Fiskifréttir - 17.12.1999, Blaðsíða 14
14 FISKIFRETTIR 17. desember 1999 íslenskir sjómenn erlendis Texti: ESE / Myndir: Ýmsir íslenskir skipstjórar hafa mörg undanfarin ár getið sér gott orð fyrir aflasæld víða erlendis. I Afríku og Suður-Ameríku hafa Islendingar í nokkrum tilfellum verið frumkvöðlar í veiðum á áður óþekktum miðum og íslensk veiðarfæratækni er orðin álitleg útflutnings- grein. Hlöðver Haraldsson, sem lengi var skipstjóri á frystitogaranum Hólmadrangi ST, hefur starfað í Afr- íku síðustu árin og hann hefur getið sér einkar gott orð fyrir að vera afburða dugandi skipstjóri og mikill afla- maður. Ljóst er að þessir hæfileikar eru í ættinni því Albert bróðir hans hefur verið einn af fremstu togara- skipstjórum í Chile í Suður-Ameríku um árabil. Fiski- fréttir ræddu við Hlöðver um árin í Afríku þegar hann var í stuttri heimsókn hérlendis á dögunum. Hlöðver hefur starfað sem skip- stjóri í Namibíu og síðan í Suður- Afríku um tæplega sjö ára skeið. Eftir að Hlöðver hætti á frystitog- aranum Hólmadrangi árið 1993 réð hann sig sem skipstjóri á togarann Rex sem Seaflower Whitefish Co. í Namibíu gerði út. Þegar fyrirtækið keypti þýska frystitogarann Hann- over, sem síðar fékk nafnið Sea- flower, tók Hlöðver við skipstjórn- inni og á árunum sem hann starfaði í Namibíu var hann frumkvöðull í veiðum á lýsingi utan hefðbund- innar veiðislóðar. — Þegar ég kom til Namibíu höfðu veiðarnar á lýsingnum og reyndar öðrum fisktegundum ein- skorðast við hafsvæðið næst landi. Mikil íhaldssemi ríkjandi í útgerðinni Eftir þriggja ára dvöl í Namibíu stóð hugur Hlöðvers til að halda aftur heim til Islands en hann seg- ist þó ekki hafa verið búinn að út- vega sér starf hér heima. Skömmu áður en hann hugðist halda heim komst hann í kynni við stjómendur stórfyrirtækisins Irwin & Johnson í Suður-Afríku og það varð úr að hann tók að sér skipstjórn á Sterk- odertogaranum Boroniu sem fyrir- tækið keypti um svipað leyti. — Boronia er systurskip Þem- eyjar RE og auk þess að vera með skipið þá var ég ráðinn til þess að þjálfa upp áhöfnina og nýjan skip- stjóra. Málin þróuðust þó þannig Hlöðver Haraldsson. Mynd/Fiskifréttir: ESE að ég er einn skipstjóri í dag og reyndar held ég að ég hafí verið fyrsti útlendingurinn sem suður- afrískt útgerðarfélag treysti til þess að vera með skip af þessari stærð. Veiðireynslan frá Namibíu nýttist mér einstaklega vel í þessu nýja starfi. Líkt og þar þá reyndi ég veiðar á nýrri og áður ókannaðri togslóð og árangurinn lét ekki á sér standa. Togdýpið var svipað og í Namibíu eða um 300 til 400 faðm- ar og botnhitinn á þessum slóðum er um 6°C á meðan yfirborðshitinn er 18-20°C. Hlöðver segir að mikil viðbrigði hafi verið fólgin í því að flytjast frá Seaflower Whitefish Co. yfir til Irwin & Johnson. — Þetta er stórfyrirtæki hvemig sem á það er litið. Irwin & Johnson gerir út eina 20 togara af öllum stærðum og gerðum og fyrirtækið ræður yfir tæplega 40% lýs- ingskvótans í Suður-Afríku en heildarkvótinn er á bilinu 130 til 150 þúsund tonn á ári. Auk útgerð- ar og fiskvinnslu er fyrirtækið í vínrækt og ýmsum öðmm mat- vælaiðnaði og hagnaður þess á sl. ári samsvaraði rúmum einum millj- arði íslenskra króna. Fyrst þegar ég kom til starfa hjá Irwin & Johnson þá átti ég mjög erfitt með að ná eyrum lykilmanna í fyrirtækinu. Þeir samþykktu reyndar að kaupa íslensk veiðarfæri en það hefur gengið mjög hægt fyrir mig að fá aðrar nauðsynlegar breytingar í Frumkvööull í togveiöum í sunnanveröri Afríku — rætt viö Hlööver Haraldsson sem veriö hefur skipstjóri í Namibfu og Suöur-Afríku undanfarin ár Lítil þróun hafði átt sér stað í veið- arfæratækni í Namibíu frá því að landhelgin var færð út í 200 mílur og árangurinn var í samræmi við það. Eitt mitt fyrsta verk eftir að ég tók við Rex var að innleiða ís- lenska veiðarfæratækni og fá ís- lensk troll og toghlera um borð í skipið. Ég varð fyrstur skipstjóra til að reyna veiðar í djúpköntunum út af Lúderitz í Namibíu og þar fengum við mjög góðan lýsing á um 300 til 400 faðma dýpi. Við vorum með botntroll frá Hampiðj- unni, sem reyndist mjög vel, og Poly Ice toghlera og þarna veidd- um við lýsinginn í kaldari botnsjó en áður hafði verið gert. Eftir að ég tók við Seaflower jukust möguleik- arnir til muna enda er skipið mjög stórt og öflugt. Algengur afli var um 800 til 1000 tonn af lýsingi upp úr sjó í hverri veiðiferð en veiði- ferðimar stóðu jafnan í 32 til 36 daga. Aflinn var flakaður og fryst- ur um borð fyrir Evrópumarkað og ég held að mér sé óhætt að segja að við höfum fengið þorskverð fyrir aflann. Frystitogarinn Boronia. gegn. Ef ég bað um eitthvað fyrsta árið mitt hjá fyrirtækinu þá var málinu jafnan drepið á dreif á þeim forsendum að kostnaðurinn væri of mikill og þar fram eftir götum. Það er mikil íhaldssemi ríkjandi hjá þessum gömlu og grónu fyrirtækj- um í Suður-Afríku og jafnvel þótt menn geri sér grein fyrir því að ný tækni skili auknu aflaverðmæti þá hika menn við að stíga nauðsynleg skref til þess að innleiða þessa tækni. Það er fyrst núna þegar ég er búinn að sanna mig í starfi að ég er farinn að ná eyrum æðstu stjóm- enda fyrirtækisins. Nú þarf ég bara að biðja um hlutina og þá fæ ég þá möglunarlaust, segir Hlöðver en í máli hans kemur fram að það hafi ekki verið auðvelt að ná þessu marki. Hann hefur að mestu verið á sjó frá því að hann kom til starfa frá Irwin & Johnson og oft hefur hann orðið að standa vaktina í allt að átta mánuði samfleytt án þess að fá leyfi ef undan er skilinn sá skammi tími sem skipið er í höfn á milli veiðiferða. — Það var mín ákvörðun að

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.