Fiskifréttir


Fiskifréttir - 17.12.1999, Blaðsíða 13

Fiskifréttir - 17.12.1999, Blaðsíða 13
FISKIFRÉTTIR 17. desember 1999 13 I » I i ! i í i i ! i ! i ! ! > í i Chile: 3ja stærsta físk- veiðiþjóöin (pohkuML vidsUiptui ú vldinui ií'ui et' að líða k LEOPATRA 9 ö FISHERMAN ^ U ______________ Chile hefur um nokkurt skeið verið 3ja stærsta fiskveiðiþjóð heims miðað við aflamagn, næsta á eftir Kina og Perú. Reyndar varð Chile að gefa eftir þetta sæti sitt til Japans þegar E1 Nino hamfarirnar dundu yfir með tilheyrandi aflabresti, en vafalaust mun ríkið endurheimta sinn fyrri sess von bráðar aftur. Heildarafli Chilemanna hefur hrapað gífurlega á undanförnum árum eða úr 8 milljónum tonna árið 1994 niður í 3,8 milljóna tonna á síðasta ári (sjá töflu). Aflahrunið er eingöngu í uppsjáv- arveiðunum og stafar bæði af E1 Nifio og eins af bresti í hrossa- makrflstofninum sem rakinn er til gengdarlausra smáfiskaveiða á liðnum árum. Afleiðingin er sú að stóran makríl vantar algjör- lega í stofninn. Samkvæmt upplýsingum sem Fiskifréttir fengu í sjávarútvegs- ráðuneytinu í Chile nam útflutn- ingsverðmæti sjávarafurða á síð- asta ári jafnvirði 111 milljarða íslenskra króna samanborið við 100 milljarða á Islandi sama ár. Verðmætið skiptist þannig að frystar afurðir gáfu 48 milljarða, ftskimjöl 25 milljarða, kældur fiskur 22 milljarðar og annar fiskur álíka mikið. 4 þús. km strandlengja Strandlengjan í Chile er ógn- arlöng eða yfir 4.000 kflómetrar. Landgrunnið nær hins vegar til- tölulega skammt frá ströndinni. í strandveiðiflotanum eru um 14.000 bátar (flestir með vél) og þeir veiða fisk og skelfisk til neyslu innanlands, svo sem lýs- ing, krækling og skeldýr ýmis konar, en einnig sjávarfang til út- flutnings, m.a. ígulker, sæeyru og þang. Stærri skipin eru hins vegar nálægt 500 að tölu og þau stunda veiðar á botnfiski og uppsjávar- fiski fjær landi. Mikilvægasta botnfisktegundin er lýsingur. Hafsvæðinu við Chilestrendur er skipt niður í nokkur veiði- svæði. Veiðunum er stjórnað með heildarkvótum sem skipin veiða síðan úr í samkeppni hvert við annað. Ekki eru þó allar fiskteg- undir kvótabundnar. Stjórnvöld gefa út veiðileyfi og takmarka þannig þann fjölda veiðiskipa sem fær að sækja í einstaka fiski- stofna. Einnig eru ákveðnar reglur um búnað veiðarfæra og lokanir veiðisvæða. Kvótakerfi mótmælt Núverandi ríkisstjórn í Chile hafði áhuga á að koma á fót kvótakerfi í fiskveiðunum með framseljanlegum aflaheimildum lfkt og tíðkast á íslandi og leitaði m.a. ráðgjafar héðan. Þessi áform hafa hins vegar mætt mikilli and- stöðu strandveiðimanna, sem ótt- ast að kvótinn safnist á fáar hend- Annað Afli alls 8.021 6.366 3.824 ur og byggðaröskun hljótist af. Einnig hafa samtök verkafólk í fiskiðnaði mótmælt. Þessi mót- mæli urðu til þess að frumvarp stjórnarinnar var dregið til baka í þinginu fyrr á þessu ári og verður ekki hreyft við málinu að nýju fyrr en eftir næstu þingkosningar á komandi ári. Fiskafli Chile (í þús. tonna) Helstu tegundir 1994 1997 1998 Hrossa- makríll 3.995 2.862 1.540 Ansjósa 2.646 1.809 509 Sardína 533 476 316 Hokinhali 81 71 354 Lýsingur 68 88 80 Kolmunni 5 33 41 Rækja 17 30 29 Lindýr 107 92 109 Stofnað 1934 Fiskifréttir - ferskar í hverri viku Aðalstærðir Lengd 9.5m Breidd 3.0m Dvbt 1 2m Brúllótonn 5.9 Fiskilest 10 stk 380L kör Aðalvélar 350 - 440hö Ganghraði 30 mílur far ' ; lif 7 — POSTHOLF 42 • HJALLAHRAUNI 2 222 HAFNARFJÖRÐUR Sími: 555 1027 • Fax: 565 2227 E-mail: trefjar@itn.is • www.itn.is/trefjar DANIELS SLIPPUR

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.