Fiskifréttir


Fiskifréttir - 17.12.1999, Blaðsíða 15

Fiskifréttir - 17.12.1999, Blaðsíða 15
FISKIFRETTIR 17. desember 1999 15 íslenskir sjómenn erlendis Höfðaborg í Suður-Afríku hafa þetta svona en núna þegar ég er búinn að sanna mig í starfi og festa mig í sessi þá get ég farið fram á það að fá frí þriðja hvern túr. Kvótinn fluttur frá stór- fyrirtækjunum til smærri fyrirtækja Hlöðver segir að það sé fyrst á síðustu tólf mánuðum eða svo að forsvarsmenn Irwin & Johnson hafi áttað sig á því að til þess að ná auknum árangri í rekstri togaraflot- ans þá þyrfti að innleiða nýja tækni. — Það má segja að breytingar í þjóðfélaginu hafi orðið til þess að menn urðu að hugsa málin upp á nýtt. Irwin & Johnson hefur nú yftr að ráða um 50 til 60 þúsund tonna lýsingskvóta en stefna stjómvalda er sú að færa veiðiheimildirnar í auknum mæli yfir til smærri út- gerða. Bara frá því á sl. ári höfum við misst 10 þúsund tonna lýs- ingskvóta og ef heldur sem horfir þá styttist í að stóru útgerðirnar þurfi að kaupa eða leigja kvótann af þeim smærri. Að mörgu leyti minnir þessi staða á þá stöðu sem íslenskar útgerðir voru í fyrir um tíu árum þegar þorskkvótinn var skorinn niður. Við því þarf að bregðast með því að fækka skipum og gera meira verðmæti úr hverju veiddu tonni. Það getum við gert með því að framleiða fyrir dýrari markaði. Að sögn Hlöðvers hefur það ekki komið til álita að auka við heildarkvótann á lýsingi í land- helgi Suður-Afríku þrátt fyrir að þessi fiskur sé nú farinn að veiðast í auknum mæli á dýpri togslóð jafnt í Atlantshafi sem og í Ind- landshafi. — Stjórnvöld virðast ekki hvika í þeirri stefnu sinni að halda kvót- anum óbreyttum og að láta aukinn hluta hans í hendur minni fyrir- tækjanna. Sjálfur tel ég enga hættu á því að hægt sé að ofveiða lýs- ingsstofninn. Þá skoðun byggi ég á því að í dag er suður-afríski flot- inn, sem samanstendur af um 60 togurum, ekki að nýta nema um 30% af miðunum innan landhelg- innar. Þá eru flest skipin útbúin með gamaldags veiðarfærum og skipstjórar þeirra eru lítið fyrir það að reyna eitthvað nýtt. Sjálfur hef ég gætt þess vandlega að liggja ekki á upplýsingum um þá staði sem ég hef verið að veiða lýsinginn á. Ég vil ekki að menn komi í bak- ið á mér einn góðan veðurdag og segi að ástæðan fyrir því að ég veiði meira en aðrir sé sú að ég hafí ekki viljað deila vitneskju minni með öðrum. Annars er ekki mikið um það að aðrir skipstjórar leiti til mín. En ef þeir gera það þá fá þeir allar upplýsingar. Má ekki taka stærri hol en 12 til 14 tonn Hlöðver segir það ekkert vanda- mál að fara út með skipið og fylla það á skömmum tíma en vegna þess að kreppt hefur verið að stór- útgerðunum þá er honum fyrirlagt að nýta hvern úthaldsdag sem best og að gera sem mest verðmæti úr aflanum. — Við erum yfírleitt að veiðum í um mánuð í einu. Aflinn eftir þennan tíma er að jafnaði um 280 til 320 tonn af flökum eða um 800 til 1000 tonn af lýsingi upp úr sjó. Það má segja að ég fari með pönt- unarlista frá fyrirtækinu í hvert skipti sem skipið lætur úr höfn. Ég má veiða eins mikið og ég vil og ég get en ég verð að koma með 80 til 120 tonn af flökum fyrir Banda- ríkjamarkað úr hverri veiðiferð til þess að fyrirtækið geti staðið við gerða samninga. Það er ekki hugs- að um löndunardag fyrr en því marki er náð. í dag miðast allt við að ná sem mestum gæðum og sem dæmi um það get ég nefnt að mér er bannað að taka stærri hol en 12 til 14 tonn í einu. Veiðarnar eru ekkert vandamál en vinnslan getur verið hálfgerður höfuðverkur. í áhöfninni eru 60 manns og það eru allt að tíu manns saman í klefa. Flestir skipverja eru svartir og lit- aðir svo notuð sé skilgreining heimamanna. Venjulega er veitt frá sólarupprás til sólarlags. Það væri alveg hægt að stunda veiðar á nótt- unni en samningar skipverja mið- ast við að þeir vinni í 16 til 18 líma í einni lotu í senn. Mesta vanda- málið er að halda uppi aga um borð. Við verðum að ná sem mestu út úr mannskapnum á þessum 16 til 18 tímum og því reynum við að hefja vinnsluna sem fyrst að morgninum. Suður-Afríkubúarnir eru þokkalegt vinnuafl en ef þeir fá ekki nægilega hvíld þá detta af- köstin niður úr öllu valdi. Hugsun- arhátturinn hjá þessum mönnum er allt annar en við þekkjum á Vestur- löndum. Það þýðir ekki að bjóða þeim vinnuálag eins og þekkist t.d. á Islandi. Ef það væri gert þá myndu þeir gefast upp í hrönnum, segir Hlöðver en hann segir að ekki gangi of vel að halda mannskapn- um. Sumir valdi reyndar ekki starf- inu og þá verði að senda heim en jafnvel það geti skapað mikil vandamál gagnvart stéttarfélagi sjómannanna. Það sé t.d. sérstak- lega viðkvæmt ef svörtum sjó- mönnum sé sagt að taka pokann sinn og þá skipti engu máli hvort menn hafi reynst hæfir til starfans eða ekki. — Ég hef verið kallaður nokkrum sinnum inn á teppið hjá stjórnendum Irwin & Johnson vegna svona mála og mér er að lær- ast að það þarf að fara mjög var- lega í samskiptum við verkalýðs- hreyftnguna. Það sem mér þykir eiginlega verst er að launakerfið er ekki skynsamlegt. Sjómennirnir eru á dagpeningum og síðan höfum við verið að reyna að taka upp bónuskerfi þannig að þeir njóti þess ef við náum árangri í vinnsl- unni. Dagpeningarnir eru uppi- staða launanna, sem eru léleg, og sjómennirnir virðast alls ekki ná því að það sé þeirra hagur að afla- verðmætið sé sem allra mest í hverri veiðiferð. Það er sama hvað ég ræði mikið um þetta við þá. Boðskapurinn virðist fara inn um annað eyrað og út um hitt. Mitt mat er það að til þess að hægt sé að ná árangri til frambúðar þá verði að umbylta launakerfinu um borð í togurunum, segir Hlöðver en hann segir stjórnendur Irwin & Johnson yfirleitt fara mjög leynt með upp- lýsingar um aflaverðmæti skipa sinna. Sjálfur giskar hann á að al- gengt aflaverðmæti í veiðiferð sé á milli 70 til 90 milljónir íslenskra Hluti áhafnarinnar við vinnu á dekki ^tarfsfóíi ‘Aío/yíastos sendír sjómmnum,fisívínns(ufó(íí og jjöfsízijfcíumþeírra um fancf afít, festu jófa- og nýársfvecjjur meðJiöff um samstarfíÓ á árínu sem er að fída. AKO/Plastos Norðurland » S: 460-6500 • Fax: 460-6501 Suðurland • S: 580-6500 • Fax: 580-6501 Sameinað öflugt fyrírtæki www.akoplastos.is • gisli@akoplastos.is

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.