Fiskifréttir - 17.12.1999, Blaðsíða 37
FISKIFRETTIR 17. desember 1999
37
Kaup á veiðileyfum
Erlendur togari á úthafskarfamiðunum.
Úthafskarfinn á Reykjaneshrygg:
Flókió mál aö
komast í erlenda
veiöikvóta
Sú spurning hefur vaknað hvort íslensk skip gætu á einhvern hátt
nýtt veiðiheimildir erlendra þjóða á úthafskarfamiðunum, líkt og þau
gera á rækjumiðunum á Flæmingjagrunni, en sem kunnugt er vant-
ar mikið upp á að önnur NEAFC ríki en ísland fullnýti úthafskarfa-
kvóta sína.
Reyndar er ekki alveg óþekkt að
íslenskum skipum sé flaggað út til
þess að veiða úthafskarfa af kvót-
um annarra þjóða. Þannig hefur t.d.
Svalbakur EA stundað úthafskarfa-
veiðar hluta úr ári síðastliðin þrjú
ár undir þýskum fána á vegum
Mecklenburger Hoghseefischerei
(MHF). Guðbrandar Sigurðsson
forstjóri Utgerðarfélags Akureyr-
inga benti á í samtali við Fiskifrétt-
ir, að fyrstu tvö árin hefði MHF
verið að meirihluta í eigu ÚA, en
ákveðið hefði verið að halda þess-
ari samvinnu áfram í ár þótt eigna-
tengsl væru ekki lengur fyrir hendi.
Hins vegar væri ekki útlit fyrir að
framhald yrði á þessu á næsta ári.
„Það er í sjálfu sér ekkert mál að
leigja skip þurrleigu til annarra
landa, en að koma því inn í veiði
undir erlendum fána getur stundum
verið dálítið snúið í framkvæmd. í
Evrópusambandslöndunum er
veiðum m.a. stýrt með rúmmáls-
takmörkunum þannig að ef nýtt
skip er tekinn inn þarf að vera til
rúmmál á móti. í okkar tilfelli vor-
um við að leigja fiskiskip til annars
fyrirtækis sem tók ábyrgð á rekstr-
inum. Ef íslenskir aðilar vildu t.d.
komast í að veiða af úthafskarfa-
kvóta Rússa yrðu þeir fyrst að
stofna fyrirtæki í Rússlandi og
leigja skipið þangað. Þar með yrðu
þeir að lúta rússneskum reglum í
einu og öllu. Þá má einnig nefna að
til þess að veiða úthafskarfa með
góðum árangri þarf nokkuð öflug
skip og þau liggja kannski ekki
mikið á lausu hér innanlands,"
sagði Guðbrandur
Úthafskarflnn tímabund-
ið verkefni
Fiskifréttir ræddu einnig við Jón
Sigurðarson framkvæmdastjóra
Fiskafurða hf. en það fyrirtæki er í
samvinnu við Rússa um útgerð í
Barentshafi. Jón sagðist ekki hafa
orðið var við íslendingar væru að
reyna að komast til þess að nýta út-
hafskarfakvóta Rússa. Samkvæmt
rússneskum reglum væri ekki
heimilt að taka kvótana beint á
leigu, heldur þyrfti skipið að vera
undir rússneskum fána. Menn
flögguðu varla út skipi nema þeir
hefðu heilsársverkefni fyrir það, en
úthafskarfaveiðarnar væru aðeins
stundaðar hluta úr ári. Því þyrftu
að koma til viðbótarheimildir ann-
ars staðar. Að þessu leyti væru út-
hafskarfaveiðarnar frábrugðnar
veiðunum á Flæmingjagrunni sem
væru heilsársveiðar.
GUFUDÆLUR
- afkastamiklir
vinnuþjarkar
SKEIFUNNI 3E-F • SÍMI 581 2333 ■ FAX 568 0215
rafver@simnet.is
FISK VINISISL UB ÚNA Ð UR
RYÐFRÍ STÁLSMÍÐI FYRIR:
• Landvinnslu
•Sjóvinnslu • Rennismíði
• Öll almenn smíði • Hönnun og þróun
úr ryðfríu stáli heildarlausna
Gefum föst verðtilboð
SKAGINN HF.
Bakkatúni 26 • 300 Akranesi • Sími 430 2000 • Fax: 430 2001
Netfang: skaginn@skaginn.is • Veffang: www.skaginn.is
jíAll&íC
ETUR FER ERU ENGAR
MÆLINGAR A MIDUNU
BATA-
~<MIOJA_
GUOMUNDAR
Eyrartröð 13 Hafnarfiröi
Sími: 565-1088