Fiskifréttir


Fiskifréttir - 17.12.1999, Blaðsíða 26

Fiskifréttir - 17.12.1999, Blaðsíða 26
26 FISKIFRETTIR 17. desember 1999 Verferðir Hólamannahögg eftir Guömund Bjömsson, Gest. Gamli Hólabiskupinn gekk út á hlað. Tólfvoru piltar hans að tygja sig afstað. Þar var Þórður biskupsfóstri, þrehnikill sveinn, ekki nema átján vetra, en aldrei vikaseinn. Bitur frost og bálviðri brutu vetrargrið. Biskup valdi í verferð sitt vaskasta lið. En heima sitja meyjar og mœðast afsorgum. „Farið“ - mælti hann - „farið heilir, farið stillt og rótt. Ill er tíð, og illa lét í Líkaböng í nótt. Fylgi ykkur guð og gæfan. Gáið vel að því: Leggið ekki á Tvídœgru tvísýnu í. Skeytið ekki skapi ykkar Skálholtsþegnum á: Hólamönnum hœfir best að halda frið við þá. Efþeir hafa illt íframmi er ei nema rétt, að þeir viti, að Hólamanna högg eru ekki létt, “ „Sit þú heill ífriði, faðir. Fer allt sem má. Skulum aftur einhvern veginn heim að Hólum ná. “ Heima sitja meyjar og mæðast af sorgum. Vanir eru vermenn að vaða klofsnjó. En nú var oft í mjöðm og mitti og meir, er vestar dró. Datt á undir Tvídægru tvísýnt hríðarkóf. Góður bóndi bað þá vel að bíða þar í ró. „Hafa skal, “ - hreyttu þeir - „Hólamanna sið: híma ekki inni í hreysum eins og húsgangsmannalið. “ Þórður ungi þagði við - en hinir hlógu dátt - hann steytti hnefa, en stillti sig starði og mælti lágt: „ Viðsjál er hún Tvídægra tvísýnu í. Rætast munu forspár hans fóstra míns í því. “ Heima sitja meyjar og mœðast afsorgum. Lagt var upp í lýsing með nesti og nýja skó. En löngufyrir úthallið yfir sorta dró. Brast á bálviðri, bölvís tíð. Mörg stóð hún dœgrin sú manndrápshríð. Þraut vistir, - þraut mátt. Þó varð engin bið: Þeir börðust, meðan hjartað sló, - að Hólamanna sið. Þegar einhver dauðkalinn datt á freraspöng, þóttust hinir heyra í bylnum hljóð úr Líkaböng. Heima sitja meyjar og mœðast af sorgum. Þegar sá til Suðurbyggða, eftir lifði einn: Þórður var það, biskupsfóstri, þrekmikill sveinn. Barði á dyr, að bana kominn, bað um næturgrið. Bóndi setti snúð á sig og snerist illur við: „Þú mátt fara fjandans til. Egfinn ekki að því, þó að léttist Hólakarla klakksekkjum í. “ „ Vel er mœlt, en vita skaltu, vesœlt sunnanþý: Ekki léttast Hólamanna högg fyrir því. “ Karli rak hann kjaftshögg, hvein í heilaskel: Hátt brast: harðfrosinn hnefinn stökk í mél. Dauðrotuð bóndaskömmin datt við þennan skell. Biskupsfóstri örendur ofan á hannféll. Heima sitja meyjar og mœðast afsorgum. Dauft var heima á Hólastað: Hörku norðanbál. Fœrt var ekkifram úr dyrum fyrir nokkra sál. Tólf dundu á hurðum högg: Hriktu staðar göng. Hverju höggi heyrðist fylgja hljóð úr Líkaböng. Biskup - þegar birti, - lét menn krjúpa á kirkjugólf, klukkum hringja og klerka syngja sálumessur tólf. Heima sitja meyjar og mœðast af sorgum. Þó að höndin sé helköld og hrikti kjúkum í, ekki léttast Hólamanna höggfyrir því. En heima sitja meyjar og mæðast afsorgum. raunir til að halda á mér hita. Ég lagðist á bakið og barði saman fót- unum og hafði yfir höfuð þá hreyf- ingu sem ég frekast gat. Litlu eftir dagsetur andaðist drengur, sautján ára, og heyrði ég til hans hljóð eða andvarp, um leið og hann skildi við. Nálægt miðri nóttu heyrði ég angistaróp til eins og fór að huga frekar að því. Var það Egill Jóns- son, mágur minn, frá Hjálmsstöð- um, og var hann fastur í fönninni, berhöfðaður og berhendur á annar- ri hendinni. Hafði hann misst höf- uðfatið og annan vettlinginn. Eftir mikla erfiðismuni náði ég honum á fætur aftur og batt tveimur vasa- klútum um höfuð hans, en hend- inni fór ég að reyna að koma í buxnavasana. Var hún þá stálgödduð og ósveigjanleg, og sagðist hann ekkert fínna til hennar. Ég gat ekki yfirgefið Egil svo á sig kominn, enda gat hann furðanlega staðið upp, með því að hafa stuðning af mér. Nokkru síðar heyrði ég hrópað nálægt mér og fór að gæta að því. Var það Þiðrik úr Útey. Var hann einnig fastur í fönninni og sagðist hafa ákafan brjóst- krampa, sem hann átti vanda til að fá. Að lok- um tókst mér að ná honum á fætur, og stud- di ég þá svo báða, Egil og Þiðrik, lengi nætur- innar. Eftir að ég hætti að hafa sjálfráðar hreyfingar, fann ég, að mig kól ákaft bæði á höndum og fótum. Fram undir dögun vissi ég ekk- ert, hvað hinum leið. Þeir voru vit- anlega að hjálpa, sem eitthvað gátu, hinum sem litla eða enga björg gátu veitt sér. Undir dögun slotaði veðr- inu lítið eitt. Sást þá aðeins rofa fyr- ir tungli, og komust þá allir á fætur, hver með annars hjálp, og voru þá allir lifandi nema áðurnefndur drengur. Töluðum við þá saman, og mælti enginn æðruorð. Þegar var hálfbjart orðið af degi, rauk hann aftur upp með þeim feiknaofsa, að langt keyrði úr hófi fram yfir það, sem á undan var gengið. Fannst okkur þá sem við stæðum alveg berir fyrir heljar- frostinu og hrökkluðumst af stað undan veðrinu. Voru þá nokkrir, sem ekkert gátu komist, þar á með- al þeir Egill og Þiðrik, og skildist ég þar við þá. Þessi hrina stóð á að giska eina klukkustund, og er ég þess alveg viss, að ef hún hefði staðið yfir aðra klukkustundina, þá hefði enginn okkar kornist lífs af. Veðrið dró niður um það bil, að al- bjart var orðið og var þó enn hároksbylur. Sáum við þá höggva fyrir toppinum á Grímmannsfelli. Vorum við þá rétt fyrir neðan Leir- vogsvatn, heldur nær Stardal en Bringum, og höfðum við því lítið sem ekkert villst. Nálægt kl. 9 um morguninn komum við fjórir eða fimm niður að Bringum, hinir þrír eða fjórir komu litlu síðar. Þá bjó á Bringum fátækur mað- ur, Jóhannes Lund. Voru þar lítil- fjörleg húsakynni og knappt um bjargræði og eldivið. Var okkur þó veitt þar hin besta aðhjúkrun, sem hægt var. Fengum við þar kaffi og nýmjólk, en fórum síðan niður í vatnsílát með hendur og fætur og vorum þannig niðri í því fram eftir deginum, og var það óskemmtileg- ur dagur. Vorum við svo fluttir til Reykja- víkur, og gátum við aðeins riðið í söðlum. Þar lá ég rúmfastur átján vikur, missti allar tær á báðum fót- Eftir að myndavélar komu til sögunnar tíðkaðist það að áhafnarmeðlimir skipa klæddu sig upp á, röðuðu sér upp og létu taka mynd af sér. Myndin er úr bók Sigurðar Þor- steinssonar, Þorlákshöfn á sjó og landi, og er af skipshöfn Jóns Þorkelssonar frá Oseyrarnesi. Svo sem sjá má eru mennirnir á mjög mismunandi aldri. „Guömundur reyndi að hjálpa mági sín- um meö því að vefja vasaklútum um höf- uð hans og koma höndinni í buxna- vasann. En hún var þá orðin „stálgödd- uð og ósveigjanleg“. um og kól einnig mikið á úlfliðum og höndum.“ Einn þeirra sem komst lífs af úr ferðinni hét Gísli Jónsson, frá Snorrastöðum. Sagt var að hann hefði átt sér draumkonu er Hjördís hét og vitjaði hún hans skömmu áður en lagt var af stað og varaði hann við ferðinni. Þegar hann hafði orð á því að hann vildi vera heima sagði húsbóndi hans að hann skyl- di fara hvort sem honum líkaði bet- ur eða verr og á þá Gísli að hafa svarað bóndanum: „Ekki verður því þá hamlað að ég fari og ekki við því gert sem fyrir kemur og munu aðrir þó verða verr leiknir en ég.“ Sagt er einnig að draumkonan hafi birst Gísla nóttina fyrir helför- ina á Mosfellsheiði og sagt: „Nú fara þeir sex í dag, en fmna ei neitt jarðhýsi. En vakna þú og vek hina. Flýtið för, brátt skal að morgni, ei seint að kveldi.“ Frásögn Guðmundar Pálssonar af hrakningunum er mjög greinar- góð, þótt ekki sé hún orðmörg og lýsir vel þeim mannraunum sem þeir félagar lentu í. Oftar en ekki var þó enginn til frásagnar um slík- ar ferðir og sem dæmi um slíkt má nefna að röskum áratug eftir mann- skaðann á Mosfellsheiði lögðu fjórir menn af stað úr Skaftártung- um áleiðis í verið á Suðurnesjum. Ætluðu þeir að fara Fjallabaksleið og sást til þeirra með stefnu þang- að. Brast síðan á hið versta veður sem stóð í nokkra daga og aldrei komu mennirnir fram. Var það ekki fyrr en tíu árum síðar sem líkams- leifar þeirra fundust á Mælifellssandi. Endalok ver- ferða Verstöðvaútgerð og verferðir manna, landshluta á milli, stóð allt fram á tutt- ugustu öldina. Eftir að þilskipaútgerð hófst fór hins vegar smátt og smátt að draga úr mikilvægi árabátaútgerðar og stöðugt fleiri sjó- menn völdu þann kost að fara á skút- urnar. Með þeim má segja að íslensk sjó- mannstétt hafi loks- ins orðið til, þar sem menn gerðu þá sjó- mennsku að aðalatvinnu og oft einu atvinnu sinni. Jafnframt því hófust búferlaflutningar úr sveitum til þorpa og kaupstaða við sjávar- síðuna. En það er önnur saga sem ekki verður rakin hér. HELSTU HEIMILDIR: Árbók Ferðafélags fslands 1962, 1971 og 1984; Árni Óla: Strönd og Vogar, Reykjavík 1961; Annálar 1400-1800, I, 2., Reykjavík 1923; Annálar 1400-1800, III, 1., Reykjavík, 1933; Eggert Ólafsson /Bjarni Pálsson: Ferðabók I. og II. bindi, Reykjavík 1974; Gísli Brynjólfsson: Mannfólk mikilla sæva, Staðhverfmgabók, Reykjavík 1975; Hannes Pétursson/Helgi Sæmundsson: íslenskt skáldatal a-1, Reykjavík 1973; Jóhann Hjaltason: Frá Djúpi og Ströndum - nýtt safn, Reykjavík 1963; Jón Árnason, fslensk- ar þjóðsögur og ævintýri, II. bindi. Reykja- vík 1966; V bindi, Reykjavík 1958; Jón Þ. Þór: Ránargull Reykjavík, 1977; Jónas Jón- asson frá Hrafnagildi: íslenskir þjóðhættir, Reykjavík 1961; Kristleifur Þorsteinsson: Ur byggðum Borgarfjarðar II, Reykjavík 1972; Lúðvík Kristjánsson: fslenskir sjávar- hættir II, Reykjavík 1982; Lúðvík Kristjáns- son: íslenskir sjávarhættir III, Reykjavfk 1983; Pálmi Hannesson/Jón Eyþórsson: Hrakningar og heiðavegir III. Reykjavík 1956; Sigurður Ingjaldsson frá Balaskarði: Ævisaga Sigurðar Ingjaldssonar, Reykja- vík,1957; Sigurður Þorsteinsson: Þorláks- höfn á sjó og landi, Reykjavík, 1938; Sig- urður Þorsteinsson: Endurminningar Jóns frá Hlíðarenda, Reykjavík 1939; Þorsteinn frá Hamri: Ætternisstapi og átján vermenn, Reykjavík 1987; Þorsteinn Jósefsson/Stein- dór Steindórsson: Landið þitt fsland, l.bindi, A-G, Reykjavík 1980; Þorsteinn Jósefsson/Steindór Steindórsson: Landið þitt ísland, 4. bindi, Reykjavík 1983.

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.