Fiskifréttir - 17.12.1999, Blaðsíða 7
FISKIFRETTIR 17. desember 1999
7
Smábátar
Á bryggjunni á
Arnarstapa.
(Mynd/Fiskifréttir:
Heiðar Marteinsson.
Þorskafia-
hámark
1995-1999:
Hefur aukist um
1.368% í Grindavík
Ævintýralegur uppgangur hefur verið á síðustu árum í útgerð
smábáta sem skráðir eru í Grindavík. Á fiskveiðiárinu 1995/96 voru
þorskaflahámarksbátar þaðan með 185 tonn en á yfirstandandi fisk-
veiðiári eru heimildirnar 2.716 tonn. Þess ber reyndar að geta að
heildarúthlutun þorskaflahámarks á þessum fjórum árum hefur auk-
ist um tæp 127%, en aukningin hjá Grindavíkurbátunum í þessu
kerfi er hvorki meira né minna en 1.368%. Hlutur þeirra af heildinni
jókst úr 1,3% í 8,41% og er ekkert byggðarlag á landinu sem stærri
skerf af kökunni. Þennan mikla uppgang má að mestu leyti rekja til
Stakkavíkur hf. sem hefur byggt upp mikinn smábátafiota.
Bátar frá Bolungarvík í
þorskaflahámarkskerfmu eru með
næstmestan hlut af heildinni eða
6,63% en voru með 4% þegar kerf-
ið tók gildi fyrir fjórum árum. Bol-
ungarvíkurbátar hafa 2.142 tonna
þorskaflahámark á yfirstandandi
fiskveiðiári en höfðu 568 tonn árið
1995. Rétt er að minna á útgerð
smábáta ræðst verulega af því hvar
fiskurinn gefur sig til hverju sinni
og því er ekki alltaf samhengi milli
skráningarstaðar viðkomandi báts
og löndunarstaðar og allur gangur
á því hvar aflinn er unninn. Þannig
eru bátar Stakkavíkur hf. ekki
bundnir við Grindavík í þessu efni.
Reykjanes og Vestílrðir
auka mest við sig
Ofangreindar upplýsingar má
lesa úr tölum sem birtust í skriflegu
svari sjávarútvegsráðherra við fyr-
irspurn Einars K. Guðfinnssonar
alþingismanns um þróun afla-
marks. Þar kemur ennfremur fram
að Reykjanes og Vestfirðir eru þau
kjördæmi sem aukið hafa mest við
sig aflaheimildum í þorskaflahá-
markskerfmu eða um 180% í tonn-
um. Reyndar ber að minna á að
heildarúthlutun þorskaflahámarks
hefur á þessu tímabili aukist um
meira en helming eða úr 14 þús.
tonnum í rúm 32 þús. tonn. Aukn-
ingin nemur 127%, eins og áður
sagði. Þorsktonnunum í þessu kerfi
fjölgaði á Vestfjörðum úr rúmum
2.900 tonnum í 8.300 tonn og
Reykjanes fékk úthlutað 7.700
tonnum á móti 2.700 tonnum áður
(sjá töflu). Öll kjördæmi eru með
fleiri tonn í þorskaflahámarkskerf-
inu nú en fyrir fjórum árum. Aukn-
ingin er hins vegar minnst á Suður-
landi eða rúm 30%.
Sé litið á töfluna yfir hlutfalls-
lega breytingu innan þorskaflahá-
markskerfísins kemur í ljós, að út-
hlutun til báta á Reykjanesi hefur
aukist úr 19,2% af heild í 23,9%.
Vestfirðir hafa farið úr 20,6% í
25,6%. Hlutur Austurlands stendur
nokkurn veginn í stað, en önnur
kjördæmi hafa misst hlutdeild.
Úthlutað þorskaflahámark eftir kjördæmum
(tonn m.v. óslægðan fisk)
Suðurland Reykjanes Reykjavík Vesturland Vestfirðir Norðurl. vestra Norðurl. eystra Austurland
1995/96 511 2.714 868 2.633 2.938 569 1.864 2.133
1996/97 819 3.170 1.154 3.800 4.310 868 2.976 3.868
1997/98 960 4.098 1.377 4.249 4.664 957 3.278 5.069
1998/99 1.285 6.627 2.036 4.466 7.415 1.110 3.635 5.029
1999/00 672 7.707 1.702 4.632 8.266 987 3.406 4.920
Heimild: Fiskistofa
Hlutfallsleg úthlutun þorskaflahámarks
(tonn m.v. óslægðan fisk)
Suðurland Reykjanes Reykjavík Vesturland Vestfirðir Norðurl. vestra Norðurl. eystra Austurland
1995/96 3,6% 19,1% 6,1% 18,5% 20,6% 4,0% 13,1% 15,0%
1996/97 3,9% 15,1% 5,5% 18,1% 20,6% 4,1% 14,2% 18,4%
1997/98 3,9% 16,6% 5,6% 17,2% 18,9% 3,9% 13,3% 20,5%
1998/99 4,1% 21,0% 6,4% 14,1% 23,5% 3,5% 11,5% 15,9%
1999/00 2,1% 23,9% 5,3% 14,3% 25,6% 3,1% 10,5% 15,2%
Heimild: Fiskistofa
Bakki hf. í Bolungarvík:
Grænlenski rækju-
frystitogarinn
kominn til landsins
— hefur fengiö nafniö Lindi
Grænlenski rækjufrystitogarinn Tunnelik, sem Bakki
hf. í Bolungarvík keypti nýverið, kom til Reykjavíkur um
síðustu helgi. Togaranum hefur nú verið gefið nafnið
Lindi og mun hann fara til rækjuveiða á Flæmingja-
grunni á næsta ári undir eistneskum fána.
Að sögn Egils Guðna Jónsson-
ar, forstjóra NASCO ehf. sem er
aðaleigandi Bakka hf. í Bolungar-
vík, er Lindi nú í klössun í
Reykjavík og einnig verður skipt
um veiðarfæri áður en hann held-
ur til veiða. Togarinn mun nýta
hluta sóknardaga Eista á rækju-
veiðunum Flæmingjagrunni en
alls hafa níu eistnesk skip leyfi til
veiða í samtals 1667 daga á næsta
ári. NASCO hefur ráðið yfir
drjúgum hluta eistnesku leyfanna
en um nk. áramót rennur út samn-
ingur við eigendur tveggja togara
sem nýtt hafa tvö leyfanna sem
NASCO ráðstafar. Mun Lindi fá
leyfi annars togarans og eins er í
ráði að fá annan togara fljótlega í
viðskipti.
Álasund Skipamiðlun Iðavöllum 3d 230 Keflavík
Sfmi: 421-6318 -Fax: 421-6317 -
Netfang: alasund@alasund.is
Heimasíða: www.alasund.is
Til sölu
Frystitogari 40,60 x 8,50 - Nohab 2050 - Sm. 1989
ísfisktogari 46,50 x 9,00 - MAK1500 (98) - Sm. 1974
ísfisktogari 50,70 x 10,30 - Deutz 2200 (85) Sm. 1974
Línubátur 35,5 x 7,10 - Alpha 500 - Sm. 1974 m. beitningarvél
Línubátur 33,2 x 7,33 - Alpha 600 - Sm. 1975 m. beitningarvél
Tog- og netabátur 34,4 7,0 - Cat 912 - Sm. 1964
Nóta og togskip 52,00 x 10,0 - Nohab 3150 (95) - Sm. 1978
Nóta og togskip 55,00 x 9 - Cat (90) 3050 — Sm. 1978
Nótaskip 56,30 x 9,00 - Nohap 1400 - Sm. 1972
Togbátur 23,82 7,27 - Cat 918 - Sm. 1988
Togbátur 22,15 x 6,50 - Cat 530 - Sm. 1988
Togbátur 25,89 x 6,70 - MWM 650 - Sm. 1972
Togbátur 25,99 x 6,50 - Mitsubishi 650 (99) - Sm. 1960
Dragnót, tog- og netabátur 14,9 x 3,83 - Volvo P 270 - Sm. 1981
ATH. NY HEIMASIÐA OG NETFONG
ÖSKUM ÚTGERÐUM OG SJÓMÖNNUM GLEÐILEGRA JÖLA
OG FARSÆLDAR Á KOMANDIÁRI