Fréttablaðið - 09.11.2021, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 09.11.2021, Blaðsíða 6
 100% RAFMÖGNUÐ ÍTÖLSK HÖNNUN FIAT 500e ER FYRSTI FALLEGI RAFMAGNSSMÁBÍLLINN. SJÓN ER SÖGU RÍKARI UMBOÐSAÐILI FIAT Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • FIAT.IS • ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LAUGARDAGA 12-16 TÍMALAUS ÍTÖLSK HÖNNUN MEÐ ALLT AÐ 460 KM DRÆGNI. kristinnhaukur@frettabladid.is DÓMSMÁL Í gær þurfti að fella niður mál fimm manna sem hafa stöðu f lóttamanna í Grikklandi og Ung- verjalandi vegna þess að málsmeð- ferð ríkisins tók of langan tíma. Eru þeir úr hópi f lóttamanna sem lög- maðurinn Arndís Anna K. Gunn- arsdóttir hefur stefnt ríkinu fyrir vegna málsmeðferðar. Arndís segir tilf inningarnar blendnar. „Í sjálfu sér unnum við sigur í málunum en það er súr- sætt því við fáum ekki niðurstöðu dómstóla um þessa framkvæmd. Ég vil fá dóm um þetta því ég tel að stjórnvöld séu að ganga gegn lögum,“ segir hún. Sjö önnur mál eru í farvatninu en f lóttamennirnir koma frá Sýrlandi, Íran, Afganistan og Eþíópíu. Þar sem þeir hafa stöðu f lótta- manna í Grikklandi eða Ungverja- Mál fimm flóttamanna gegn ríkinu felld niður Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, lögmaður landi neitar Útlendingastofnun að taka við umsóknum. Kærunefnd- in fellir þá ákvörðun úr gildi en Útlendingastofnun neitar aftur og kærunefndin staðfestir á endanum. Arndís bindur vonir við eitt mál, en í því var f lóttamaður sendur til Ungverjalands daginn áður en 12 mánuðir voru liðnir. „Það er eina málið sem við náum að halda lif- andi og vonandi fáum dóm í,“ segir hún. n gar@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA Samgöngustofa hefur undanfarið lent í vandræðum vegna vélrænna fjöldafyrirspurna í öku- tækjaskrá á vefsíðu stofnunarinnar. „Vandræðin snerust um það að einstaklingar nýttu forrit til að búa til fjöldafyrirspurnir í ökutækja- skrá, mögulega í þeim tilgangi að endurbirta eða selja gögnin,“ útskýrir Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. „Þessar vélrænu fyrirspurnir ollu miklu álagi á vefþjóninn sem nauð- synlegt var að bregðast við. Upp- færsla á þjónustunni er á döfinni,“ segir Þórhildur. Fram kemur á vef Samgöngustofu að sett verði upp ný leit með virkni sem komi í veg fyrir vélrænar fjöldafyrirspurnir. Þeir sem þurfa rýmri leit geti leitað til aðila sem hafi samning við Sam- göngustofu varðandi vefþjónustur með tengingu í ökutækjaskrá. n Afstýra áhlaupi á ökutækjaskrána Þórhildur Elínardóttir, samskipta- stjóri Sam- göngustofu birnadrofn@frettabladid.is SAMFÉLAG Íslenskum ellilífeyris- þegum sem búa erlendis hefur fjölgað um 45 prósent frá 2017. Þeir voru í lok síðasta árs tvö þúsund, eða fjögur prósent allra ellilífeyris- þega. Þetta kemur fram á vef Hag- stofunnar. Í desember 2020 voru ellilífeyris- þegar rúmlega 51 þúsund. Fjölgaði þeim um nær fjögur prósent milli ára. Karlar voru rúmlega 24 þúsund og konur nær 27 þúsund. n Ellilífeyrisþegum erlendis fjölgar Blíðviðri á Tenerife. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Erla Bolladóttir, Klúbbmenn og rannsakendur rifjuðu Geirfinnsmálið upp í Héraðs- dómi í gær. Ekki mundu allir jafn vel eftir rannsókninni. adalheidur@frettabladid.is GEIRFINNSMÁL „Ég hafði nátt- úrulega aldrei komið í dráttar- brautina á þessum tíma en ég fór þarna núna um um daginn og þá var ég ekki viss um hvar í bænum dráttarbrautin hafði verið,“ sagði Erla Bolladóttir í skýrslu sinni í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær þegar aðalmeðferð fór fram í máli hennar gegn íslenska ríkinu. Með málsókninni freistar Erla þess að fá felldan úr gildi úrskurð endurend- urupptökunefndar frá árinu 2017, sem synjaði henni um endurupp- töku á hennar þætti í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Erla var dæmd í Hæstarétti árið 1980 fyrir rangar sakargiftir með því að hafa sammælst um það með Kristjáni Viðari Júlíussyni og Sævari Marínó Ciesielski að þau myndu bera sakir á fjóra menn, kennda við skemmtistaðinn Klúbbinn, færu spjótin að beinast að þeim sjálfum vegna hvarfs Geirfinns Einarssonar. Erla gaf ítarlega skýrslu um sam- skipti sín við lögregluna meðan Geirfinnsmálið var til rannsóknar í Reykjavík, en auk hennar gáfu níu vitni skýrslu. Af skýrslutökunum er ljóst að ágreiningurinn í málinu lýtur að því hvort svonefndir Klúbb- menn hafi verið bendlaðir við málið af lög reglunni sjálfri áður en Erla og aðrir sak borningar nefndu nöfn þeirra í skýrslutökum og hvernig það kom til að nöfn þeirra voru nefnd. Á eftir Erlu gáfu skýrslu frum- rannsakendur Geirfinnsmálsins í Keflavík, Valtýr Sigurðsson, þáver- andi fulltrúi sýslumanns í Keflavík, og Haukur Guðmundsson, þáver- andi rannsóknarlögreglumaður. Þeir svöruðu almennum spurn- ingum um framkvæmd rannsókn- arinnar, einkum um skjalahald og skýrslutökur, en komið hefur í ljós að töluvert af gögnum frumrann- sóknarinnar hefur glatast. Þá voru þeir spurðir um rannsókn á mönn- um tengdum klúbbnum. „Klúbburinn kom strax inn í umræðuna vegna þess að Geirfinn- ur hafði verið í Klúbbnum þarna dagana á undan og hitt þar menn. Þess vegna var verið að kanna og lýsa eftir manni sem hefði talað við Geirfinn í Klúbbnum,“ sagði Valtýr. Haukur sagði sömuleiðis að ástæða þess að Klúbbmenn hefðu dregist inn í málið kynni að vera sú að Geirfinnur hefði farið í Klúbbinn skömmu fyrir hvarfið. Einnig gáfu skýrslu fyrir dómi þrír menn sem unnu að rannsókn Geir- finnsmálsins sem hófst í Reykjavík eftir að Erla og Sævar höfðu verið handtekin vegna póstsvika. Rann- sókn málsins virðist hins vegar alveg horfin úr minni þeirra og gátu þeir ekki svarað neinni spurningu lögmanna efnislega. Á vitnalista setts ríkislögmanns voru þrír af þeim fjórum mönnum sem Erla var sakfelld fyrir að hafa borið á sakir. Magnús Leopoldsson, fyrrverandi framkvæmdarstjóri Klúbbsins, Valdemar Olsen og Einar Bollason, bróðir Erlu. Þeir lýstu allir deginum sem þeir voru handteknir og upplifun sinni í gæsluvarðhaldinu í Síðumúla. Þá lýstu Magnús og Einar samprófun með Erlu og sögðu báðir að Erla hefði lýst atburðum í Hafnarbraut- inni með svo nákvæmum hætti og þeim hefði verið mjög brugðið við hve sannfærandi hún var. Aðspurðir minntust hvorki Einar né Valdemar þess að lögreglan hefði nokkru sinni sagt þeim um hvaða brot þeir væru grunaðir eða að þeir væru yfir höfuð sakaðir um tiltekinn glæp. „Ég man aldrei eftir því að neinn hafi sakað mig um að hafa drepið Geirfinn, heldur að ég hafi verið í ferð,“ sagði Einar. Fréttablaðið fjallar nánar um skýrslutökurnar og aðalmeðferð í máli Erlu á næstu dögum. n Búnir að gleyma öllu um Geirfinnsmál Erla Bolladóttir gaf skýrslu í héraðsdómi í gær um gæsluvarðhaldsvist og samskipti við lögreglu meðan Geirfinnsmál var til rannsóknar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 4 Fréttir 9. nóvember 2021 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.