Fréttablaðið - 09.11.2021, Síða 12

Fréttablaðið - 09.11.2021, Síða 12
Nú eru hverfi að verða ansi einsleit, blokkir á blokkir ofan, litlir og stórir kassar þétt hver ofan í öðrum. Húsnæðismál í Reykjavík eru í brennidepli vegna þess hve hinn alvarlegi skortur á íbúðarhúsnæði kemur sífellt betur í ljós. Flokkur fólksins styður þéttingarstefnu byggðar upp að skynsamlegu marki en ekki þegar hún fer að taka á sig mynd trúarlegrar sannfæringar eins og hjá núverandi borgarstjórnar- meirihluta. Einhliða framkvæmd þéttingarstefnu í Reykjavík, án ódýrari valkosta fjær miðborginni, hefur leitt til spennu á fasteigna- markaði. Ekki hefur verið léð máls á að gera annað en að þétta. Ört hækkandi húsnæðisverð speglar ónógt framboð. Nú eru 1.900 íbúðir í byggingu í borginni eða 30% færri en fyrir tveimur árum samkvæmt SI. Raun- veruleikinn er skýr, það er slegist um hverja eign. Litlar íbúðir á þétt- ingarsvæðum eru svo dýrar að þær eru ofviða námsfólki, fyrstu kaup- endum og efnalitlu fólki. Reynt að kenna öðrum um vandann Borgarstjóri og fleiri hafa reynt að kenna bönkunum um ástandið en þeir sverja af sér að vilja ekki lána. Þá hefur verið reynt að kenna verk- tökum um, en heyrst hefur að marg- ir verktakar hafi einfaldlega gefist upp á að eiga viðskipti við Reykja- víkurborg og farið annað. Flækju- stig byggingarferlis og kvaðir eru sagðar allt of miklar og íþyngjandi hjá borginni. Hins vegar vantar þá kvöð sem telja mætti langmikil- vægasta. Hún er sú að þeim sem fær lóð beri að byggja á henni innan tilskilins tíma. Í Úlfarsárdal eru t.d. lóðir sem á er byggingarúrgangur en engin bygging hefur risið árum saman. Eftir hverju er lóðareigand- inn að bíða eða eru verktakar enn að glíma við borgarkerfið? Gleymd kosningaloforð Nú eru hverfi að verða ansi einsleit, blokkir á blokkir ofan, litlir og stórir kassar þétt hver ofan í öðrum. Hvað varð um hugmyndina að blandaðri byggð, sjálf bærum hverfum með atvinnutækifærum innan hverfis? Var þetta ekki kosningaloforð núverandi meirihluta? Og hvað varð um þau umhverfissjónarmið að taka skuli tillit til birtuskilyrða og hávaða sem skiptir miklu fyrir svefn og líðan íbúa? Sá var tíminn að einstaklingar gátu fengið lóðir og byggt sjálfir og samhliða því byggt upp félagslega samstöðu og myndað hverfismenningu. Þessi hugsun virðist með öllu fjarri nú. Vandinn er sá að það er tak- markað framboð af lóðum fyrir allar gerðir fasteigna. Núna hefði t.d. verið unnt að skipuleggja svæði utan við borgina, og utan þéttingar- svæða, þar sem þeir sem það vilja hefðu getað byggt í stað þess að kaupa hús í Þorlákshöfn eða Hvera- gerði. Með því að víkka hverfin út og þá innviði sem fyrir eru skapast f leiri íbúðarmöguleikar. Skoða mætti t.d. suðurhlíðar Úlfarsfells og svæði austur af núverandi Úlfarsár- dal sem tengjast því hverfi. Hér þarf öfgalausa víðsýni í stað blindrar trúar. n Blind trú á þéttingu byggðar í Reykjavík Kolbrún Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins í borgar- stjórn Reykjavíkur Í síðustu viku náðist mikilvægur áfangi í sjálfbærnivegferð heimsins. IFRS Foundation, sem er sú ein- ing sem stendur að International Account ing Standards Board (IASB) sem gefur út Alþjóðlega reiknings- skilastaðla (IFRS), tilkynnti í síðustu viku á Loftslagsráðstefnu Samein- uðu þjóðanna í Glasgow um form- lega stofnun alþjóðlegs staðlaráðs, International Sustainability Stand- ards Board (ISSB). Hið nýja staðla- ráð hefur það hlutverk að gefa út viðurkennda staðla um sjálfbærni- upplýsingagjöf fyrirtækja. ISSB mun starfa við hlið hins reikningshalds- lega staðlaráðs. IASB og þeir staðlar sem ráðið gefur út, IRFS, njóta nú þegar alþjóðlegrar virðingar og eru staðlarnir útbreiddir um allan heim. Þetta skref er viðurkenning á mikil- vægi sjálfbærniupplýsinga í rekstri fyrirtækja fyrir fjárfesta og aðra hagsmunaaðila. Stórt skref stigið í átt til samræmingar Þessi atburður er risa skref í átt til samræmingar og stöðlunar sjálf- bærniupplýsinga sem kallað hefur verið eftir af miklum krafti af fjár- festum um heim allan. Fyrir les- endur sem ekki þekkja vel til máls- ins, þá eru í dag til ógrynni staðla, leiðbeininga og reglna um fram- setningu sjálf bærniupplýsinga í heiminum, ástand sem stundum hefur verið kallað stafrófssúpan. Í sumum löndum hefur myndast hefð um notkun á tilteknum staðli umfram annan, þ.m.t. á Íslandi. Það hefur ekki verið samræmi í notkun staðla og hafa fyrirtæki frjálst val um hvort þau nota einn tiltekinn staðal eða blanda saman mörgum. Eina núverandi skyldan á Íslandi hefur verið að fara að kröfum í lögum um ársreikninga varðandi upplýsingar í skýrslu stjórnar. Þessi skortur á samræmdum og samanburðarhæfum upplýsingum um sjálf bærni er og hefur verið ótækur þar sem upplýsingar sem fyrirtækin birta eru oft ekki saman- burðarhæfar. Það hefur heldur ekki verið auðvelt að ganga úr skugga um hvort þær séu tæmandi, þ.e. að ekki sé bara sagt frá því sem vel gengur á kostnað þess sem verr gengur. Mikilvægt er að fyrirtæki bíði ekki eftir að allt gangi vel til að byrja að skýra frá því hvað þau eru að gera í sjálfbærnimálum. Um er að ræða vegferð í sjálf bærniupplýsingagjöf sem við erum öll að fóta okkur í. Það skiptir öllu máli fyrir fyrirtæki að byrja strax að greina frá sjálf- bærnivegferð sinni en bæta svo í eftir því sem þau efla þekkingu sína og aðgerðir í málaflokknum. Engin skömm er að því að vera ekki með allt upp á tíu í dag en það er skömm að því að hefja ekki sjálfbærniveg- ferðina. Skýrsla um hvað fyrirtæki eru að gera á sviði sjálf bærni er að sjálfsögðu „einungis“ frásögn og mestu máli skiptir að fyrirtæki séu að grípa til aðgerða. Frásögnin er samt mikilvæg og einnig að hún byggi á réttum atriðum, sé að góðum gæðum og samanburðarhæf. Eftirspurn eftir saman- burðarhæfum upplýsingum Það er hægt að bera stöðuna í sjálf- bærniupplýsingum saman við þá stöðu sem við stæðum frammi fyrir ef margar reglur giltu um hvernig semja á ársreikninga og ef félög gætu bara valið hvað þeim hentar hvað slíkt varðar. Það sér hver maður hve ótæk sú staða væri fyrir hið opinbera, fjárfesta og aðra hagsmunaaðila. Lífeyrissjóðir hafa m.a. kallað á úrbætur í sjálfbærniupplýsingagjöf og nauðsynin eykst í kjölfar stefnu- markandi ákvörðunar þeirra um að skuldbinda sig til að fjárfesta 580 milljarða króna í grænum verkefn- um sem tilkynnt var í síðustu viku. Betri og áreiðanlegri upplýsingagjöf um sjálf bærni mun gera þeim og öðrum fjárfestum með markvissari hætti kleift að beina fjármunum til fyrirtækja sem standa sig á sjálf- bærnivegferðinni. Launþegar geta betur valið hvaða fyrirtækjum þeir vilja ljá krafta sína og viðskiptavinir hvert þeir vilja beina viðskiptum sínum. Við getum öll haft áhrif til góðs! Björninn er ekki unninn. Nú þurfa ríkjasambönd eins og ESB og einstök ríki, líkt og Ísland, að taka staðla ráðsins upp í innlenda löggjöf eins f ljótt og hægt er eftir að þeir verða gefnir út en til upplýsinga má nefna að ESB hefur einnig unnið að samræmingu innan Evrópu en það er efni í annan pistil. n Styrkari stoðum rennt undir sjálfbærniupplýsingagjöf fyrirtækja Margrét Pétursdóttir forstjóri EY á Íslandi og stjórnarmaður í Alþjóðasamtökum endurskoðenda (IFAC) Mikilvægt er að fyrir- tæki bíði ekki eftir að allt gangi vel til að byrja að skýra frá því hvað þau eru að gera í sjálfbærnimálum. HAFNARFJÖRÐUR Hjallahraun 4 NJARÐVÍK Fitjabraut 12 KÓPAVOGUR Smiðjuvegur 34 REYKJAVÍK Skútuvogur 2 ÞAÐ ER ÓÞARFI AÐ NEGLA TÍMANN FR ÁBÆR VER Ð Á DE K K J UM 10 Skoðun 9. nóvember 2021 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.