Fréttablaðið - 09.11.2021, Page 31
BÆKUR
Tunglið, tunglið taktu
mig
Þorgrímur Þráinsson
Útgefandi: Mál og menning
Blaðsíðufjöldi: 215
Brynhildur Björnsdóttir
Máney er 11 ára og býr í sveitinni.
Hún á hund og heimalning, afa og
ömmu, selur ástarpunga á hlaðinu
og drekkur ölkelduvatn úr brunnin-
um. Hún býr hjá afa sínum og ömmu
af því mamma hennar er sendi-
herra á Indlandi og pabbi hennar
og bræður eru þar hjá henni. Einn
daginn kemur strákur úr bænum til
dvalar á næsta bæ. Hann á farsíma
og gengur í hettupeysu og er skap-
vondur og leiðinlegur við Máneyju.
En þau verða svo góðir vinir, enda
sveitin allra meina bót.
Tunglið, tunglið taktu mig virð-
ist í fyrstu vera sérkennileg blanda
af gamaldags sveitarómantík og
nútíma raunsæissögu af félags-
legum vandamálum en hún leynir
á sér. Sögustúlkan Máney er á
einhverfu rófi og hefur mestmegnis
verið alin upp af afa sínum og
ömmu í þeirra gildum og hugmynd-
um um heiminn. Bæjardrengurinn
Sóli er fatlaður, kemur úr erfiðum
félagslegum aðstæðum og á sér þá
ósk heitasta að litla systir hans fái
að koma líka í sveitina. Plottið í sög-
unni hverfist um það að nokkru að
uppfylla þessa ósk hans en annars
gengur það út á að draga upp mynd
af ævintýraheimi sveitarinnar þar
sem lömb fæðast, f lór er mokaður,
álftaregg bíða undir ofni eftir að
klekjast út og álf konur birtast á
fullu tungli.
Þorgr ímur Þráinsson hef ur
margra áratuga reynslu af því að
skrifa fyrir börn og honum bregst
ekki bogalistin hér, persóna Mán-
eyjar hefur skemmtilegan frá-
sagnarstíl og heimssýn sem auðvelt
er að hverfa inn í og með fram er
upplýsingum mjatlað inn í vitund
lesandans um þann heim sem er
umhverfis og hún jafnvel skilur ekki
eða nennir ekki að pæla í.
Í raun má segja að þetta sé sagan
af tveimur börnum sem komið
er fyrir í sveitinni vegna þess að
nútímalíf, af einhverjum ástæð-
um, hentar þeim ekki, Máneyju
vegna taugaröskunar sem veldur
því að hún ræður ekki við áreitið
í umhverfinu og Sóla vegna hans
félagslegu aðstæðna og líkam-
legrar fötlunar. Bæði finna þau sér
stöðu, gildi og ánægju í hinu ídyll-
íska sveitalífi og þó stundum verði
sveitarómantíkin aðeins of yfir-
þyrmandi fyrir fullorðinn lesanda
er nóg af ævintýrum til að halda
ungum lesendum vel við efnið. ■
NIÐURSTAÐA: Ágætis bók um
nútímabörn sem finna sig í nost
algískri sveitasælu.
Í sveitinni
kolbrunb@frettabladid.is
Ofankoma er yfirskrift sýningar
Lilýar Erlu Adamsdóttur í Þulu.
Sýningin er opin til og með 28. nóv-
ember.
Lilý Erla Adamsdóttir vinnur á
mörkum myndlistar, hönnunar og
listhandverks. Yfirborð eru henni
hugleikin, hvort sem um ræðir
yfirborð náttúrunnar eða mennsk-
unnar. Líðandi form og lífræn
endurtekning eru áberandi stef á
sýningu sem fjallar um andartakið
og eilífðina. ■
Andartakið og eilífðin
Lilý Erla sýnir
verk sín í Þulu.
Líðandi form og líf-
ræn endurtekning eru
áberandi stef.
Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið alla virka daga 10–18 | Laugardaga 11–17 | www.forlagid.is
LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA
Eliza Reid forsetafrú ræðir hér við
konur á ólíkum sviðum íslensks
þjóðfélags um jafnrétti, atvinnulífið,
móðurhlutverkið og margt fleira.
Litrík mynd af íslensku nútíma-
samfélagi – kostum þess og göllum.
KVENSKÖRUNGAR
„Heillandi innsýn í hvernig heimur með
meira jafnrétti kynja gæti litið út og hvers
vegna hann væri baráttunnar virði.“
HILLARY ROTHAM CLINTON
ÞRIÐJUDAGUR 9. nóvember 2021 Menning 17FRÉTTABLAÐIÐ