Fréttablaðið - 09.11.2021, Side 34
Mitt markmið er að
gera fiskinn hipp og
kúl og koma honum
þannig á framfæri.
Heldurðu að Elísabet drottn-
ing sé að fara að deyja?
Guðný Ósk
Laxdal
enskukennari
„Ég held hún sé
hress. Þetta leit
náttúrlega ekki
vel út á tímabili
og ég var með
pínu áhyggjur
af henni,“ segir enskukennarinn
Guðný Ósk Laxdal um vangaveltur
um heilsu Elísabetar Englands-
drottningar eftir að hún eyddi
nýlega nótt á sjúkrahúsi.
„Ég myndi segja að spurningin
ætti bara að vera: Er í lagi með
hana? Og svarið er í raun og veru
bara já. Hún tórir sko, held ég.
Mamma hennar varð 102 ára þann-
ig að það er í familíunni að tóra.“
Guðný skrifaði BA-ritgerð um
konungsfjölskylduna og fjallar ein-
beitt um kóngafólk sem @ royla-
icelander á Instagram.
„Ég er sko búin að vera að pæla
í þessu,“ heldur Guðný áfram og
hlær þegar hún tekur undir að
vissulega hafi verið nokkuð um
hliðstæður við aðdraganda þess
þegar Filipus drottningarmaður
lést í fyrra.
„Þetta er rosalegt sko og maður
spyr sig alveg. Hún átti bara að
vera heima að hvíla sig og er svo
bara komin á spítala yfir nótt.“
Guðný segir að ekki hafi bætt úr
skák að hirðin hafi reynt að fela
sjúkrahússvistina.
„En svo sást hún keyra í Windsor
og það væri varla verið að hleypa
henni undir stýri ef hún væri ekki
hress,“ segir Guðný og telur víst
að ökuferðin hafi verið hugsuð til
þess að sýna fram á að ekkert ami
að drottningunni.
„Hún er líka alveg að sinna
skyldum og átti sinn fund með
Boris Johnson. Bara gegnum síma
þannig að það er ekki eins og hún
sé rúmliggjandi.“
„Mig grunar að eina ástæðan
sé hreinlega bara að þar er allt
of mikið af fólki alls staðar að úr
heiminum og það er ennþá Covid,”
segir Guðný um fjarveru drottn-
ingar á loftslagsráðstefnunni. „En
hún tók ræðuna upp og var með
upptöku í Glasgow og leit bara
mjög vel út en sagði þar að það lifi
ekki allir að eilífu.
Hún náttúrlega er 95 ára þótt
hún sé fullbólusett og það þarf að
halda henni á lífi fyrir krýningar-
afmælið á næsta ári. Það er búið
að leggja pening í þessi veisluhöld
og ekkert hægt að vera að setja
hana í einhverjar hættulegar að-
stæður.“ n
n Sérfræðingurinn
Guðný telur víst að drottningin
muni halda upp á krýningarafmælið.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
KVIKMYNDIR
Last Night in Soho
Leikstjórn: Edgar Wright
Leikarar: Thomasin McKenzie,
Anya Taylor-Joy, Matt Smith
odduraevar@frettabladid.is
Verandi hræddur við ógnvekjandi
myndir var mér nokkuð brugðið
þegar félagi minn spurði, rétt áður
en Last Night in Soho hófst, hvort
ég vissi ekki örugglega að hún væri
sálfræði tryllir. Það kom þó ekki að
sök þar sem ég er
forfallinn aðdá-
andi leikstjórans.
Með Last Night
in Soho sannar
b r e s k i l e i k -
stjór inn Edgar
Wright að fátt er
honum of viða.
Hvort sem það er
spennumynd eins og Baby Driver,
grínmyndir eins og Cornetto-þrí-
leikurinn eða sálfræðitryllir eins og
þessi. Hann skilar alltaf góðu verki.
Í Last Night in Soho fylgjum við
eftir tískustúdentinum Ellie Turner
þegar hún flyst frá ömmu sinni til
Lundúna í fatahönnunarnám. Ellie
elskar tónlist og tísku sjöunda ára-
tugarins og dregst á dularfullan hátt
aftur til Lundúnaborgar þess tíma.
Söguþráðurinn er virk ilega
frumlegur og handrit þeirra Edgar
Wright og Krysty Wilson-Cairns
heldur manni þannig við efnið að
manni leiðist aldrei. Sérstaklega er
mælt með að kynna sér myndina
sem minnst, því eðli málsins sam-
kvæmt er best að vita sem minnst
um á hverju er von. Kvikmyndatak-
an og hljóðvinnslan er svo til fyrir-
myndar og hefur á sér öll þekktustu
fingraför breska leikstjórans.
Hin 21 árs gamla Thomasin
McKenzie, sem flestir muna eftir úr
Jojo Rabbit, brillerar í aðalhlutverk-
inu sem Ellie og tekst vel að halda
myndinni uppi. Anya Taylor-Joy,
aðalleikkona skákþáttanna Queen's
Gambit, er hins vegar senuþjófur
sem hinn dularfulli tvífari Ellie frá
sjöunda áratugnum. Matt Smith
skilar sínu eins og var að vænta,
rétt eins og hinn lítt þekkti Michael
Ajao, en best er líklega hin háaldr-
aða Diana Rigg sem hér syngur sinn
svanasöng í síðustu bíómynd sinni
en hún lést í fyrra. n
NIÐURSTAÐA: Last Night in Soho
mun heilla kvikmyndaunnendur
sem þyrstir í frumlega bíómynd
og hefur á sér þekktustu fingra-
för Edgar Wright en er samt hans
frumlegasta mynd til þessa.
Tískutryllingur
með Edgar Wright
Magnús Már Hauksson opnaði
veitingastaðinn Íslendinginn,
eða Der Isländer, í þýsku
borginni Dortmund þar sem
hann leggur áherslu á að bjóða
upp á allt það góða sem Ísland
hefur fram að færa; íslenskan
fisk, bjór og fleira góðgæti frá
heimalandinu.
svavamarin@frettabladid.is
„Það má segja að þetta sé íslensk
fersk f iskbúð og nútímaleg ur
skyndibitastaður, auk þess sem við
bjóðum upp á úrval af íslenskum
vörum. Við f lytjum inn íslenska
kokteilsósu með fisknum og bjóð-
um upp á bjór frá Einstakri ölgerð
ásamt því að selja súkkulaði frá Nóa
Síríusi, Omnom, harðfisk, Saltverk
salt, brennivín og erum með þeim
fyrstu til að bjóða upp á íslenskt
skyr,“ segir Magnús og bætir við
að staðurinn verði að standa undir
nafni með því að hafa allt íslenskt.
„Ég bjó í München og var nýbúinn
með master í rekstrarverkfræði
þegar ég datt inn í þetta verkefni
og var spurður hvort ég vildi vera
með af bæði þýskum og íslenskum
fjárfestum. Við fórum í ítarlega
greiningu og sáum að það var lítið
um fiskneyslu í Þýskalandi. Ég vildi
breyta því.“
Þraukað að hætti víkinga
Að sögn Magnúsar setti heimsfar-
aldurinn stórt strik í reikninginn
hjá Íslendingnum sem var opnaður í
september 2020. „Það skall á svokall-
að „lock down“ í Þýskalandi í des-
ember svo við lokuðum fyrir allan
gestagang í átta mánuði. Það reyndi
ákveðið á okkur en við ákváðum að
vera eins og víkingarnir og þrauka
þetta,“ segir Magnús kíminn.
Hann segir reksturinn hafa siglt
í gegnum þetta meðal annars með
lokunarstyrk frá ríkinu. „Við sigld-
um í gegnum þetta og erum komin
um 80 prósent í fyrra horf þar sem
það er enn grímuskylda og bólu-
setningarvottorð inn á veitinga-
staði.“
Matseðillinn þrautaganga
Íslendingurinn hefur verið að fikra
sig áfram með matseðilinn til að sjá
hvað virkar. „Þjóðverjinn er ansi
vanafastur en samt forvitinn um
Ísland. „Í upphafi vorum við með
plokkfisk og fiskisúpu sem gekk vel í
nokkrar vikur en við fundum svo að
það var ekki nógu spennandi í útliti
þegar fólk var að fara út að borða.“
Steiktur fiskur og fiskborgarar
eru meðal þess vinsælasta þar sem
valið á meðlæti stendur milli kart-
öflusalats, franskra eða hrásalats
ásamt íslenskri kokteilsósu. „Við
erum með E. Finnsson kokteilsósu
til þess að Þjóðverjinn fái að prófa
þessa góðu íslensku eins og við
þekkjum hana,“ segir Magnús og
hlær.
Þjóðverjar áhugasamir
Að sögn Magnúsar hafa Þjóðverjar
tekið staðnum afar vel og ánægja er
með matinn. „Bæði skyndibitann
og ferska fiskinn sem við fáum frá
Íslandi.
Við erum að prufa okkur áfram
í að gera tilbúna fiskrétti eins og
við þekkjum í fiskbúðum heima á
Íslandi,“ segir Magnús. „Þorskur, ufsi
og karfi er mest keyptur, ásamt mar-
ineruðum laxi í ostasósu, barbeque
og teriaki. Við höfum reynt þorsk í
pestó, basil og hnetu, en Þjóðverjinn
virðist ekki alveg ætla að stökkva á
þá lest,“ segir hann og hlær.
Magnús reynir að ná til yngri
kynslóðarinnar með því að útfæra
fiskinn skemmtilega. „Mitt mark-
mið er að gera fiskinn hipp og kúl
Íslenskur matur í sókn í Þýskalandi
Magnús Már
stefnir á
matarútrás
frá Dortmund
þar sem Der
Isländer hefur
gengið vonum
framar.
MYND/AÐSEND
Íslendingurinn, eða Der Isländer, er
að gera það gott í Dortmund.
Þjóðverjar hafa tekið íslenskum mat og drykk fagnandi. MYND/AÐSEND
Drottningin mun tóra áfram en ekki að eilífu
og koma honum þannig á framfæri
þar sem þetta er frábær matur.
Viðtökur Íslendinga hafa að sama
skapi verið afar góðar og þeir keyra
jafnvel hingað í einn til tvo klukku-
tíma til að heimsækja okkur, sem
er bara frábært. Þeir eru líka dug-
legir að senda okkur fyrirspurnir
um hvort þetta eða hitt sé til. Þá
reynum við að sjálfsögðu að leggja
þeim lið og sjá hvort við getum ekki
fengið það í sölu hjá okkur þar sem
við erum með mesta vöruúrval af
íslenskri vöru í Þýskalandi.“
Stefna lengra
Magnús segir mikilvægt að bjóða
upp á fjölbreytt úrval af íslenskri
vöru á einum stað og er opinn fyrir
því að taka inn nýjar vörur og hvet-
ur þá sem vilja koma vörunni sinni
á framfæri til að láta á það reyna.
„Sumar ganga og aðrar ekki, en það
sakar ekki að prófa.“
Hann segir verkefnið hafa gengið
vonum framar og staðinn hafa
fengið góðar einkunnir á vefnum.
„Núverandi staðsetning er frábær
byrjun þar sem við erum á þéttbýl-
asta svæði Þýskalands og stefnum
á að opna f leiri í nærliggjandi
bæjum,“ segir hann bjartsýnn.
Nánari upplýsingar eru á Der Isl-
änder á Facebook og Der.islaender á
Instagram. n
20 Lífið 9. nóvember 2021 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 9. nóvember 2021 ÞRIÐJUDAGUR