Huginn - 01.04.1953, Page 3
HUGINN
BLAÐ SAMVINNUSKDLANEMENDA — 3. TÖLUBLAÐ 1953
RITNEFND; ORLYGUR HALFDANARSDN, GUNNAR Á. JDNSSGN, PÁLL GUÐBJARTSSDN
RITSTJÓRI: GÍSLI SIGURDSSON
Þetta er nú þriöja blaðið, sem við gefum út
í vetur. Tvö fyrri blöðin fjölrituðum við sjálf-
ir, en þar sem margar orsakir lágu til þess, að
frágangur þeirra varð ekki sem beztur, aðal-
lega vegna þess, hve slæmur pappírinn var,
tókum við núna upp þá nýbreytni að láta
prenta það. Það varð að vísu allmikill kostn-
aður við það, en við höfum fengið pappír og
stensla ókeypis í hin blöðin, svo okkur finnst,
að fært sé að vanda til þessa síðasta blaðs
skólaársins á kostnað hinna.
Eins og oft vill við brenna í félagslífi, hef-
ur vinnan við að koma út þessum blöðum að-
eins lent á örfáum mönnum. Ritnefndin hefur
staðið á biðilsbuxum eftir efni í allan vetur,
og að vísu hafa margir brugðizt vel við, og
látið af hendi rakna oftar en einu sinni. En
hinsvegar vissum við, að margir sátu hjá, sem
jafnvel betur gátu en hinir. Sá félagslegi van-
þroski að láta allt, sem þarf til að halda
uppi félagslífi, koma niður á örfáa menn, og
skella svo skuldinni á þá ef illa fer, er ekkert
einsdæmi hér í skólanum. En þaö er einmitt
í Samvinnuskólanum, sem mönnum ætti að
vera öll samvinna svo kær, að allir beri byrð-
arnar sameiginlega, því margar hendur vinna
létt verk.
Skólastjórinn, hr. Jónas Jónsson, og Sig-
ríður Ingimarsdóttir kennari hafa í þetta sinn
lagt hönd á plóginn með okkur, og var þó ekki
út leitað viðfanga vegna þess, að eigi væri
gnótt inni fyrir, svo sem hjá Gunnari á Hlíð-
arenda forðum, heldur var það til að prýða
blaðið sem verða mætti. Þá hefur Jónas
Kristjánsson kennari lagt okkur lið með því
að lesa yfir handrit.
Að lokum vill ritnefndin þakka þeim, er
stutt hafa að útgáfu blaðsins, og óskar mönn-
um árs og friðar.
Verkefni æskumanns
Hver kynslóð í landinu fær ný verkefni. Og
dómurinn um hverja kynslóð fer eftir því,
hversu vel tekst að leysa aðkallandi vanda-
mál. Sennilega er á hverjum tíma jafnmikill
þróttur í því fólki, sem uppi er í landinu.
Hins vegar munar mjög miklu á afköstunum.
Sumar kynslóðir eru atorkusamar. Aðrar mjög
athafnalitlar. Að líkindum er gæfa hverrar
kynslóðar fólgin í því að erfa stór og erfið
viðfangsefni. Erfiðleikarnir einir knýja menn
fram til stórvirkja og dáða.
Á síðari öldum hafa tvær kynslóðir afkast-
að mestu verki. Fjölnismenn og Jón Sigurðs-
son vöktu íslendinga, lögðu grundvöll að
þjóðlegum bókmenntum og pólitísku sjálf-
stæði þjóðarinnar. Þar var við nóga erfið-
leika að etja. ísland var amt í Danaveldi, án
nokkurrar heimastjórnar. Danskir stjórnar-
hættir lágu eins og farg á þjóðinni, og höfðu
þjáð íslendinga öldum saman. En kynslóðin,
sem var ung 1830, leysti þessi verkefni með
miklum glæsibrag.
Næsta kynslóð, sem réði fram úr mörgum
vandamálum, var ung um síðustu aldamót.
Þá var vélaiðjan að teygja arma sína til fs-
lands. Hið forna gat ekki staðið í sömu spor-
um og áður. Menn fóru þá að sækja aflann
út á hafið með stórvirkum tækjum, bylta
óræktaðri jörð, reisa hús úr varanlegu efni,
leggja vegi, brýr og símalínur, koma á fót
sjúkrahúsum og skólum. Sú kynslóð fékk næga
erfiðleika og leysti mörg þýðingarmikil verk-
efni.
Kynslóðin, sem gekk út á leiksviðið um
1950, fær í einu erfið og merkileg viðfangsefni.
Þessvegna getur hún orðið stór af verkum
sínum. Hún fær í arf nýfengið frelsi, en ó-
tryggan fjárhag sökum stríðsáhrifa og gjafa
frá annarri þjóð. Meginhluti þjóðarinnar býr
nú í þéttbýli við sjóinn við margskonar tækni.
Meginverkefni unga fólksins er að verða
heppilegur tengiliður milli þess, sem var, og