Huginn - 01.04.1953, Blaðsíða 4

Huginn - 01.04.1953, Blaðsíða 4
4 H U □ I N N Ferð á Ólympíuleikana 1952 Ólympíuleikarnir eru upprunnir í Grikk- landi og voru aðalhátíð landsmanna. Má með- al annars sjá, hve miklar mætur Grikkir höfðu á þeim á því, að þeir miðuðu tímatal sitt við þá. Þeir féllu síðan niður um aldarað- ir, en voru endurreistir árið 1896 af frönsk- um barón, Pierri de Coubertin, sem barðist fyrir hugmyndinni, gerði hana að raunveru- leika, og að launum var hjarta þessa hug- sjónamanns grafið innan um forn mann- virki horfinna Ólympíuleika i Ólympíu í Grikklandi. Hann brúaði nær 16 alda bil for- tíðar og nútiðar með huga, hjarta og í verki. Fyrstu leikarnir voru haldnir í Aþenu, en síðan hafa þeir verið haldnir 15 sinnum. Þeir hafa yfirleitt farið fram í stórborgum og ver- ið mestu íþróttahátíðir, sem haldnar eru. Við íslendingar tókum fyrst þátt í Ólympíuleikj - um 1912 í Stokkhólmi og síðan hefur alltaf verið einhver þátttaka af okkar hálfu. Hinir 15. Ólympíuleikar fóru fram í Helsinki í Finnlandi nú í sumar. Finnar fóru þess á leit við íslenzku Ólympíunefndina, að sendir yrðu glímumenn til þess að sýna glímu með- an á leikunum stæði, en sem kunnugt er, eru ávallt einhverjar slíkar sýningaríþróttir í sam- bandi við leikana. íslendingar fóru fram á að sýna glímu í sambandi við leikana í London 1948, en var þá synjað, því Bretinn taldi hina glæsilegu erfðaíþrótt fornnorrænna víkinga ekki taka fram hundakeppnum og boltaleikj- um. ÁKveðið var, að 12 glímumenn skyldu fara undir stjórn hins snjalla glímumanns og íþróttakennara Þorgils Guðmundssonar frá Reykholti. Ég var svo lánssamur að vera einn af þeim útvöldu. þess, sem er að koma. Þó að efnalegur arfur fyrri alda sé lítill, er hinn andlegi arfur mik- ill. Ekkert verðmæti má glatast, ef unnt er að bjarga því. Og það nýja þarf að samhæfast. Nýjar skyldur koma. Hér þarf að vera lög- regla til að halda friði í landinu og vopnað- ur liðsafli íslenzkra manna, ef her þarf til að verja frelsið. Það þarf að byggja traust heim- ili, þar sem börn njóta skjóls, og veita skjól að sínu leyti. Skólakerfið má ekki ofbjóða eða Við leggjum af stað flugleiðis að kvöldi hins 16. júlí, og eftir 6 tíma flug lendum við á Stavanger-vellinum í Noregi. Þar stönzum við í hálfan tíma, en síðan er feröinni haldið á- fram til Helsingfors. Þangað komum við að morgni þess 17. júlí. Á móti okkur tekur hinn góðkunin íslandsvinur Erik Jurantto, ræðis- maður íslands í Helsinki. Með okkur glímu- mennina^sr farið í gríðar stóran nýtízku skóla, sem mun vera sá stærsti sinnar tegundar á Norðurlöndum. Skólinn stendur á hæð í út- jaðri borgarinnar. Umhverfi hans er mjög fallegt, þar er sundlaug og glæsilegt íþrótta- svæði til afnota fyrir nemendur. Fyrstu tveim dögunum eyðum við í að skoða borgina, sem er mjög snyrtileg og falleg og ber greinilega vott um gott skipulag og stjórn- semi. Hin mikla stund nálgast. Laugardagurinn 19. júlí rennur upp. Veður er milt, en drunga- legt. Um klukkan 12 falla fyrstu droparnir úr lofti, en hálftíma seinna er komið þrumu- veður. Klukkan 12,45 er hvert sæti við hinn glæsilega leikvang setið, en þau eru 70 þús- und að tölu. Fyrir utan standa þúsundir manna, sem reynt hafa frá því snemma um morguninn að ná í miða og jafnvel gengið svo langt að bjóða margfalt verð fyrir þá. Klukkan 1 byrja þjóðirnar að ganga inn á völlinn, eftir stafrófsröð, þó með þeirri und- antekningu, að Grikkir ganga fyrstir, en Finnar síðastir. Þegar þjóðirnar voru allar komnar inn á völlinn, mynduðu fánaberarn- ir hálfhring fyrir framan ræðustólinn. Gekk nú fram hinn aldraði forseti Finna, Paasikivi, og lýsti þessa 15. Ólympíuleika setta og um leið var Ólympíufáninn dreginn að hún. í þreyta þjóðina. Æska hverrar kynslóðar þarf að halda áfram að vera fróðleiksfús, og þrá að lesa bækur og dást að öllu, sem fagurt er í náttúrunni, listum og bókmenntum, sam- fara því, að menn vinna fyrir daglegu brauði. Alexander tárfelldi af því að hann hélt að faðir hans hefði unnið alla hugsanlega sigra. Æskan frá 1950 getur gengið glöð út í bar- áttuna, fullviss um, að hún muni vinna marga glæsilega sigra. J. J.

x

Huginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Huginn
https://timarit.is/publication/1602

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.