Huginn - 01.04.1953, Page 8

Huginn - 01.04.1953, Page 8
I DOROTHY PARKER: 8 H U E I N N íí/lohjfumjiawkar Dúr, moll: (with expression eftir vild og þörfum). Noh, þar hringir helv. . . ég tek viðbragð og reyni að teygja mig í hana, þar sem hún stend- ur á borðinu, — sem kvöldið áður hefir verið sett á nákvæmlega útreiknaðan stað, með til- liti til þess, að ég aðeins nái í hana, — en djöf... of langt. Jæja, ég hafði nú samt af að gefa henni stuð í skallann og hún þagnar, merkilegt nok. A-ah éld maður fái sér einn beauty blund svo sem fimm —-------fari nú allir hundar í .... vantar hana þá ekki tíu mínútur! Framúr með það sama, sokkana, djöf... . hvar skyldi hinn nú vera? Einkenni- legt, hvað þessi grey virðast hafa gaman af útilegumannaleik einmitt, þegar maður hefur ekki tíma til að leika við þá! Nú, annar úthverfur, skítt með það, laga það seinna. Jæja, skyrtan, bindið í vasann, læt það á mig í næstu frímínútum. Þá eru það blessaðar elsku aumingja litlu djöfuls ... skruddurnar. Ég hlýt að geta galhoppað upp í skóla á fimm sex mínútum. Svona nú, þar kom að því að maður varð brjálaður. Ég sé ekki betur en vekjarann vanti fimm mínútur í sjö. Ja, nú er ég bara þó nokkuð hissa. Og úrið, jú, það er eins. Ég hef nú bókstaflega aldrei á allri minni hunds- og kattaræfi heyrt nokkurn tala um, að nokkur hafi nokkurn tíma heyrt um eða lent í nokkru, sem líkist þessu hið minnsta, svo ég hugsa með mér, að hér sé ærið rannsóknarefni, og byrja að fást við vandamálið. Hvað kemur í ljós? Blessað litla fallega sæta sigurverkið mitt hefur þá alls ekki látið sína klingjandi rödd hljóma í ó- tíma, heldur hefur þetta verið vekjaragarm- urinn hjá pakkinu hinum megin við þilið! Ég tek brosandi í hendina á sjálfum mér, sendi klukkunni minni fingurkoss, býð ljósakrón- unni góðar nætur og bý mig undir að klára síðasta hálfa drauminn á hálftíma. Spörri i sjómannaskólanum. BOÐIÐ, UPP I aanó „Já, auðvitað, mín er ánægjan.“ Mig langar ekkert til þess að dansa við hann. Mig langar ekki til þess að dansa við neinn, sízt af öllum við hann. Hugsið ykkur, fyrir hálftíma var ég einmitt að vorkenna stúlkuvesalingnum, sem hann var að dansa við. Og nú stend ég í sporum þessarar vesalings stúlku. Þarna sat ég eins og sakleysið uppmálað og gerði engum mein, — og svo kemur hann allt í einu, bros- andi út að eyrum og allur á hjólum af ein- tómri kurteisi og dæmir mig til þess að dansa við sig marzúrka. Hvers átti ég að gjalda? Hvað getur maður sagt, þegar manni er boðið upp i dans. 'Nei, þakka yður fyrir, fyrr vildi ég sjá yður hjá fjandanum sjálfum — eða — ó, mér væri það sönn ánægja — en ég er í þann veginn að taka léttasóttina. — Nei, ég gat ekki sagt neitt af þessu — ég varð að segja: Jú, takk, mín er ánægjan. „Nei, ég held annars, að þetta sé frekar vals. Er það ekki? Ættum við ekki að hlusta á músíkina augnablik. Jú, það er vals. Sama! Auðvitað er mér sama, það væri svo gaman að dansa vals við yður!“ Gaman að dansa vals við yður, ja, gaman! Mér þætti gaman að láta taka úr mér háls- kirtlana, gaman að lenda í eldsvoða á skipi úti á rúmsjó. Ja, gaman!!! Jæja, það er of seint að iðrast eftir dauðann. Ó, Jesús minn! Þetta er jafnvel verra en ég hélt. Ég er samt fegin, að ég vakti athygli hans á því, að þeir væru að leika vals þarna í hljómsveitinni. Hamingjan má vita, hvað gerzt hefði, ef hann hefði haldið áfram í þeirri trú, að það væri einhver stökkdans. Við hefðum sparkað veggina úr húskofanum. Hvers vegna þarf hann alltaf að hafa býfurn- ar einhvers staðar, þar sem þær eiga ekki að vera? Það er þessi eilífi hraði, hraði, hraði — bölvun nútimalífsins. Þess vegna erum við öll svona — ó, ó, ó, í guðs bænum, sparkaðu ekki svona í mig, asninn þinn — ég hefi

x

Huginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Huginn
https://timarit.is/publication/1602

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.