Huginn - 01.04.1953, Side 13
H U G I N N
13
honum var farið aö þykja vænt um, — að
minnsta kosti ekki strax. Hún skyldi dvelja
áfram í París, hann mundi hjálpa henni.
Hann átti mikils megnuga vini, er áttu bóka-
útgáfu og þeir gáfu meðal annars út sál-
fræðileg skrif; við þá ætlaði hann að tala.
Tveim dögum síðar var málið útkljáð. Sylvía
átti að skrifa fjölda greina fyrir bókaútgáf-
una og hafði föst laun 3000 franka á mán-
uöi. Hún hafði frjálsar hendur hvað efnisval
snerti, en greinar hennar skyldu helzt fjalla
um læknisfræðilega sálfræði og andlega
heilsufræði. Jaques þurfti því miður að fara
burtu um nokkurt skeið til að heimsækja
móður sína heima í Belgíu. Þann 26. júlí skrif-
aði hann henni frá Bruxelles, að móðirin hefði
verið flutt á spítala vegna lífshættulegrar lim-
lestingar, er hún varð fyrir í bílslysi.
í febrúar næsta ár sagði hann henni, að
hann hefði ákveðið, í samráði við belgíska
blaðasambandið, að verða fréttaritari þess í
Ameríku. Sylvía neyddist því til að fara heim
í veg fyrir hann, því hann ætlaði fljótlega að
koma á eftir. En það kom brátt í Ijós, að
Jaques átti erfitt með að fá landvistarleyfi
og varð brátt fullviss um, að hann fengi ekki
ferðaleyfi til Bandaríkjanna. Þau höfðu sí-
fellt haft skeytasamband með sér, á meðan
hann var að reyna að fá leyfið.
Sylvía var svo í þann veginn búin að sætta
sig við, að hann kæmi aldrei. Hún hafði nú
fengið stöðu við Velferðarstjórnardeildina í
Brooklyn. En Jaques kom þó seint um síðir til
New York í september 1939 eða örfáum dög-
um eftir að síðasta heimsstyrjöld skall á.
Jaques hafði fengið sér annað nafn og kall-
aði sig nú Frank Jackson. Hann sagði Sylvíu,
að ástæðan til þess væri sú, að hann yrði ann-
ars sem belgískur borgari kallaður heim og
þá hefði hann aldrei sloppið til U. S. A. Það
var af ást til hennar, að hann hafði tekið sér
annað nafn og borgað 3500 dollara fyrir fals-
aðan kanadískan passa. Hann var því neydd-
ur til að fara varlega.
Þegar hann skipti um nafn, varð hann
einnig að skipta um lífsstöðu. Hann var hætt-
ur að skrifa. Sylvía gleypti söguna hráa og
sætti sig við, að hann væri nú kaupsýslumað-
ur og sendi bandamönnum bráefni; það voru
nógir peningar í því fyrirtæki, sagði hann.
í október sama ár fór hann til Mexíkó-
borgar. Hann skrifaði henni mörg ástarbréf
og sagði henni, að hann væri mjög einmana
og bað hana að koma, því hann gæti ekki án
hennar verið, og nú græddi hann svo vel, að
hann gæti séð fyrir þeim báðum.
í janúar 1940 tók svo Sylvía þriggja mán-
aða frí og flaug til Mexíkó. Þau voru mjög
hamingjusöm yfir að vera nú aftur saman.
Systir Sylvíu vann stöðugt fyrir Leon Trot-
zky og margir af vinum hennar tóku á móti
henni tveim höndum.
Sylvía kynnti unga manninn sinn fyrir
þeim öllum. í marz varð hún að fara aftur
til starfa sinna í Brooklyn, en gerði allt sem
í hennar valdi stóð til að halda við samband-
inu við hina mörgu vini, sem hún hafði eign-
azt í Mexíkö. Einkum vildi hún halda nánum
kunningsskap við Rosmers-hjónin, sem höfðu
gegnt nokkru hlutverki í franska kommúnista-
flokknum. Þau höfðu seinna flutt burtu og
voru nú í nánum kynnum við Trotzky.
Rosmers-hjónin bjuggu meira að segja hjá
honum.
Þegar Frank Jackson — sem nú var nefnd-
ur svo — heyrði, að Rosmers-hjónin áttu að
ferðast frá Vera Cruz til Frakklands og að
frú Trotzky vildi gjarnan fylgja þeim til
skips, bauð hann þeim að aka þeim til Vera
Cruz og var það þegið með þökkum. Þau áttu
að hefja ferðina þann 28. maí, en þann 24.,
nokkrum tímum fyrir miðnætti, var ráðizt á
verðina við hús Trotzkys af þrjátíu mönnum
í mexíkönskum einkennisbúningum, undir
stjórn foringja í ofurstabúningi. Einn af líf-
vörðunum, Robert Sheldon Harte, var neydd-
ur inn í bíl. Maður með vélbyssu var settur
við innganginn og síðan var skotið í gegnum
alla gluggana. Trotzky og kona hans stukku
fram úr rúminu og földu sig. Þau heyrðu hóp
manna ryð.iast inn í svefnherbergið, þar sem
þeir sáldruðu skotum úr hríðskotabyssu yfir
rúmið, en síðan héldu þeir á braut, auðsjá-
anlega vissir um að hafa gert upp við Trotzky
og frú hans að fullu. Bílnum var ekið á
braut, en hinn burtnumdi Robert Harte
fannst dauður um morguninn. Þessi leyndar-
dómsfulla árás komst aldrei upp.
Fjórum dögum eftir morðtilraunina ók
svo vinur Sylvíu Rosmershjónunum og frú
Trozky til Vera Cruz. Hann kom til hússins
nokkru fyrr heldur en ráð var fyrir gert, svo
að honum var boðið til morgunverðar með
fjölskyldunum. Það var í fyrsta sinn sem hann
heilsaði Trotzky persónulega — þessum
manni, sem var samherji Nikolai Lenins og