Huginn - 01.04.1953, Side 16

Huginn - 01.04.1953, Side 16
16 H U □ I N N Fréttapistlar úr Samvinnuskólanum Það má til tíðinda telja, að sú nýbreytni var tekin upp mánudaginn 9. marz, að menn komu saman og spiluðu framsóknarvist eða félagsvist og bar sigur úr býtum Árni Jóns- son, sem náttúrlega er í deild A-l. Á eftir var dansað og léku þeir Sveinn Hafberg og Gunn- ar Á. Jónsson fyrir dansinum. Gestir voru all- margir og samkoman hin virðulegasta. Negra- dansar sáust alls ekki og togleðurs-jórtri var mjög í hóf stillt. Pétur Rögnvaldsson heiðr- aði samkomuna með nærveru sinni. Fundur var haldinn í skólafélaginu nýlega og var rætt um væntanlegt vorferðalag. Pét- ur Rögnvaldsson hafði framsögu um málið og hafði mörg orð þar um, með tilheyrandi bægslagangi og handsveiflum. Eftir málþóf mikið var skipuð nefnd til að taka á móti og vinna úr tillögum um málið. Bárust henni alls þrjár tillögur um ferðalagið, þar af var ein viðvíkjandi 5 daga ferðalagi til Akureyr- ar og fylgdi henni nákvæm kostnaðaráætlun, en sá galli var á henni, að margfalda þurfti upphæðina með tveim eða meira til þess að hún gæti staðizt, en þá var hún orðin þrisvar sinnum hærri en ferðalagsssjóðurinn. Höf- undur tillögunnar er í deild A-2, sem vænta má. Þá kom fram tillaga um ferð til Stykkis- hólms og Breiðafjarðareyja og Snæfellsness. Einnig var önnur tillaga, sem næstum var eins, nema gert var ráð fyrir að fara að Stað- arfelli í Dölum í staðinn fyrir Snæfellsnes. Gert var ráð fyrir að halda ball að Staðar- felli og í Stykkishólmi og jafnvel að æfa einhver smá-skemmtiatriði, en Ragnheiður taldi þá Hólmara ekki vera uppnæma fyrir andi, og var rokinn burtu um leið aftur. Ég var nú orðinn uppfullur af leiðindum út að borðinu til að kæla sig. ,,Þú færð að splæsa heim í rúm og sofnaði fljótlega. Um það leyti er fyrsta dagsskíman var að brjótast inn um gluggatjöldin, læddist Bjössi inn í herbergið. Ég vaknaði við marrið í hurð- inni. „Hvernig gekk?“ spurði ég svefndrukk- inni röddu. „Svona,“ svaraði hann seint og dauflega, „— — Hvar á ég að bjóða þér í kaffi á morgun?“ - — S. J. slíkum hégóma. Þá skyldi fara með bát út í eyjar ef veður leyfði. Síðarnefnda tillagan var samþykkt á fundi eftir miklar umræður milli þeirra, sem vitrir voru fyrirfram og einhvers sem var vitur eftir á. Hr. kaupfélagsstjóra, Magna Reyni Magn- ússyni, var opinberlega veitt viðurkenning fyrir óeigingjörn störf í þágu kaupfélagsins og skólafélagsins. Þótti hann vel að heiðrinum kominn. Það hefur þó verið til vonbrigða fyrir ýmsa sportidíóta innan skólans, að ekki hafa feng- izt heilhveitivínarbrauð í kaupfélaginu að neinu ráði í vetur, og reikna þeir með held- ur minni afrekum í sumar fyrir bragðið. Vín- arbrauðin hafa kostað eina krónu í vetur hjá Magna, en ýmsir telja það einni krónu of mikið. „Landskeppni“ í frjálsum iþróttum fór fram milli deildar A-1 og A-2, sunnudaginn 1. marz, í skála KR í Kaplaskjóli. Keppt var í þrem greinum og urðu úrslit sem hér segir: Kúluvarp: 1. Guðjón B. Ólafsson A-1 ........ 14,33 m 2. Ólafur Þórarinsson A-2 ........ 14,21 — 3. Ásgeir Þ. Óskarsson A-1 ....... 13,35 — 4. Einar Einarsson A-2............ 10,52 — Stig fyrir kúluvarp: A-l:7, A-2:4. Hástökk með atrennu: 1. Gunnsteinn Karlssson A-1 ....... 1,65 m 2. Ólafur Þórarinsson A-2 ......... 1,60 — 3. Einar Einarsson A-2............. 1,50 — 4. Guðjón B. Ólafsson A-1 ......... 1,50 — Stig fyrir hástökk: A-l:6, ,A-2:5. Langstökk með atrennu: 1. Guðjón B. Ólafsson A-1 ......... 5,85 m 2. Gísli Sigurðsson A-1 ........... 5,83 — 3. Ólafur Þórarinsson A-2 ......... 5,20 — 4. Einar Einarsson A-2 ............ 5,06 — Stig fyrir langstökkið: A-l:8, A-2:3. Stig alls: A-l: 21, A-2: 12. Mótið var hið ánægjulegasta og árangur fremur góður, en þátttaka var í daufara lagi

x

Huginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Huginn
https://timarit.is/publication/1602

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.