Huginn - 01.04.1953, Qupperneq 19
HUGINN
19
Sem kólfi skotið
Það var síðla dags, að ég var að fá mér
morgungöngu. Gekk ég þá framhjá íþrótta-
vellinum á Melunum, og sá Pétur Rögnvalds-
son þar á göngu. Var hann að virða fyrir sér
mannvirki þau, sem hann hafði unnið að
síðastliðið sumar. Dettur mér þá i hug, að
helztu æviatriði þessa merkilega og sérkenni-
lega manns ættu það skilið að klínast í prent-
svertu. Reyni ég að nálgast Pétur, en gengur
það illa, því að hann er hugsi og stígur stór-
um. En með dugnaði mínum og kænleik
heppnast mér það að lokum. Pétur rekur upp
stór augu, þegar hann sér mig svona nálægt
íþróttavellinum. Jæja, ég segi honum frá er-
indi mínu og tekur hann allvel í það. Sett-
21. DxRd2 BxBd2
22. DxBd2 HxHf4
23. HxHf4 bxHf4
24. bxc5 D-a5
Hótar máti með D-el eða peðsvinning og
svartur hefur léttari stöðu.
25. a-3 H-f8
26. Hxf8 KxHf8
27. K-f2 g-6
28. K-e2 D-b5
Tapleikur svarts, því hvítur verður á undan
með kónginn upp að peðunum.
29. DxDbö cxDb5
30. K-d3 K-e8
31. K-e3 K-d7
Svartur átti hiklaust að leika a-5 í 31. leik
og hann heldur sennilega jafntefli.
32. K-b4 K-c6
33. K-a5 h-5
Dauðateygjur hjá svörtum.
34. h-4 e-5
35. K-a6 exd4
36. exd4 K-c7
37. Kxa7 K-d7
38. K-b6 K-e6
39. Kxb5 K-f5
40. c-6 K-e4
41. K-c5 K-f4
42. c-7 K-g3
43. c-8 Kxh4
44. Kxd5 g-5
45. D-g4 M á t
ist ég á stein, sem þar var, og setti ritvélina,
sem ég hafði meðferðis, á hné mér, því að ég
vissi af fyrri kynnum mínum við Pétur, að
ekki dugði að hafa einungis blýant og blað,
þar sem maðurinn er sérstaklega hraðmælsk-
ur.
Ég byrja á því að spyrja Pétur hvar og hve-
nær hann sé fæddur.
„Ég er fæddur á Siglufirði, í bænum, sem
hefur bjargað þjóðarbúskapnum í fjölda
mörg ár, þann 22. apríl árið x (fæðingarári
haldið leyndu) á leiðinni til spítalans.“
„Hvaðan?“ spyr ég.
„Ég veit það ekki, því að ég fæddist ekki
fyrr.“
„Auðvitað," segi ég og roðna vegna þessar-
ar heimskulegu spurningar. Ég sé á þessu,
að Pétur er alveg óheimskur maður og læt-
ur óvitið ekki hlaupa með sig í gönur.
„Jæja, hve lengi varstu á spítalanum?“
„Þangað til ég var búinn að ná mér það
vel, að ég gat farið heim og þar var ég til
9 ára aldurs.“
„Hvað gerðirðu svo á sumrin?“
„Á sumrin var ég bílstjóri (með pottlok í
höndunum, ha?!) eða flæktist bara fyrir. Var
ég aðallega á síldarplönunum. Einu sinni
þótti yfirmanninum ég vera heldur til trafala
og barði hann mig, svo að mig sárkenndi til.
Tók ég þá saman allt mitt hafurtask og fór
til höfuðborgarinnar og hef átt hér heima
síðan.“
„í hvaða skólum hefurðu starfað?“ spyr ég.
„Fyrst var ég í barnaskóla, en brátt var ég
hækkaður í tign og var settur í Gagnfræða-
skóla Vesturbæjar.“
„Varstu þar allt skólaárið um kring?“
„Nei, nei, ég mátti ekki vera að því. Ég
þurfti að vinna eins og aðrir fullorðnir menn.
T. d. vann ég á Vellinum s.l. sumar.“ Þegar
Pétur segir Völlurinn, þá meinar hann auð-
vitað íþróttavöllinn.
„Hvað geturðu sagt mér af þeirri stöðu
þinni?“ spyr ég.
„Það er nú margt, maður. T. d. einu sinni
vildi ég fara að leika mér í sandhrúgu, sem
var þar. Þá kom verkstjórinn, en hann vildi
ekki neinn leikaraskap, tók í hálsmálið á
mér og buxnastrenginn og fleygði mér ofan
í skurð. Síðan hef ég aldrei flogið nema hug-
myndaflug.“
„Hvað skeði svo?“ spyr ég eftirvæntingar-
fullur.