Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1943, Page 9

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1943, Page 9
3 því i'é reiddi af, sem alið var upp eftir að mæðiveiki varð vart í stofn- inum, og hvort ekki finndust misnæmir fjárstofnar. Ritaði liann um þær athuganir í Búnaðarritið 52. árg'. 1938. Veturinn 1938—1939 samdi sauðfjársjúkdómanefndin við þann er þetta ritar, í samráði við Búnaðarfélag Islands, að halda áfram rann- sóknum þeim, sem Guðm. Gjslason læknir liafði byrjað á. Guðxn. Gíslason hafði tekið til athugunar fjárstofna á 14 hæjum í Reykholtsdal og nærliggjandi sveitum. Auk þess, sem haldið var áfram að fylgjast með heilsufari og afdrifum fjárins á þessum bæjum, var einnig' hafizt lianda með hliðstæðar athuganir á fé á 32 bæjum í Mið- firði í Vestur-Húnavansýslu. Hefur síðan árlega verið gefin skýrsla, ásamt greinargerð, um athuganir þessar. (Freyr 6. tbl. 1939, 7. og 8. bl. 1940, 6.-7. tbl. 1941 og 8.-9. sbl. 1942.) í ársbyrjun 1941 höfðu athuganir þessar meðal annars leitt það i Ijós, að allt benti til þess, að fjárstofnar hjá sumum bændum væru mun mótstöðumeiri gegn mæðiveikinni en hjá öðrum. Taldi þá sauðfjársjúk- dómanefndin, og sömuleiðis Búnaðarþing, nauðsynlegt að hefja hlið- stæðar rannsóknir á þessu um allt mæðiveikisvæðið, bæði til þess að fá úr því skorið, með athugunum á mun fleira fé en áður, hvort fjár- stofnar væru mjög' misnæmir fyrir veikinni, og fá vitneskju um hjá hverjum féð reyndist hraustast. Jafnframt kæmi belur í ljós en til þessa, hvort vanhöld af völdum veikinnar færu minnkandi, eftir því sem hún væri lengur í fjárstofninum. Var strax hafist handa með þessar rannsóknir og hafa þær nú verið framkvæmdar í tvo vetur. Hér fer á eftir skýrsla um rannsóknir þessar, en það skal tekið fram, að það verður að skoðast bráðabirgðaskýrsla og niðurstöðurnar fremur vísbending en vissa. Þessum rannsóknum þarf að halda áfram nokkur ár enn, áður en fullkomlega má treysta þeim niðurstöðum, sem fást. En talið var rétt að birta nú þessa bráðabirgða- skýrslu og' reyna strax að hagnýta þær vísbendingar, sem rannsóknir þessar hafa þegar gefið. Rannsóknarefni og aðferðir. Það var ákveðið að taka til rannsóknar allt það fé, sem alið hefur verið upp á hverjum bæ á mæðiveikisvæðinu, eftir að mæðiveiki varð þar vart, nema i þorpunum, því að þar er aðeins mjög fát.t fé hjá hverj- um einstakling og' oflast lítið um kynfestu að ræða. Hreppsnefndum í öllum hreppum, þar sem mæðiveiki hafði orðið vart, var falið að sjá um, að allt fé, sem alið hefur verið upp á hverjum bæ, eítir að veikin hafði gert vart við sig í slofninum, væri aldursmerkt þannig, að ávallt mætti sjá hvaða ár hver kind væri fædd. Svo var

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.