Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1943, Page 13

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1943, Page 13
7 er, enda er á skýrslum úr einstöku sveituin varla nokkur kind talin hafa gengið úr tölu af öðrum orsökum en mæðiveiki. Á töflunum II a.—II k. er svnt í hverri sýslu fyrir sig og á mæðiveiki- svæðinu í heild, hve mörg % af ánum hafa farizt úr mæðiveiki, frá því þær voru lömb til 1. jan. 1942, af hverjum árgangi í öllum flokkum, en heimilin eru hér flokkuð eftir því á hvaða ári mæðiveikinnar varð fyrst vart í fénu. Austur-Húnavatnssýsla. Tafla II a. sýnir niðurstöðurnar í Austur-Húnavatnssýslu. Þar virð- ist draga nokkuð úr vanhöldunum, eftir því sem veikin er lengur í fjár- stofnunum. Af ánum, sem fæddar eru 1940 og voru því á 2. vetri 1. jan. 1942, hefur drepizt mun minna á þeim heimilum, sem fengu veikina 1936 og 1937 en á heimilum, sem fengu hana 1939 og 1940. Á bæjum, sem veikin kom á 1936, voru 5,8% af ánum á 2. v. dauðar úr mæðiveiki 1. jan. 1942, en 16,2% eða ca. þrisvar sinnum fleiri af jafngömlum ám á hæjum, sem veikin kom á 1940. Af ánum, sem fæddust 1939, voru dauðar úr mæðiveiki 1. jan. 1942, 16,5% á bæjum, sem veikin kom upp á 1936, en 33,7% eða helmingi fleiri á bæjum, sem veikin kom á 1939. Lítill munur er á vanhöldum í ánum, sem fæddust 1938, en þó er að- eins meira af þeim dautt á bæjum, sem veikin kom upp á 1938 en 1936. Haustin 1936 og 1937 var svo fátt af lömbum alið upp á lieimilum, sein veikin kom til þau sömu ár, að ekki er mikið mark takandi á iit- komunni á þvi fé. Vestur-H únavatnssýsla. Tafla II b. sýnir, hvernig unga fénu hefur reitt af í Vestur-Húnavatns- sýslu. Af ám á annan vetur, f. 1940, var mun fleira dautt á bæjum, sem veikin kom til 1939 og 1940, en á bæjum, sem veikinnar varð vart á 1936 og 1937. Hliðstæð útkoma er á ánuin á 3. vetri, l'. 1939. Af þeim voru 18,1% dauðar á bæjum, sem veikinnar varð vart 1936, en 28,8% á bæjum, sem veikin kom á 1939. 28,6% var dautt af ánum f. 1938 á bæjum, sem veikin kom til 1936, en 38,9% hjá þeim, sem fengu veikina í stofninn 1938. Sýnir þetta, að vanhöldin í V.-Húnavatnsýslu minnka nokkuð, eftir því sem lengra líður frá því að veikin kom í fjárstofnana. Dalasýsla. í Dalasýslu voru vanhöldin af völdum mæðiveiki minni, en í Húna- vatnssýslunum (Tafla II c.). Af jafngömlu fé var mun meira dautt því síðar, sem veikin kom í stofninn. Virðast því vanhöld af völdum mæðiveiki í Dalasýslu fara minnkandi, eftir því sem veikin er lengur í stofninum.

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.