Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1943, Side 16

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1943, Side 16
10 Þetta sýnir að á þriðja aldursárinu fara mæðiveikivanhöldin mjög vaxandi yfirleitt en eru þó mun rninni í því fé, sem alið hefur verið upp 2—3 árum eftir að veikin kom í fjárstofnana, en í því fé, sem alið er upp sama ár og veikinnar verður vart. Ærnar, sem fæddust 1938. Haustið 1938 voru miklu færri lömb alin upp en haustin 1939 og 1940. Á bæjum, sein veikinnar varð vart á 1936 voru 4240 gimbrar aldar upp haustið 1938. Af þeim var 39% talið dautt úr mæðiveiki 1. jan. 1942. En af 3591 á, sem alin var upp sama haust á heimilum, þar sem veik- in kom í ljós 1937, var 33,1% dautt úr mæðiveiki 1. jan. 1942 og' 33% var dautt á sama tíma af 1621, sem settar voru á haustið 1938 á bæj- uin, þar sem veikinnar varð fyrst vart 1938. Þessar niðurstöður sýna, að vanhöld af völdum mæðiveiki eru geig- vænleg' á fjórða aldursári fjárins. Enn fremur sýna þessar niðurstöður, að af þessum árgangi virðast hafa drepizt hlutfallslega fleiri ær á bæj- um, þar sem veikin kom 1936, en á bæjum, þar sem hún kom 1937 og 1938, og' er það gagnstæð niðurstaða miðað við árgangana frá 1939 og 1940. Þetta á orsök sína að rekja til hroðalegra vanhalda, á þessum ár- gangi, á bæjum, þar sem veikin kom upp 1936, í Mýra- og Borgarfjarðar- sýslum. 1 hinum sýslunum eru vanhöld á þessuin árgangi yfirleitt minni á bæjum, þar sem veikinnar varð vart 1936, en þar sem hennar varð vart síðar. Þetta gefur til kynna, að alls ekki er ástæða til þess að ætla, að yfir- leitt dragi úr niæðiveikivanhöldum á því fé, seiu alið er upp fyrstu tvö árin eftir að veikinnar verður vart í fjárstofnum, en úr því virðist óhætt að gera ráð fyrir, að nokkuð dragi úr vanhöldunum. En ekki virðist fyrst og fremst draga úr vanhöldunum af völdum mæðiveikinnar at’ því, að sjúkdómurinn réni, heldur fremur af því, að hjá sumum fjár- eigendum konia í 1 jós allhraustir stofnar, og eftir því, sem fé fjölgar út af þeim, dregur úr meðal vanhöldunum. Verður þetta fyrirbrigði rætt í næsta kafla. II. IvAF’LI Misnæmir fjárstofnar. Mæðiveikin hafði ekki geysað nema eitl til tvö ár, þegar einstaka bóndi fór að veita því eftirtekt, að minna drapst af sumum ættum í hjörð hans en af öðrum, þótt féð gengi saman, bæði í húsi og' högum. Sömuleiðis bar fljótt á því, að féð í heild virtist mun næmara á sum- um bæjum en á öðruin. Sumir bændur misstu því nær allt fé sitt á 1—2 árum, en hjá öðrum drapst 20-—30% á sama tíma o. s. frv.

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.