Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1943, Blaðsíða 19

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1943, Blaðsíða 19
Á þessum töflum sézt, hve mikill hluti af ásetlu fé af þessum stofn- um, í hverri sýslu og á mæðiveikisvæðinu í lieild, lenti í hverjum flokki, hve margt af því var lifandi 1. jan. 1942, hve margt var þá dautt af völdum mæðiveiki, og live margt hafði gengið úr tölu af öðrum orsökum. Þegar niðurstöðurnar á töflu III a. og töflu III b. eru bornar saman, sézt, að flokkunin og afdrif fjárins í hverjum flokki eru mjög ldiðstæð í stofnum, sem veikin kom í 1936 og 1937. Fæst er féð í I. flokki en flest í II. flokki, þó er þetta all misjafnt eftir sýslum. Yfirleitt er hlutfallslega fleira fé í I. flokki í A.-Húna- vatnssýslu og Dalasýslu en í Mýra- og Borgarfjarðar- og Árnessýslu. Bendir það til þess, að meira sé um allhrausta eða ónæmari fjárstofna í A.-Húnavatnssýslu og Dalasýslu en l. d. í Borgarfjarðarhéraði. Mikill munur er á vanhölduin af völdnm mæðiveiki í flokkunum. Er það sérstaklega sýnt í línuritunum A og B. Af ám fæddum 1940, á bæjum, þar sem mæðiveiki varð vart 1936 eða áður, voru 1. jan. 1942 dauðar úr mæðiveiki 2,3% í I. f 1., 4,4% í II. fl. og 10,5% í III. fl. (Tafla III a. og linurit A), og af jafngömlum ám á bæjum, þar sem veikin komu upp 1937, voru á sama tíma dauðar úr mæðiveiki 2,5% í I. fl„ 6,9% í II. fl. og 11,8% í III. fl. (Tafla III b. og linurit B). Voru því í báðum tilfellum meira en 4 sinnum meiri van- höld af völdum mæðiveiki á ám í III. flokki en í I. flokki, fram til tveggja vetra aldurs. Af ám fæddum 1939 voru dauðar 1. janúar 1942 af völdum mæði- veiki 10,9% í I flokki, 18,3% í II. flokki og 31,8% í III. flokki á bæjum, þar sem mæðiveiki varð vart 1936 og fyrr. Á sama tíma voru dauðar úr mæðiveiki, af jafnmörgum ám, á bæj- um, þar sem mæðiveiki kom upp árið 1937: 8,5% í I fl„ 20,0% í II. fl. og 34,4% í III. fl. Fram til þriggja vetra aldurs voru því þrisvar tii fjórum sinnum meiri vanhöld af völdum mæðiveiki á þessum ám í III. flokki en í I. flokki. Af ám fæddum 1938 voru 1. jan. 1942 dauðar úr mæðiveiki 18,8% í I. fl„ 39,7% í II. fl. og 50,1% í III. fl„ á heimilum, þar sem mæðiveiki varð vart 1936 og fyrr og 17,1% í I. fl„ 29,6% í II. fl. og 49,4% í III. fl. á bæjuni, sem mæðiveiki varð vart á 1937. Voru því vanhöldin á læssum árgangi meira en 2,5 sinnum meiri í III. flokki en í I. flokki. Af ám fæddum 1937 voru dauðar úr mæðiveiki 1. jan. 1942: 39,6% í I. fl„ 41,7% í II fl. og 68,7% í III íl„ þar sem mæðiveiki varð vart 1936, en 34,3% í I fl„ 36,1% í II. fl. og 60,2% í III. fl„ þar sem veikin kom upp 1937. Vanhöld af völdiun mæðiveiki á þessum ám lil 5 vetra aldurs voru því nærri helmingi meiri í III. flokki en i I. flokki. Hliðstæður muniir er einnig á vanhöldum í ám fæddum 1936 á hæjum, sem mæðiveiki kom upp á árið 1936, en tölum um árganginn, sem fæddur er 1936, er ekki fyllilega að treysta, eins og áður er vikið

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.