Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1954, Síða 5
Inngangur.
Hér á landi eru allmörg kartöfluafbrigði í ræktun, sem menn á ýms-
um tímum hafa flutt inn til reynslu í leit að nýjum uppskerumiklum
kartöflum. Önnur kartöfluafbrigði hafa verið flutt inn til matar í kart-
öflueklu, en síðan verið tekin til ræktunar af einstaklingum. Víða hefur
þessum afbrigðum verið haldið i hreinni ræktun árum saman og útsæðis-
úrval miðað við ákveðna eiginleika. Hafa því smátt og smátt valizt úr
afbrigði, sem hlotið hafa viðurltenningu og nafn, svo sem Rauðar ís-
lenzkar, Akranes-kartöflur, Bláar íslenzkar o. fl., en fjöldi annarra er enn
ónafngreindur. Liggur þar fólginn mikill efniviður til kartöflukynbóta.
Enda þótt margt kartöfluafbrigða sé til í landinu, liggja ekki fyrir
samanburðartölur á uppskerumagni þeirra, matargildi o. fl. nema að litlu
leyti. Má því búast við, að víða séu ræktaðar kartöflur undan afbrigðum,
sem flutt hafa verið inn af handahófi og engan rétt eiga á sér í íslenzkri
mold.
Það er hins vegar úrlausnarefni tilraunastöðvanna að rannsaka, hvaða
afbrigði eru hentugust til ræktunar, leita að árvissum kartöfluafbrigðum,
sem geta þolað veðurfar ákveðinna landsvæða og eru ónæm fyrir sjúk-
dómum, en gefa mikla uppslteru góðra, næringarríkra kartaflna, sem auð-
veldar eru til upptöku og góðar til geymslu. Til þess að fá fram slík kart-
öfluafbrigði er fyrst að leita í þeim efniviði, sem fáanlegur er í landinu
eða frá erlendum tilraunastöðvum og verzlunum, og rannsaka, hvort ekki
sé til afbrigði, sem fullnægir þessum settu kröfum. Sé slíkt afbrigði ekki
til, verður hins vegar að hefja hinar eiginlegu kynbætur með víxlfrjóvg-
unum, úrvali eða öðrum flóknari aðferðum.
Tilraunaefni.
Af hálfu Búnaðardeildar Atvinnudeildar Háskólans var hafizt handa
árið 1946 með söfnun hinna beztu afbrigða, er völ var á hjá nágranna-
löndum okkar og á einn eða annan hátt höfðu skarað fram úr að gæð-
um. Frá Statens Frökontrollanstalt í Stokkhóhni voru send 92 af-
brigði vorið 1946. Þessi afbrigði voru upprunnin frá ýmsum löndum,