Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1954, Page 8

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1954, Page 8
6 upplýsingar fengjust um mismunandi þunga uppskerunnar af hverri kartöflu, um leið og mismunur kæmi fram milli reita hvers stofns. Þeir útreikningar, sem gerðir voru á grundveíli tilraunanna, eru byggðir á þeirri tölfræði eða statistik, sem kennd er við Bretana Fisher og Yates, og tilraunirnar voru sömuleiðis lagðar út samkvæmt reglum þeirra. Útreikningarnir sjálfir skipta minna máli í þessu sambandi en árangrar þeirra, svo að þeim mun ekki nánar lýst hér. Stofnarnir, sem teknir voru með í uppskerumagnstilraunirnar árið 1949, voru valdir úr samkvæmt útreikningum á stærð kartaflnanna, fjölda þeirra og heildarmagni undir hverju grasi. Að þeir urðu jafn margir og raun varð á, orsakaðist af því, að of fáar kartöflur voru þá til af hverjum stofni.“ Sumarið 1950 var síðan breytt um fyrirkomulag þannig, að sett voru niður öll afbrigðin í þreföldum samreitum með 5 kartöflum í hverjum reit og eftir sem áður vegin uppskera undan 15 grösum, en tölufræðilegir útreikningar gerðir samkvæmt raðskipunarkerfinu. Við niðursetningu var haft 30 cm bil milli kartaflna og 60 cm bil milli beða eða um 55 þúsund kartöflur á hvern hektara og útreikningar á kg af ha. gerðir eftir því. Rannsóknir. Við val á nothæfu kartöfluafbrigði til almennrar ræktunar og neyzlu þarf meðal annars að taka til greina bragðgæði og útlit kartöflunnar, nær- ingargildi, ónæmi fyrir sjúkdómum, frostþol, geymsluhæfni, sprettutíma o. fl., en þó einkum uppskerumagn afbrigðisins í þeim landshlutum, þar sem ræktun skal framkvæmd. Leiða slíkar rannsóknir í ljós, hvort eitt- hvert afbrigði sé svo uppskerumikið, að taka megi það fram yfir annað viðurkennt söluafbrigði. Slíkar grundvallarrannsóknir hafa verið gerðar á framangreindum afbrigðum, og skal þeim nú lýst í einstökum atriðum. Uppskerumagn. í eftirfarandi töflu er árleg uppskera á hektara birt fyrir hvert afbrigði, sem ræktað var í tilrauninni, og aftan við þær tölur eru uppskeruhlut- föll afbrigðanna miðuð við Eyvind sem 100. Síðan er birt meðaluppskera hvers afbrigðis á hektara öll árin ásamt meðaluppskeruhlutföllum og að lokum % smælki, sem er hundraðshluti af þyngd þeirra kartaflna af upp- skeru afbrigðisins, sem falla í gegnum 30 mm sáld. Elcki hafa öll afbrigðin verið jafnmörg ár í tilrauninni, en þeim verið fjölgað eftir því sem leið á tilraunina. í þessari skýrslu þótti ekki rétt að taka með afbrigði, sem hafa verið skemur en tvö ár til reynslu.

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.