Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1954, Qupperneq 9

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1954, Qupperneq 9
7 Séu teknar til athugunar uppskerutölur töflu 2, sést, að verulegur munur varð á uppskeru afbrigðanna innbyrðis og sömuleiðis hinna mismunandi ára, sem aðallega orsakast af flutningi tilraunanna milli stöðva, sem og mismunandi jarðvegi og veðurfari. Meðaluppskera fyrstu 97 afbrigðanna fyrir hvert ár, sem birt er neðst í töflu 2, sýnir einnig gjörla, að uppskeran var breytileg frá ári til árs. Þrjú fyrstu árin var uppskeran minnst árið 1948, sem er í fullu samræmi við töflu um meðal- hita hér að framan. Árið 1949 var meðaluppskeran nær helmingi meiri og batnaði enn árið 1950. Síðan komu tvö ár með fádæma lítilli sprettu. OIli henni lágt hitastig aðalsprettutímans og óvenjumiklir þurrkar, en þar við bættist, að haustfrost komu snemma og felldu allt gras. Var jarð- vegurinn, sem notaður var, illa fallinn til kartöfluræktunar í slíku ár- ferði, og kemur þetta allt fram á uppskerunni. Sumarið 1953 var afar gott til kartöfluræktunar um allt land og gaf góða uppskeru, sbr. töflu 2, þótt hvergi sé þar um metuppskeru að ræða, enda var garðurinn ungur og áburður aðeins í meðallagi. Enda þótt uppskera mismunandi ára væri þannig allmisjöfn, hafa út- reikningar á einstökum samanburðartilraunum hvers árs sýnt, að skekkja tilraunarinnar var hvergi það mikil, að ekki væri þess vegna unnt að leggja þær tölur til grundvallar frekari útreikningum. Árið 1948 reyndist aðeins eitt afbrigði (Ostbote) betra en Eyvindur, en munurinn var ekki það mikill, að hann gæti talizt raunhæfur. Skýrir Áskell Löve (1950) frá þessu í skýrslu sinni til deildarinnar. Árið eftir reyndist aðeins afbrigðið Green Mountain uppskerumeira en Eyvindur, en sá munur var ekki heldur raunhæfur. Árið 1950 bættust í tilraunirnar nokkur góð afbrigði. Það ár urðu 42 afbrigði uppskerumeiri en Ey- vindur, en munurinn varð aðeins raunhæfur á 8 þeirra í 95% tilfella. Árið 1951 gaf Eyvindur hlutfallslega litla uppskeru, enda er afbrigðið fremur seinþroska. Þetta ár gáfu 49 afbrigði meiri uppskeru en Eyvindur, og var uppskerumunurinn raunhæfur á 24 þeirra. Árið 1952 gaf Ey- vindur hins vegar hlutfallslega meiri uppslteru með aðeins 18 afbrigði uppskerumeiri og 6 þeirra með raunhæfan mun. Síðasta árið reyndust 40 afbrigði aftur á móti uppskerumeiri, og var munurinn það mikill á 8 þeirra, að hann reyndist raunhæfur í 95% tilfella. Öll afbrigði, sem eitthvert ár hafa gefið svo mildu meiri uppskeru en Eyvindur, að munurinn sé raunhæfur, eru til aðgreiningar prentuð með skáletri í töflu 2, og af meðaluppskerudálki afbrigðanna sést, að þau eru 30 talsins. í dálknum sést einnig, að mörg þessara afbrigða hafa minni meðal- uppskeru en Eyvindur, þótt í eitt eða fleiri ár hafi uppskera þeirra verið raunverulega meiri, sem orsakast af því, að árferði hefur mismunandi áhrif á uppskerumagn einstakra afbrigða. Nokkur önnur afbrigði gáfu meiri meðaluppskeru en Eyvindur, þótt munurinn reyndist óraunhæfur öll árin. Til þess að rannsaka, hvaða afbrigði væru raunverulega uppskeru- meiri en Eyvindur ákveðinn árafjölda, voru teknar uppskerutölur þeirra afbrigða, sem prentaðar eru með skráletri í töflu 2, og reiknað með sveiflu-

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.