Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1954, Qupperneq 19
17
hennar, að allt að helmingsmunur getur verið á raunverulegum nytjum
afbrigðanna.
Til þess að afla vitneskju um raunverulegt notagildi afbrigðanna var
því reiknað út sterkju- og þurrefnismagn þeirra á hektara lands. Er
sterkju- og þurrefnismagn uppskerumestu afbrigðanna birt í töflu 5, og
er afbrigðunum raðað þar eftir sterkjumagni.
Tafla 5.
Sterkju- og þurrefnismagn 17 afbrigða í kg pr. ha.
The amount of starcli and dry matter of 17 varieties in kg pr. ha.
Afbrigðl Nr. Sterkja Þurrcfni
variety starch dry matter
kg/ha kg/ha
Sequoia 131 4541 7268
Kennebec 120 4436 6261
Eigenheimer II 13!) (4424)i) (6646)
Bintje II 141 (4346) (6098)
Ófeigur .. 140 (4329) (5001)
B 73—3 USDA 101 4177 5957
Ben Lomond 21 4139 5813
Ostbote 1 3980 4686
Flava 17 3665 4818
Direktör Johanssen . . . 61 3500 5396
Furore .. 138 (3487) (6153)
Harbinger 64 3427 4954
Green Mountain II .... 96 3395 4904
Rauðar islenzkar 134 3365 5408
Fruhmölle 11 3340 5778
B G1—3 USDA 98 3310 4429
Eyvindur 10 3231 4489
Kemur þá í ljós, að Sequoia gefur mesta sterkju- og þurrefnismagn
á hektara af öllum afbrigðum tilraunarinnar. Kennebec er annað í röð-
inni, og mjög svipuð virðast næstu þrjú afbrigðin vera, en eins og fyrr
getur voru þau of stuttan tíma í tilrauninni til þess að gefa öruggar upp-
skerutölur.
Nokkurs mismunar gætir í samræmi sterkju- og þurrefnismagns, og
má geta þess, að afbrigðin nr. 122, 128, 130 og 133 virðast hafa meira
þurrefnismagn en Eyvindur, þótt sterkjan í þeim mælist minni.
Frostþol.
Kartöfluuppskera hér á landi er mjög oft takmörkuð af næturfrost-
um, sem fella grös síðla sumars, áður en venjulegur vaxtartími er hjá
liðinn. Kveður svo rammt að þessu í sumum byggðarlögum norðanlands,
að varla er hægt að telja kartöflur ræktanlegar þar í sumum árum. Oft
1) Figures in parenthases are only based on two years observations.