Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1962, Blaðsíða 8

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1962, Blaðsíða 8
6 til, eftir því sem tök voru á, að bilið milli mæla yrði sem jafnast í fullsig- inni stæðunni. Ofan á efstu mælana var látið um 50—75 cm lag af nýhirtu grasi. Hitinn var mældur daglega fyrstu 2 mánuðina, en úr því var sjaldnar mælt. Fylgzt var með hitanum í 2y2—3 mánuði í öllum geymslunum. Við hvern mæli var komið fyrir pokum með ákveðnu magni af grasi til ákvörðunar á efnatapi. Grasmagnið í pokunum var í flestum tilfellum um 5 kg, sjá töflu 2. Pokar þeir, sem notaðir voru sumarið 1956, voru úr garn- neti með möskvastærð 1.5x1.5 cm. Sumarið 1957 voru notaðir gisnir og þunnir strigapokar. Eftir að látið hafði verið í pokana, var bundið fyrir þá, og utanmál þeirra lokaðra með jöfnuðu grasinu var um 80 cm á lengd og 50 cm á breidd. Alltaf var látið sams konar gras í báða pokana í sama lagi í geymslunni. Sá pokinn, sem settur var við vegg geymslunnar, var lagður með styttri hliðina samhliða veggnum, og nam endi pokans við vegg geymsl- unnar. 2. Grasið, sláttur, sprettustig, tegundir og efnasamsetning. Myndir 1—7 sýna niðurstöður af hirðingu og verkun grassins í hverri geymslu fyrir sig. f efri hluta myndanna er gefið yfirlit yfir einstök atriði um ástand grass- ins við hirðingu, hirðingadaga, ríkjandi grastegundir, hlutfallið milli1) „ann- ara efna“ og hráeggjahvítu í grasinu, hráeggjahvítu í % af þurrefninu og þurrefnismagni grassins við hirðingu. Eftirfarandi bókstafir eru til skýringar myndunum og línuritum þeirra. Skýringar við myndir 1—7, explanations to figs. 1—7. A = sprettustig grozvth stage. B = sláttur cutting. C = dagsetning innlátningar date of filling of silo. D = grastegundir grass species a = sveifgrös Poa, b = háliðagras Alopecurus pratensis, c = língrös Agrostis, d = túnvingull Festuca rubra, e = snarrót Deschampsia caespitósa, f = vallarfoxgras Phleum pratense. E = hlutfallið á milli „annarra efna“ og hráeggjahvítu ratio of soluble carboliydrafes to crude protein. E = hráeggjahvíta % af þurrefni crude prolein % of dry matter. G = þurrefni í grasi % dry matter of grass °/. H = sýrustig pH. I = smjörsýra í % af votheyi butyric acid %, wet basis. .1 = mjólkursýra í % af votheyi lactic acid %, wet basis. K = tap lífrænna efna % loss of organic matter %■ I. = lækkun þurrefnis (hækkun vatnsmagns) við verkun decrease in dry matter (increase in water) during ensiling. Tvf = meðalhiti 10 hæstu mælinga, °C temperature, mean of 10 highest readings, °C. Translation of headings of figures: Grös = grasses, í blóma = at the flowering stage, full- blómguð = fully flowering, í sprettu = growing, fullsprottin = having ceased growing, há = aft- ermath, loðin há = lustre aftermath, há að byrja að deyja = aftermath at start of withering. !) Onnur efni.

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.