Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1962, Blaðsíða 25
23
ingu. í sambandi við tilraunir þær, sem hér er lýst, var gerð smáathugun á
þurrefni frárennslisvökva frá T4 á 4. degi frá fyrstu hirðingu, og mældist
þurrefnið í vökvanum þar 6.2%. Hliðstæð athugun á frárennslisvökva frá
T8 á 36. degi frá fyrstu hirðingu sýndi svipaða þurrefnisprósentu, eða 5.3%.
Línuritin yfir tajr lífrænna efna á myndum 1—7 sýna, að það er mjög
misjafnt fyrir hin einstöku sýnishorn, en erfitt virðist að gefa ákveðnar
skýringar á því, hvers vegna tapið er breytilegt frá einu sýnishorni til annars.
Þó kemur sú óvænta niðurstaða í Ijós, að tapið virðist ekki fara hækkandi
með aukinni hæð í geymslunum né aukinni hitamyndun. Skýringin á þessu
getur verið sú, að vegna mikils fargs við botninn í geymslunum verði frá-
rennslistap svo miklu meira í neðri hluta geymslanna en ofar, að það vegi
upp þá aukningu í gerjunartapi, sem búast mætti við með minnkandi fargi
og aukinni hitamyndun, eftir því sem fjær dregur botni.
í nokkrum sýnishornum hefur tap lífrænna efna reynzt neikvætt, þ. e.
lífrænu efnin í pokunum virðast hafa aukizt við verkunina. Ástæðurnar fyrir
þessu geta verið margvíslegar. í fyrsta lagi gæti verið, að þurrefnisákvörðunin
á votheyinu hafi sýnt hærra þurrefni en vera átti, vegria rakataps í sýnishorn-
um fyrir rannsókn, og því hafi Jrurrefnismagnið í votheyinu í pokunum verið
ofreiknað. Einnig gæti hækkun lífrænna efna orsakazt af Jrví, að meira magn
lífrænna efna hafi borizt í pokann með rennsli heldur en úr honum tapaðist.
Hér verður ekki lagður dómur á, hver ástæðan er líklegust, en sökum þess
að gera má ráð fyrir, að í sumum tilfellum sé tapið of liátt reiknað sökum
skekkju í öfuga átt við Jrað, sem að ofan er talið, þá hafa neikvæðu gildin
á tapi lífrænna efna verið tekin óbreytt inn í meðaltöl á þeim forsendum,
að þannig vegi þau upp skekkjur, sem sýna of hátt tap lífrænna efna.
c. Tap hráeggjahvitu.
Tap á hráeggjahvítu er mjög misjafnt eftir geymslum. Fer það að mjög
miklu leyti eftir tapi á Jrunga alls, en þar eð ammoníak var ekki ákvarðað í
Jressum rannsóknum, er ekki hægt að gera sér grein fyrir Jjví, hvers virði sú
hráeggjahvíta er, sem eftir er í geymslunni. Samanburður milli geymslna á
tapi á hráeggjahvítu hefur Jrví tiltölulega lítið gildi.
4. Áhrif á gerjun og gæði votheysins.
a. Mjólkursjra.
í töflu 4 er sýnd meðalmjólkursýra fyrir hverja geymslu fyrir sig, og sést
J)ar, að mjólkursýrumagnið er hæst í Ts, 1.35%, en lægst í T7, 0.27%.
Erlendis er talið, að mjólkursýrumagn í óforþurrkuðu votheyi án íblönd-
unar þurfi að vera 1-2%, til þess að öruggt sé, að nægur súr myndist í hey-
inu og verkun takist vel (Breirem, 1949).
Sé hins vegar um forþurrkað gras að ræða, getur verkunin orðið góð, enda
þótt mjólkursýrumagnið sé lægra en að ofan getur.