Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1962, Blaðsíða 30
28
að verkunin væri betri í þeim heldur en í gryfjum. Vera má, að ástæðan
fyrir þeim yfirburðum, sem álitið var að hefðu komið í ljós á fyrstu árum
turnanna, hafi að nokkru leyti verið sú, að við hirðingu í þá voru notaðir
saxblásarar, og hafi þar fremur verið um hagkvæm áhrif söxunar að ræða
og minna rekjutap heldur en betri verkun sökurn mikillar hæðar geymsl-
unnar.
SAMANDREGIÐ YFIRLIT.
1 skýrslu þessari er greint frá niðurstöðum rannsókna á verkun votheys
án íblöndunar sumrin 1956 og 1957 í 9 turnum og 6 gryfjum. Var saxað gras
í 8 turnum og 3 gryfjum, en ósaxað í einum turni og 3 gryfjum, sjá töflu 1.
I turnunum og tveimur gryfjanna var að mestu leyti verkað fyrri sláttar gras
á blómgunarskeiði, en efst í þessum geymslum og í 4 gryfjum var verkuð há
í sprettu, sjá myndir 1—7.
Þurrefni grassins, efnasamsetning þess, þroskastig og grastegundir er gefið
í töflu 2 og myndum 1—7.
Helztu niðurstöður þessara rannsókna voru sem hér segir:
1. Hitamyndun í geymslunum var allveruleg, og var hvergi um hreina kald-
verkun að ræða, sjá töflu 4 og myndir 1—7. Söxun hafði ekki raunhæf
áhrif á hitamyndun, sjá töflu 5.
2. Tap lífrænna efna var að meðaltali rúm 20% 1 turnum og tæp 16% í
gryfjum, og er tap 1 rekjum þá ekki meðtalið, sjá töflu 5. Söxun hafði
ekki áhrif á tap lífrænna efna.
3. Vothey úr söxuðu grasi reyndist til muna betra að gæðum en votheyið
úr ósöxuðu grasi. í gryfjum voru áhrif söxunarinnar á mjólkursýrumynd-
un, smjörsýrumyndun og sýrustig raunhæf. í gryfjum var mjólkursýran
0.65% hærri, smjörsýran 0.52% lægri og sýrustigið 0.51 lægra í votheyi
úr söxuðu grasi heldur en ósöxuðu. í turnunum voru áhrif söxunarinnar
á sýrustigið raunhæf og nálguðust að vera raunhæf fyrir myndun mjólk-
ursýru og smjörsýru, sjá töflu 5.
4. Enda þótt söxun hefði veruleg áhrif til bóta á gæði votheysins, skorti
allmikið á, að verkunin væri eins góð í nokkurri geymslunni og æskilegt
hefði verið. í öllum geymslunum reyndist mjólkursýrumagnið of lágt,
smjörsýrumagnið of hátt og sýrustigið of hátt, sjá töflu 4.
5. Skipting votheyssýnishorna úr söxuðu grasi eftir smjörsýrumagni sýndi,
að smjörsýran var 0.20% eða lægri í aðeins 27.2% þeirrá, en í sýnishorn-
um úr ósöxuðu grasi voru aðeins 2.8% sýnishornanna með 0.20% smjör-
sýru eða minna.
6. Ekki virðist vera mikill munur á gæðum votheysins, eftir því hvort það
er fyrri sláttar gras verkað í turnum eða há verkuð í stórum gryfjum.
7. Rannsóknir þessar leiða í ljós, að ef skapa á fullkomið öryggi við vot-
heysverkun, er óhjákvæmilegt að nota íblöndunarefni. Mjög hæpið virðist
að treysta því, að örugg verkun náist án íblöndunar, jafnvel þótt grasið sé