Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1962, Blaðsíða 27
25
Áhrif smjörsýrunnar á votheyið sem fóður eru einnig óheillavænleg. Smjör-
sýrugerlar geta auðveldlega borizt úr loftinu í mjólkina, þegar kýr eru
fóðraðar á smjörsýrusúru votheyi, og séu mikil brögð að því, verður mjólkin
bragðvond til drykkjar og óhæf til ostagerðar. Einnig hefur verið sýnt franr
á, að smjörsýra getur borizt með blóðinu beint úr vömbinni í júgrið, og til
þess getur hið alkunna ,,votheysbragð“ af mjólk einnig átt rætur að rekja
að einlrverju leyti (Schoch, 1955).
Erlendis er almennt talið, að votheysgæðin séu ekki viðunandi, ef smjör-
sýran er yfir 0.1—0.2%. (Sjá m. a. Breirem, 1949, Breirem og Ulvesli, 1954
og Ulvesli og Breirem, 1960).
I töflu 4 sést, að smjörsýrumagnið er að meðaltali lægst í G3 og Ti, 0,30%
og 0.34%, en hæst í Gs, 1.18%. Hefur því alls staðar skort nokkuð á, að
verkunin gæti talizt viðunandi, hvað smjörsýru snertir, og þar sem smjör-
sýran er hæst, er verkunin mjög léleg.
í töflu 5 er gerður samanburður á votheyi úr söxuðu og ósöxuðu grasi í
turnum sér og gryfjum sér, og kemur þar i ljós, að söxunin hefur haft raun-
hæf áhrif til lækkunar á smjörsýru í gryfjunum, og er smjörsýran 0.52% lægri
í gryfjunum, sem saxað er í. Áhrif söxunarinnar í turnunum eru hins vegar
ekki raunhæf, enda um ónákvæmari samanburð að ræða.
Á miðri mynd 8 er sýnd hlutfallsskipting sýnishornanna eftir smjörsýru-
magni fyrir sýnishorn úr söxuðu grasi sér og ósöxuðu sér. Eins og myndin
sýnir, eru 27.2% sýnishornanna úr söxuðu grasi með 0,2% smjörsýru eða
minna, en í sýnishornunum úr ósöxuðu grasi eru aðeins 2.8% sýnishorn-
anna með 0.2% smjörsýru eða nrinna.
Niðurstaðan af rannsókninni á smjörsýrumagninu verður því sú, að í vot-
heyinu úr söxuðu grasi eru rúm 70% sýnishornanna með óviðunandi verkun,
en í votheyinu úr ósaxaða grasinu yfir 95% sýnishornanna með of mikla
smjörsýru.
Á myndum 1—7 sést greinilega, að í þeim sýnishornum, þar sem mjólkur-
sýrumagnið er hátt, er að jafnaði lítil smjörsýra, en þar sem mjólkursýru-
magnið er lágt, er smjörsýran yfirleitt mikil.
c. Sýrustig (pH).
Sýrustigið í votheyinu er mælikvarði á frjálsar vetnisjónir (H+) í vothey-
inu á þann hátt, að við hátt sýrustig eru tiltölulega fáar frjálsar vetnisjónir,
en við lágt sýrustig margar. Lífrænu sýrurnar, sem myndast við votheysgerj-
unina, geta allar klofnað í frjálsa vetnisjón og sýruleif, en þær klofna
ekki allar jafnauðveldlega. Mjólkursýran er þeirra sterkust, þ. e. hún klofnar
mest, þar næst er edikssýra, en smjörsýran klofnar mjög lítið. Sé mjólkur-
sýrumagnið hátt, má því búast við miklum fjölda frjálsra vetnisjóna, þ. e.
lágu sýrustigi, en sé lítil mjólkursýra í votheyinu, en mikið af smjörsýru, er
sýrustigið óhjákvæmilega hærra.
Erlendis eru kröfur til sýrustigs í votheyi úr óforþurrkuðu grasi nokkuð