Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1962, Blaðsíða 6

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1962, Blaðsíða 6
INNGANGUR. Tilgangurinn með tilraunum þeim, sem hér verður lýst, var þríþættur. I íyrsta lagi var lðgð áherzla á að meta gæði grass þess, sem verkað var, íylgjast með hitamyndun við verkunina, og síðan var rannsakað, hvert verk- unartap hafi orðið og hver endanleg gæði votheysins reyndust. I öðru lagi var gerður samanburður á söxuðu og ósöxuðu grasi til vot- heysgerðar í nokkrum mæli. Og í þriðja lagi var fylgzt með verkuninni bæði í turnum og gryfjum, svo að upplýsingar fengjust um gæði votheys úr þessum tvenns konar geymsl- um, enda þótt erfitt reyndist að tryggja, að aðstæður við verkunina væru svo líkar í turnum og gryfjum, að hægt sé að gera beinan samanburð á geymslunum. Á það var lögð áherzla að fylla geymslurnar á sem skemmstum tíma. Var sú aðferð valin, sökunr þess að mikilvægt er talið að ná sem mestri sjálffergingu í grasið á sem stytztum tíma, ef halda á hitamynduninni í skefjum.

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.