Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1962, Page 6

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1962, Page 6
INNGANGUR. Tilgangurinn með tilraunum þeim, sem hér verður lýst, var þríþættur. I íyrsta lagi var lðgð áherzla á að meta gæði grass þess, sem verkað var, íylgjast með hitamyndun við verkunina, og síðan var rannsakað, hvert verk- unartap hafi orðið og hver endanleg gæði votheysins reyndust. I öðru lagi var gerður samanburður á söxuðu og ósöxuðu grasi til vot- heysgerðar í nokkrum mæli. Og í þriðja lagi var fylgzt með verkuninni bæði í turnum og gryfjum, svo að upplýsingar fengjust um gæði votheys úr þessum tvenns konar geymsl- um, enda þótt erfitt reyndist að tryggja, að aðstæður við verkunina væru svo líkar í turnum og gryfjum, að hægt sé að gera beinan samanburð á geymslunum. Á það var lögð áherzla að fylla geymslurnar á sem skemmstum tíma. Var sú aðferð valin, sökunr þess að mikilvægt er talið að ná sem mestri sjálffergingu í grasið á sem stytztum tíma, ef halda á hitamynduninni í skefjum.

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.