Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1962, Blaðsíða 19
17
arar háu hráeggjahvituprosentu er vafalítið hin stórlellda notkun köfnunar-
efnisáburðar til grasræktar í Laugardælum. Þetta hráeggjahvítumagn er eins
hátt eða hærra en í belgjurtagróðri erlendis. Samkvæmt erlendum tilraunum
hefur magn hráeggjahvítu í grasi rnikil áhrif á hæfni þess til votheysgerðar,
þar eð eggjahvitan klofnar auðveldlega niður í efni, sem bindast mjólkur-
sýrunni og eyða sýruáhrifum hennar (sjá Breirem, 1949, Breirem og Ulvesli,
1954), og torveldar því mikil eggjahvíta grassins verkun þess i vothey.
Þurrefnið í grasinu við hirðingu hefur rnjög mikil áhrif á verkun vot-
heysins. Því lægra sem þurrefnið er, þeim mun útþynntari verður plöntu-
safinn, og um leið dregur úr starfsemi mjólkursýrugerlanna, og minni súr
myndast í heyinu. Smjörsýru- og edikssýrugerjun ásamt sundurliðun eggja-
hvítuefnanna eykst hins vegar með auknu vatnsmagni, en minnkar verulega
með hækkandi þurrefni (sjá m. a. Breirem og Ulvesli, 1954, Stefán Aðal-
steinsson, Stefán Jónsson og Pétur Gunnarsson, 1960). Auk þessa veldur hátt
vatnsmagn í grasinu við hirðingu auknu efnatapi vegna mikils frárennslis
(Sutter, 1955).
Þurrefnið í grasinu sveiflast mjög mikið frá einu sýnishorni til annars og
er lægst í T», 15.2% og hæst í Tg, 50.1%, sjá myndir 1—7. Að meðaltali er
þurrefnið einnig lægst í Ts, 22.0%, og hæst í Tg, 40.6%, sjá töflu 2.
Auk þeirra efnaflokka grassins, senr lýst hefur verið hér að framan, var
rannsakað magn lífrænna efna, ösku, hreineggjahvítu, hráfitu og trénis í
grasinu. Meðaltöl fyrir þessa efnaflokka í hverri geymslu eru gefin í töflu 2.
Þungi og efnasamsetning í innlátnu grasi miðast við þá poka, sem heimt-
ust úr hverri geymslu, en stöku poki var orðinn grautfúinn um veturinn, þeg-
ar gefið var úr geymslunum, sérstaklega efstu pokarnir.
3. Sýnishornataka, efnagreiningar og uppgjör.
Eins og áður er getið, var látið sams konar gras í báða pokana í sarna lagi
í hverri geymslu. Úr grasi því, sem látið var í pokana, var tekið sýnishorn
til efnagreiningar, um 500—1000 g að þyngd. Voru sýnishornin látin í plast-
poka, þeim lokað vandlega og þeir síðan sendir til efnagreiningar til Iðn-
aðardeildar Atvinnudeildar Háskólans.
Þegar farið var að gefa úr geymslunum og pokarnir komu í ljós, var voi-
heyið í þeim vegið og síðan tekið af því 500—1000 g sýnishorn til rannsóknar.
Votheyið var einnig sent til efnagreiningar í vel lokuðum plastpokum.
Sökum þess um hve langan veg var að sækja með mörg gras- og votheys-
sýnishornin, gat alltaf verið nokkur hætta á, að raki tapaðist úr þeim við
flutninginn. Reynt var eftir megni að sjá um, að svo yrði ekki, en efnagrein-
ing á grassýnishorni úr Ti benti til, að þar hefði tapazt vatn, sjá athugasemd
við töflu 2.
Aðferðum þeim, sem notaðar voru við efnagreiningarnar, verður nánar
lvst annars staðar (Jóhann Jakobsson, 1961).
Við stærðfræðilegt mat á niðurstöðum tilraunanna var að mestu stuðzt við
bókina „Statistical Analysis“ (Goulden, 1952). Við útreikninga á tapi við