Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1962, Blaðsíða 28

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1962, Blaðsíða 28
26 mismunandi frá einu landi til annars. í Noregi er talið, að pH megi ekki fara yíir 4.2 (Ulvesli og Breirem, 1960), í Danmörku er talið, að pH eigi að vera frá 3.5—3.8 (Poulsen, 1955), í Hollandi neðan við 4.2, í Finnlandi 4.0 eða lægra og í Þýzkalandi 3.8 eða lægra (sjá Breirem, 1949). Þess ber að minnast, að hér er miðað við sýrustig í votheyi úr óforþurrkuðu grasi. Sé um forþurrkun að ræða, getur verkunin hafa tekizt mætavel, enda þótt pH sé uni 5.0 (sjá Ulvesli og Breirem, 1960). Islenzkar rannsóknir gefa til kynna, að pH megi ekki vera yfir 4.1—4.2, ef halda eigi smjörsýrugerjuninni í skefjum. (Stefán Aðalsteinsson, Stefán Jónsson og Pétur Gunnarsson, 1960). Taíla 4 sýnir, að pH er að meðaltali lægst í Ti, 4.18, næstlægst í Gi, 4.21, en hæst í Tt, 5.15. 1 töflu 5 sést, að álrrif söxunarinnar á pH eru mikil, og eru þau áhrif raunhæf bæði í turnum og gryfjum. Munurinn á söxuðu og ósöxuðu í turn- um er 0.65, en í gryfjum 0.51, livort tveggja söxuninni í vil. A myndum 1—7 er sýnt sýrustig í einstökum sýnishornum, og kemur þar í ljós, að því meiri sem mjólkursýran er, því lægra er sýrustigið að jafnaði, og því lægra sem sýrustigið er, þeim mun minni smjörsýra er í sýnishornun- um að öðru jöfnu. Efst á mynd 8 er sýnd hlutfallsskipting sýnishornanna eftir sýrustigi, og sést þar, að 33.8% sýnishornanna úr söxuðu grasi hafa sýrustigið 4.20 eða lægra, en aðeins 8.4% sýnishornanna úr ósöxuðu grasi liggja á þessu bili. Tal'la 4 og myndirnar 1—7 benda eindregið til þess, að sé sýrustigið í vot- heyinu yfir 4.0, er allmikil hætta á, að smjörsýrumagnið geti farið yfir 0.2%. Sé pH hins vegar 4.0 eða lægra, fer smjörsýran mjög sjaldan yfir 0.2%. Virðist því með hliðsjón af þessu mega draga þá ályktun, að þegar sýrustigið er notað til að greina á milli góðs og lélegs votheys, Jrá beri að gera jjær kröfur til votheys úr óforþurrkuðu grasi, að pH í því sé 4.0 eða lægra. HELZTU ÁLYKTANIR. Niðurstöður rannsókna þeirra, sem hér er lýst, eiga að gefa glögga mynd af gæðum þess votheys, sem verkað er að mestu úr í'yrri sláttar grasi í turn- um og úr há í gryfjum. Einnig gefa niðurstöðurnar nokkrar upplýsingar um gildi söxunar við verkun í gryfjum og vísbendingu um gildi söxunar við verkun í turnum. Eins og niðurstöðurnar bera með sér, hefur hitamyndunin yfirleitt verið meiri en svo, að um kaldverkun liafi verið að ræða, nema helzt neðst í turn- unum. Við flesta mælana er hitastigið á milli 30°C og 50°C, en sé hitinn á þessu bili, er mjög hætt við smjörsýrugerjun. Fari hitinn hins vegar yfir 50°C, lilýtur að vera um mikið efnatap vegna bruna að ræða, og meltan- leiki eggjahvítunnar er talinn lækka mjög, þegar hitamyndunin kemst á það stig. Niðurstöður liitamælinganna benda þannig ótvírætt til þess, að

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.