Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1962, Blaðsíða 29
27
ckki sé framkvæmanlegt að halda hitamynduninni í skefjum með hraðri inn-
látningu og sjálffergingu einni saman.
Tap lífrænna efna við verkunina hefur að jafnaði verið allhátt, eða ná-
lægt 20% af innlátnum lífrænum efnum. Þess ber þá jafnframt að minnast,
að tap á fóðurgildi hlýtur að vera meira en tap lífrænna efna gefur til kynna,
eins og sést með samanburði á töflum 2 og 3, en þær sýna, að lífræn efni,
hráeggjahvita, hreineggjahvíta og „önnur lífræn efni“ lækka hlutfallslega
við verkunina, en aska og tréni hækka, svo að fóðurgildi hverrar þungaein-
ingar þurrefnis í votheyi hlýtur að vera lægra en fóðurgildi sama þunga þurr-
efnis í grasinu, sem votheyið var gert úr. Virðist því varla ofætlað, að tap
á innlátnum fóðureiningum í grasi sé allt að 25—35% við votheysverkun án
íblöndunar hér á landi.
Gæði votheysins reynast að meðaltali hvergi það góð, að viðunandi megi
telja, ef sömu kröfur eru gerðar til gæða votheysins hér eins og erlendis er
gert, þegar framleiða skal mjólk á votheyinu. Virðist ástæðulaust að gera
tninni kröfur til gæða votheysins hér heldur en erlendis er gert, sökum þess
að mestur hluti þess votheys, sem framleitt er á landinu, er notaður handa
mjólkurkúm.
Áhrif söxunar á gæði votheysins eru ótvírætt til bóta, en söxunin hefur
lítil sem engin áhrif haft á hitamyndun né efnatapið við verkunina. Hins
vegar kemur skýrt í ljós, að mikið skortir á, að söxunin sé einhlít til að
tryggja örugga verkun votheysins. Þannig kemur í ljós, að í öllum geymsl-
unum er mjólkursýran of lítil, sýrustigið að jafnaði of hátt og smjörsýran
of mikil.
Er þetta í samræmi við víðtækar rannsóknir í Noregi á verkun án íblönd-
unar, og er ekkert, sem bendir til þess, að íslenzkt gras sé betur fallið til
votheysgerðar en norskt gras, þar eð sízt virðist vanta minna á, að góð verk-
un náist án íblöndunar í íslenzkum tilraunum heldur en norskum (Ulvesli
og Breirem, 1960).
Rík ástæða virðist því vera til að gera víðtækar tilraunir með notkun
íblöndunarefna við votheysgerð. Er í því sambandi rétt að benda á, að í
norskum tilraunum hefur komið í Ijós, að hægt er að komast af með minna
magn af íblöndunarefnum, sé grasið saxað eða marið, heldur en ef um ósaxað
og ómarið gras er að ræða. Ennfremur benda norsku tilraunirnar til þess,
að marið gras verkist nokkru betur en saxað gras (Ulvesli og Breirem, 1960).
Eins og áður er getið og myndir 1—7 bera með sér, var ekki verkað sams
konar gras í gryfjum og turnum nema að litlu leyti. Hefur því ekki verið
gerður samanburður á áhrifum tegundar geymslu á verkunina hér að framan.
Hins vegar ber tafla 5 með sér, að lítill munur er á turnum og gryfjum, að
því er snertir hitamyndun, tap lífrænna efna, mjólkursýru, smjörsýru og
sýrustig. Ekki skal hér lagður dómur á það, hver áhrif liæð geymslunnar
hefur á verkun votheysins. Almennt hefur verið talið, að mikil sjálfferging
væri mesti kostur turnanna fram yfir gryfjurnar, og eftir að turnar voru
teknir í notkun til votheysgerðar hér á landi, mun almennt hafa verið talið,