Fréttablaðið - 11.11.2021, Síða 2

Fréttablaðið - 11.11.2021, Síða 2
thorvardur@frettabladid.is COVID-19 Al manna varnir hafa á skrá 27 ein stak linga sem smitast hafa tvisvar af Co vid-19 hér lendis. Af þeim voru 22 óbólu settir. Þetta kemur fram í svari Hjör- dísar Guð munds dóttur sam skipta- stjóra hjá al manna varna deild Ríkis lög reglu stjóra, við fyrir spurn Frétta blaðsins. Í gær greindist met fjöldi Co vid- smita innan lands, annan daginn í röð. Þau voru 178, tíu f leiri en í fyrra dag. Í gær lágu fimmtán sjúkl- ingar á Landspítala vegna Covid. Þar af voru þrír á gjörgæslu og allir í öndunarvél. Þá voru 1.359 í eftir- liti á Covid-göngudeild, þar af 324 börn. Á mið nætti í gær tóku gildi nýjar sam komu tak markanir og í gær sagði Víðir Reynis son yfir lög- reglu þjónn að hann vonaðist til að sjá mætti árangur af þeim í næstu viku. Hann hefði fulla trú á að landsmenn fylgdu reglunum, þó að eflaust væru margir orðnir þreyttir á ástandinu. n Dagur einhleypra er í dag. Sérfræðingur hjá Umhverfis- stofnun segir daginn í grunn- inn neysludag og hvetur einhleypa til að kaupa frekar upplifanir en neysluvöru. Bæði fyrir eigin hamingju og umhverfið. birnadrofn@frettabladid.is SAMFÉLAG „Þessi dagur er ekki gerður af samtökum einhleypra eða einhverju slíku, í grunninn er þetta neysludagur,“ segir Gró Einarsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Dagur einhleypra eða Singles’ Day er í dag. Dagurinn var „haldinn hátíð- legur“ í fyrsta sinn árið 2009 og er hann hugarfóstur stofnenda kínverska netverslunarrisans Ali- baba, sem er meðal annars eigandi vefsíðunnar Aliexpress. Deginum er ætlað að vera einhleypu fólki mótvægi við Valentínusardaginn. Einhleypt fólk er hvatt til þess að kaupa eitthvað sem það þráir handa sér sjálfu og bjóða margar netverslanir upp á tilboð á þessum degi. Dagurinn er jafnframt stærsti netverslunardagur ársins á heims- vísu. „Það er á einhvern hátt verið að plata einhleypt fólk til að kaupa sér hamingju og mýtuna um að það sé einmana eða þurfi að fylla upp í eitthvert tómarúm,“ segir Gró, en bendir á að fjöldi rannsókna sýni fram á hið andstæða. „Rannsóknir sýna margar að ein- hleypir séu virkir í samfélaginu, duglegir að halda sambandi við vini og fjölskyldu og hreyfi sig meira, allt eru þetta þættir sem sagðir eru auka hamingju og gleði,“ segir Gró. „Svo eru einnig rannsóknir sem sýna fram á að það virki ekki vel að fylla upp í tómarúm með því að kaupa neysluvörur. Hamingjan sem kemur við það er skammvinnur vermir,“ bætir hún við. Gró mælir með því að þau ein- hleypu fagni deginum með því að gera meira af því sem einhleypir geri nú þegar mikið af. „Eitthvað félags- legt, hreyfa sig og hafa gaman. Snúa þessari hátíð upp í eitthvað sem er fyrir þá einhleypu, en ekki fyrir ein- hverjar verslunarkeðjur,“ segir hún. Aðspurð hvernig þau sem hyggist kaupa sér eitthvað á þessum degi eða nýta tilboðin til jólagjafa geti gert það á sem ábyrgastan hátt fyrir sig sjálf og umhverfið, segir Gró til dæmis hægt að kaupa notað. „Það má leigja föt eða kaupa notað á alls konar vefsíðum og í loppum.“ Einnig mælir Gró með að fólk nýti tilboðin frekar til að kaupa upplifun, það sé betra fyrir umhverfið og veiti frekar hamingju en neysluvörur. „Eins og nudd, ég hef oft sagt að það sé eins og loftslagsaðgerð,“ segir hún. „Það er ekki hátt kolefnisspor af því að fara í nudd, þú styður við atvinnugrein sem er ekki með hátt kolefnisspor og peningurinn sem þú eyðir í nuddið fer ekki í neysluvöru á meðan,“ segir Gró. n Samkvæmt skrá almannavarna hafa 27 smitast tvisvar af Covid-19 og 22 þeirra voru óbólusettir. Það er á einhvern hátt verið að plata ein- hleypt fólk til að kaupa sér hamingjuna og mýtuna um að það sé einmana. Gró Einarsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfis- stofnun Leikskóli í bígerð Gamli hverfiskjarninn við Kleppsveg 150-152 undirgengst nú andlitslyftingu þar sem unnið er að því að koma honum í boðlegt ástand. Tilefnið er ærið þar sem húsnæðið, sem áður hýsti arkitektastofu og hjálpartækjaverslunina Adam og Evu, verður nú að 120 barna leikskóla fyrir hverfið. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Einhleypir þurfi ekki að kaupa sér hamingju í dag Aldrei er verslað meira í netverslunum um allan heim en akkúrat í dag, á Degi einhleypra. Sérfræðingur segir kaupin skammvinnan vermi. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 30% AF ÖLLUM VÖRUM www.lindesign.is LINDESIGN.IS KÓÐI í VEFVERSLUN “1111” DAGUR VEFVERSLUNAR Flestir sem smitast hafa tvisvar af Co vid hér á landi óbólu settir arnartomas@frettabladid.is SLYS Lögreglan á höfuðborgar- svæðinu tilkynnti um hádegi í gær að banaslys hefði orðið norðan gatnamóta Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar á níunda tímanum. Þar höfðu rafmagnshlaupahjól og létt bif hjól rekist saman, með þeim af leiðingum að annar öku- maðurinn lést og hinn slasaðist alvarlega. Þá fann þyrla Landhelgisgæsl- unnar konu, sem lenti í sjónum við Reynisfjöru um eftirmiðdaginn. Konan var látin en hún hafði verið í sjónum í rúmlega tvo tíma áður en hún fannst. Rann sóknardeild Lög- reglu stjórans á Suður landi rann- sakar nú til drög slyssins. Björgunarsveitir í Rangárvalla- og Skaftafellssýslum tóku þátt í leit- inni ásamt bátasveitum frá Árnes- sýslu, báti frá Vestmannaeyjum og þyrlu Landhelgisgæslunnar. n Tilkynnt um tvö banaslys í gær Lögregla rannsakar nú tildrög slysanna tveggja. 2 Fréttir 11. nóvember 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.