Fréttablaðið - 11.11.2021, Blaðsíða 14
Ólafur Már
Björnsson
augnlæknir og
ljósmyndari
Tómas
Guðbjartsson
hjartaskurð
læknir og náttúru
unnandi
FÓKUS Á HJARTA LANDSINS 11. nóvember 2021 FIMMTUDAGUR
Kollsvík er nyrst svonefndra Útvíkna, sem eru yst á
skaganum milli Patreksfjarðar og Breiðafjarðar, en
vestar eru Breiðavík og Látravík, rétt norðan Látra
bjargs. Í Útvíkum var áður blómleg byggð, sú vestasta á
Íslandi og þar með í Evrópu. Kollsvík snýr í norðvestur
og sérkenni hennar er einkar falleg ljós skeljasands
fjara, skrýdd svörtum klettum. Í ljóðinu Örnefni eftir
Jón úr Vör lýsir hann landslaginu svo: „Kollsvík með
gnúinn svörð“. Innar tekur síðan við búsældarlegt
undirlendi og ofan þess falleg dalverpi og heiðar. Í
Landnámu segir að Örlygur Hrappsson, ásamt Kolli
fóstbróður hans hafi yfirgefið Suðureyjar og haldið
til Íslands. Lentu þeir í stormi og hét Örlygur á Patrek
biskup til landtöku og náði Örlygshöfn við Patreks
fjörð. Kollur hét hins vegar á Þór og „kom hann þar sem
Kollsvík heitir og braut hann þar skip sitt.“ Bjó hann
síðan sem landnámsmaður í Kollsvík og upp frá því
er talið að þarna hafi verið blómleg byggð og stund
aður landbúnaður fram til 2002. Þarna var einnig ein
stærsta verstöð á Vestfjörðum, enda örstutt í fengsæl
fiskimið, og stundaðar veiðar allt fram til 1930. Við
ströndina má víða sjá rústir gamalla vera og híbýla.
Það er óhætt að mæla með heimsókn í Kollsvík og
auðvelt að finna gönguleiðir við allra hæfi. Frá Hænu
vík við sunnanverðan Patreksfjörð liggur akvegur í allt
að 320 m hæð yfir Hænuvíkurháls og ofan í norðan
verða Kollsvík. Þar er bærinn Kollsvík, annað tveggja
fornra býla í víkinni, þar sem leggja má bílum. Síðan er
gengið út að ströndinni norðanverðri og sést vel hvern
ig ljós skeljasandur hefur borist hátt upp í fjallshlíðar
með vindum af hafi. Smám saman blasir við tignarlegt
fjall, Blakkur, en ysti oddi hans heitir Blakknes og rís
280 metra upp úr sjónum, og er Patreksfjörður hand
an hans. Þarna er sveigt til suðurs eftir nokkurra km
langri strandlengju Kollsvíkur og stefnan tekin á hina
fornu bújörðina, Láganúp. Á leiðinni sést í rústir Kolls
víkur og Láganúpsvera og mannabústaða skammt frá
ströndinni, en margar hleðslnanna eru afar haglega
gerðar og mikið fyrir augað. Þarna má jafnframt finna
elsta hús landsins til atvinnunota. Fyrir þá sem vilja
lengri göngu má halda að Hreggnasa og upp á Hnífa
syðst í víkinni, sjávarkletta með graslendi efst. Þaðan
má halda í Vatnadal með tveimur snotrum stöðu
vötnum og áfram yfir til Breiðavíkur. n
Gnúinn svörður
Kollsvíkur
Horft yfir Kollsvík frá Blakki. Sandöldur í fjallshlíðum setja sterkan svip á landslagið. Gaman er að ganga eftir fjörunni endilangri. MYND/ÓMB
Ljós sandfjaran í
Kollsvík er mikið
fyrir augað og
skreytt svörtum
klettum. Fjallið
Blakkur í fjarska.
MYND/ÓMB
Í Kollsvík sjást
víða fallegar
hleðslur og
rústir gamalla
verbúða.
MYND/TG