Fréttablaðið - 11.11.2021, Blaðsíða 1
2 2 2 . T Ö L U B L A Ð 2 1 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s F I M M T U D A G U R 1 1 . N Ó V E M B E R 2 0 2 1
Útsýni Albarns
varð að plötu
Dómur um
Sigurverkið
Lífið ➤ 34 Menning ➤ 30
JAFNRÉTTI Foreldrar sem Frétta
blaðið hefur rætt við segja að kostn
aður við tómstundir barna og ung
menna, ekki síst í íþróttum, komi í
veg fyrir þátttöku.
„Mér finnst sárast að gjaldtakan
sem fylgir sumum tómstundum
bitni svo rosalega á börnum tekju
lægri heimila,“ segir Sæunn Guð
mundsdóttir móðir.
Dýr keppnisferðalög séu fyrir
staða sem skapi sorg hjá efnaminni
börnum. Sum geti ekki tekið þátt
þegar tilgangurinn sé að sameina
hópa.
Dæmi eru um að íþróttafélög
hafi sett í lög að kostnaður megi
aldrei verða meiri en sem nemur
frístundastyrk frá hinu opinbera.
SJÁ SÍÐU 10
Sorg hjá fátækari
íþróttabörnum
Mmm ...
Safaríkar klementínur
eru bestar núna!
Krónan
mælir með!
TILBOÐ Í NETVERSLUN NETTÓ
SINGLES DAY
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hlaut í gær verðlaun á Heimsþingi kvenleiðtoga, fyrir framlag sitt til jafnréttismála. Hér fagnar hún viðurkenningunni ásamt Silvönu Koch-Me-
hrin, Vigdísi Finnbogadóttur, Katrínu Jakobsdóttur og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Í ræðu sagði Jóhanna að allar þjóðir ættu að gefa konum tækifæri – í þágu allra. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Framkvæmdastjóri Samtaka
verslunar og þjónustu telur að
hátt hrávöruverð muni vara
fram á vor. Verkefnisstjóri
ASÍ segir hrávöruverð oft ekki
stóran hluta af því endanlega.
helenaros@frettabladid.is
VIÐSKIPTI Hækkanir á ýmiss konar
vöru og þjónustu hafa verið mjög
áberandi í umræðunni síðustu daga.
„Allir eru sammála um að svona
miklar hækkanir hafa ekki sést
nema kannski á stríðstímum. Þetta
eru mjög skrítnir tímar,“ segir Andr
és Magnússon, framkvæmdastjóri
Samtaka verslunar og þjónustu. Að
sögn Andrésar hafa frá því seint á
síðasta ári orðið fordæmalausar
hækkanir á allri hrávöru, til mat
vælaframleiðslu eða iðnaðarfram
leiðslu. Því til viðbótar séu hækkanir
á flutningskostnaði einnig miklar.
Hann segir allt viðskiptaum
hverfið og almenning þar með talinn
finna fyrir áhrifum hækkananna.
„Þetta hefur óhjákvæmilega áhrif
inn í allt efnahagslífið, með tilheyr
andi áhrifum á heimili í landinu.“
Andrés segir að samkvæmt Alþjóða
bankanum og öðrum greiningar
aðilum muni ástandið líklega versna
áður en það batnar. Ástandið muni
vara fram á vor. Auður Alfa Ólafs
dóttir, verkefnisstjóri verðlags
eftirlits ASÍ, segir ástæðu til að hafa
áhyggjur af því að verðbólga sé töluð
upp. Umræða um verðhækkanir á
hrávöru geti leitt til verðbólgu og
virkað sem stýrandi spádómur. Slík
umræða geti grafið undan peninga
stefnunni.
„Nauðsynlegt er að hafa í huga að
hækkun á hrávöruverði á ekki að
leiða sjálfkrafa til verðhækkana á
vöru og þjónustu,“ segir hún. Oft sé
um tímabundnar sveiflur að ræða
og hrávöruverð sé ekki stór hluti af
endanlegu verði. Innlend verslun
hafi komið vel út úr faraldrinum. n
Fordæmalausar verðhækkanir sem
sjást jafnan ekki nema á stríðstímum
Þetta hefur óhjá-
kvæmilega áhrif inn í
allt efnahagslífið og
með tilheyrandi áhrif-
um á heimili í landinu.
Andrés Magnússon,
framkvæmdastjóri Samtaka
verslunar og þjónustu