Fréttablaðið - 11.11.2021, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 11.11.2021, Blaðsíða 20
teogkaff i . is 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM Í VEFVERSLUN 11.11. „Íslenska lífeyriskerfið er svo gott, að það er ekkert venjulegt hvað það er gott, það er svo gott. Og útlendingar öfunda okkur af því, hve íslenska líf- eyriskerfið er gott, það er svo gott.“ Þetta er mantra, sem eilíflega er kyrjuð af þeim, sem lifa á, en ekki af lífeyrissjóðakerfinu. Já, og reyndar þeim, sem eru í Lífeyrissjóði ríkis- starfsmanna. Að mínu mati er almenna lífeyrissjóðakerfið ekki ólíkt því kerfi, sem kennt er við mafíu. Alvöru mafíósar hafa handrukkara á sínum snærum, sem innheimta fram- lög til cosa nostra með góðu, nú eða illu, ef þess gerist þörf. Íslenska lífeyrissjóðakerfið sparar sér kostnað af handrukkurum og felur þá starfsemi íslenska löggjafar- valdinu og, ef nauðsyn krefur, dóms- valdinu. Borgaðu, ormurinn þinn, eða þú hefur verra af, lögtak, eignaupptöku, fangelsun og hver veit hvað. Tilvistarréttlæting lífeyriskerfisins er sú, að fólki er alls ekki treyst til að hafa umráð yfir sínum lögskipaða sparnaði. Til þess teljast þeir einir réttilega hæfir, sem starfa við umsýslu um lífeyrissparnaðinn. Þegar lög- þvingaður sparnaður er kominn í vörslu lífeyrissjóðanna, hefur spar- andinn ekkert að segja um ráðstöfun og umsýslu síns sparnaðar. Þar um véla nú fagmenn, sem sparandinn er víst alls ekki, en á hans kostnað og áhættu. Eitt undirstöðuatriði í starfsemi lífeyrissjóðanna er, að við andlát líf- eyrissjóðsfélaga fellur öll hans inn- borgun og sparnaður til lífeyrissjóðs- ins. Þó getur eftirlifandi maki, ef hann er til, og börn, ef þau eru nógu ung, átt rétt á hluta af áunnum lífeyri hans. Uppáhaldslífeyrisþegar sjóðsins eru samt þeir, sem eru svo vinsam- legir að deyja, rétt þegar komið er að lífeyrisgreiðslum til þeirra eftir ára- tuga greiðslur til sjóðsins, eru maka- lausir og eiga bara „gömul“ börn. Þá falla allar þeirra greiðslur til lífeyris- sjóðsins. Það er ekki svo slakt, þegar hinn dauði hefur kannske skaffað 10 til 12% af aflafé sínu í 40 til 50 ár inn í lífeyrissjóðinn „sinn“. Þessi upphæð nemur kannske 4 til 6 árslaunum hans. Hlutur erfingja verður núll. Nokkrir jafnaldrar mínir og fyrrum félagar hafa dáið á fyrsta ári, sem þeir áttu rétt til lífeyris. Harm- dauði öllum, nema lífeyrissjóðnum, sem efnaðist og kættist drjúgum, alvörumenn að hans dómi. Hefði sá dáni sjálfur haft umsjón með sparifé sínu og haft það t.d. á verðtryggðum bankareikningi, þá lægi eftir hann sæmileg upphæð til eignar og ráð- stöfunar fyrir erfingja hans. Að sjálfsögðu eru starfsmenn líf- eyrissjóðanna afar ánægðir með til- vist þeirra. Laun þeirra eru gjarnan 10 til 20 föld sú ölmusa, sem lífeyris- þegar fá í sinn hlut, en með hana eina og sér í tekjur þarf margur að lifa af loftinu og láta sér duga það, sem úti frýs, í viðbit. Í ágætu dægurlagi segir „það er vont, en það venst“. En svona lífskjör venjast afar illa. Áhyggjulaust ævikvöld hvað? Ýmsir lífeyrissjóðastjórar hafa umtalsvert hærri laun en menn fá fyrir að stjórna íslenska þjóðfélaginu sem ráðherrar. Samt eru það nú bara óhreinindi á priki miðað við hvað lífeyrissjóðirnir borga húskörlum sínum í sumum fyrirtækjum í eigu þeirra. Maður fær bara hroll af stolti yfir því að vera með í svona kompaníi. Undanfarið hafa mikil skrif verið um lífeyrissjóðina. Flestir, sem fjalla um þá, eru einhverjir, sem deila um ráðstöfun og nýtingu fjármagns þeirra til alls kyns æfinga á fjármála- mörkuðum, les peningakasínóum, fjárfestingum og öðrum monnípen- ingaleikjum og virðast eingöngu hafa áhuga á þeim sem leikföngum handa svokölluðum fjárfestum (er búið að útrýma orðinu braskari úr íslensku máli?), en hagur og velferð sjóðs- félaga kemur sjaldnast við sögu. Ég, sem hélt alltaf, að aðaltilgangurinn með aðild að lífeyrissjóði væri ein- hvers konar fjárhagsleg trygging á elliárum. Gott, ef ekki „áhyggjulaust ævikvöld“, en það er orðinn þreyttasti og marklausasti frasi íslenskrar þjóð- félagsumræðu. Braskarar hafa löngum verið til í íslensku þjóðfélagi. En „gamli, góði“, íslenski braskarinn gamblaði með sitt eigið fé og gekk á ýmsu. Hann fór stundum á hausinn, en hann gat ekki sent öðrum reikninginn fyrir misheppnuðum fjármálaæfingum sínum. Það geta hins vegar þeir, sem spila Matador með lífeyrissparifé landsmanna. „Sorrý, þessi díll virkaði víst ekki hjá mér, kaupin á eyrinni og allt það sko, heyrðu, ég þarf að lækka hjá þér lífeyrinn út af þessu. Ha, lækka launin hjá mér, enga bölvaða vitleysu.“ Rödd lífeyrisþega hefur lítið heyrst í þessari umræðu. En leyfist mér að rifja upp, að þegar tveir hundar slást um bein, þá á beinið, samkvæmt reglum leiksins, ekki að taka þátt í slagnum. Á framtíðaríslensku kall- ast þetta the rules of the game. En nú vill þetta undirritaða bitbein brjóta reglurnar og taka þátt í slagnum. Í bili nenni ég ekki að rekja í smáatriðum fáránleg „viðskipti“ mín við minn illa rekna lífeyrissjóð, en ég segi nú bara: Tekjuskerðing af völdum Covid hvað? Mín skerðing og minna jafnaldra í sjóðnum er margföld á við það og við henni fæst engin bólusetning. Því: Hún er ævilöng og það er dómur án nokkurs möguleika á áfrýjun, náðun eða endurupptöku; 50% skerðing til æviloka á „rétt útreiknuðum“ lífeyri, sem var þó ekki beysinn fyrir. Svona niðurskurður er íslenska ríkinu alveg óviðkomandi, ólíkt niðurskurði á fé vegna riðu eða affalla vegna snjó- komu, enda sauðfénaður ólíkt merki- legri en einhver gamalmenni, sem hafa ekki drattast til að koma sér undir græna torfu og þvælast bara fyrir alvöru fólki. Það væri fróðlegt að vita, hve margir launagreiðendur, fyrir utan lífeyrissjóðinn „minn“, greiði í dag lægri laun, í krónutölu talið, en þeir gerðu fyrir 12 árum. Kannske ein- hverjir, sem græða á því að hýrudraga hælisleitendur. Þeir hafa einmitt stundum verið kenndir við mafíur. En: Íslenska lífeyriskerfið er svo gott, að… bla… bla… bla. Mín tillaga er þessi: Leggjum líf- eyriskerfið niður í núverandi mynd og leyfum fólki að velja að sjá sjálft um sitt sparifé. n Íslenska lífeyriskerfið er svo gott… Kveðja 11. nóvember, opið bréf til rektors HÍ. Núna er hádegi á virkum degi og ég ætti að vera í fyrirlestri, að sinna mínu háskólanámi. Það hef ég hins vegar hvorki rými né aðstöðu til að gera með góðu móti, þökk sé því hversu illa hefur verið staðið að jafn- réttismálum innan Háskóla Íslands seinustu ár. Háskólinn er duglegur að halda jafnréttisdaga og minna á að jafnrétti sé meðal grunngilda stofn- unarinnar en á sama tíma breytist lítið sem ekkert í þeim málaflokkum sem snerta mörg okkar. Því er vert að spyrja, stendur skólinn í raun með minnihlutahópum og jafnrétti allra? Eða er jafnrétti háskólans eingöngu ætlað ákveðnu fólki? Lítum hér á stöðu hinsegin fólks. Háskólinn er jú óumdeilanlega fyrst og fremst menntastofnun, og byggð fyrir nemendur, þar með talið hinsegin nemendur. Ummæli þín á Vísi í síðustu viku sýndu svart á hvítu hversu aftengdur þú ert okkar mál- efnum og raunverulegum þörfum okkar. Þar talaðir þú ekki einungis niður til okkar nemendanna sem höfum verið að vinna hörðum höndum að því að mynda öruggt umhverfi fyrir öll innan Háskól- ans, heldur gerðir lítið úr þörfum okkar. Að segja svo að jafnrétti sé eitt grunngilda Háskólans er ekki einungis rangt, heldur stráir líka salti í sárin. Förum yfir jafnréttisstöðu hinseg- in fólks sem gildir innan háskólans eins og hann er í dag: 1. Lög um kynrænt sjálfræði tóku gildi 2019. Í þeim var gefinn frest- ur til þess að opinberar stofnanir gerðu ráð fyrir kynsegin fólki í skráningum sínum til áramóta 2020, en skv. 6. gr. 2. mgr. er opin- berum stofnunum skylt að hafa slíkt. Þrátt fyrir útrunninn frest, mikinn þrýsting frá jafnréttis- nefndum skólans og áminningum frá Samtökunum 78 hefur skólinn enn ekki boðið upp á slíkan val- kost í skráningum sínum eða á vef Uglunnar. 2. Dæmi eru um það að nemenda- skrá hafi neitað að gefa út ný próf- skírteini fyrir trans fólk sem hefur breytt nafni sínu eftir útskrift. Nemendaskrá framfylgdi þannig ekki 4 gr. 3 mgr. í lögum um kyn- rænt sjálfræði en ekkert var gert í því máli að hálfu Háskólans, heldur kom það aftur í hendur utanaðkomandi baráttufólks að þeim lögum væri fylgt. 3. Hinseginfræðsla, sem og önnur jafnréttisfræðsla, integral partur af flestu skólastarfi sem fram fer á öðrum skólastigum landsins, hefur fengið að sitja svo rækilega á hakanum fyrir starfsfólk HÍ að sum þeirra gera sér vart grein fyrir því að jafnrétti nái út fyrir launa- mun karla og kvenna. 4. Innan skrifstofu rektors starfa tveir jafnréttisfulltrúar. Þetta eru góðir menn með miklar hugsjónir en þeir hafa í raun engin eiginleg völd til þess að framfylgja þeim breytingum sem þarf að gera. 5. Starfsumhverfið innan ákveðinna deilda skólans býður engan veginn upp á að hinsegin starfsfólki geti liðið vel, hvað þá nemendum, enda starfsandinn sumstaðar lítið breyst síðan fréttnæmt var að konur gengju í buxum. 6. Klósettin. Hvar skal nú byrja? Best er að benda á grein sem Q félag hinsegin stúdenta skrifaði á Vísi, Svar við um mælum rektors um ó kyn greind salerni í HÍ, þar sem sagan af því máli er rakin. Rektor og aðrir fulltrúar eru eflaust með afsakanir fyrir þessum punktum á tungubroddinum, en ég kæri mig því miður ekki um þær. Ég hef heyrt þær allar fyrr, og þær eru flestar ekki meira en svo: afsakanir. Afsakanir á misrétti sem væri vel hægt að laga ef raunverulegur vilji væri til staðar hjá því fólki sem fer með völdin innan háskólans. Við nemendur erum til- búin að mynda háskólasamfélag opið öllum, en eruð þið það? Getur þú með góðu móti fullyrt að eitt grunngilda háskólans sé jafnrétti, ef hlutir halda áfram á sömu braut? Svo við setjum þetta í stærra sam- hengi: Með því einu að birta þetta bréf opinberlega er ég að opna mig fyrir mikið meiri gagnrýni en þú munt fá, aðkasti nettrölla og starfs- manna skólans, svo eitthvað sé nefnt. En ég taldi ekki að þú myndir taka nokkurt mark á þessu nema þetta væri á opinberum grundvelli, þar sem ég og fleiri höfum verið að gagn- rýna þessa hluti innan háskólans árum saman án árangurs. Því erum við hér, bæði í skotlínunni. En til þess að enda þennan póst á sem vinaleg- ustu nótum endurtek ég orð þín frá eigin helgarkveðju: „Stöndum saman, hugum hvert að öðru og að okkur sjálfum.“ n Kæri Jón Atli, eru gildi HÍ sýndarmennska? Fyrirtækið Creditinfo gefur út viður- kenningar til fyrirtækja á Íslandi. Þessar viðurkenningar kallar Credit- info „Fyrirmyndarfyrirtæki“. Síðustu vikur hafa þau íslensku fyrirtæki, sem eru handhafar þessarar viðurkenn- ingar 2021, keppst við að tilkynna landsmönnum þessi tíðindi og í staðl- aðri auglýsingu er „starfsmönnum og viðskiptavinum þakkaður þessi árangur“. En hvað er á bak við þessa mjög svo afdráttarlausu viðurkenningu? Það eru m.a.: Lánshæfisflokkur, ársreikningi skilað, rekstrartekjur að lágmarki 50 m. kr., rekstrarhagnaður jákvæður, ársniðurstaða jákvæð síð- ustu 3 ár, tiltekið eignarfjárhlutfall, eignir a.m.k. 100 m.kr. síðustu þrjú ár. Er víst að fyrirtæki sem uppfylla þessi skilyrði séu til fyrirmyndar? Hvað með vinnuumhverfið? Hvern- ig líður starfsmönnum? Hvernig er vinnuaðstaðan? Til að vinnustaður eða fyrirtæki geti talist til fyrirmyndar þarf að uppfylla ýmsar lágmarkskröfur sem hafa áhrif á bæði líkamlegt og and- legt heilbrigði starfsfólks. Húsnæðið þarf að henta starfseminni, rými á hvern starfandi nægjanlegt, loft- gæði fullnægjandi, lýsing í samræmi við eðli starfsins, hentug húsgögn og búnaður. Til viðbótar við þessi tæknilegu atriði eru hinar félagslegu aðstæður jafnvel enn mikilvægari. Til að tryggja heilbrigt og jákvætt and- rúmsloft á vinnustað er að mörgu að hyggja. Það þarf að leggja áherslu á vellíðan starfsfólks, forvarnir og markviss viðbrögð þegar vandamál koma upp og almennt að stuðla að góðu, félagslegu vinnuumhverfi. Þeir þættir sem geta haft mikil áhrif á félagslegt vinnuumhverfi og líðan starfsfólks eru t.d.; vinnutími, verk- efnaálag, sjálfræði, sveigjanleiki, samsetning starfshópa, einvera við vinnu, breytingar í vinnuumhverfi, stuðningur og fræðsla. Öll samskipti á vinnustað verða að byggjast á jákvæðu andrúmslofti og upplýsingar og upplýsingaflæði verða að vera þannig að starfsfólk hafi greiðan aðgang að upplýsing- um sem varða starfið og mögulega áhættuþætti bæði andlega og líkam- lega. Upplýsingar verða að vera á því máli sem starfsmenn skilja, ekki bara íslensku. Allir vinnustaðir eiga að gera skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað, kallað áhættumat starfa. Þessi áætlun inni- felur kerfisbundið áhættumat þar sem gerð er greining og mat á öllum þáttum vinnuumhverf isins og áhættuþættir flokkaðir í forgangsröð. Við gerð áhættumatsins skal greina áhættuþætti eineltis, kynferðislegrar áreitni, kynbundinnar áreitni og ofbeldis á vinnustaðnum. Siðareglur eru sjálfsagður hluti af metnaðarfullu áhættumati. Siða- reglur geta verið sérstaklega gagn- legar þegar starfsmannahópurinn er fjölþjóðlegur. Í slíkum siðareglum er lögð áhersla á virðingu og umburðar- lyndi fyrir mismunandi menningar- arfi. Það getur átt við um persónuleg samskipti, útlitseinkenni, klæða- burð, matarvenjur og önnur möguleg þjóðleg einkenni. Jafnframt er lögð áhersla á umburðarlyndi og virðingu milli fólks sem er með ólík lífsviðhorf og tilheyrir ýmsum, trúarhópum og trúarbrögðum. Hver eru kynjahlut- föllin í stjórnendahópnum? Er jafn- launavottun fyrirliggjandi? Ég hef hér tæpt á nokkrum atriðum sem fyrirtæki þurfa að uppfylla til að geta talist „Fyrirmyndarfyrirtæki“. Ekkert af þessum atriðum er með í mati og viðurkenningu Creditinfo. Ég veit ekki hvort maður á að hlæja eða gráta þegar fjöldi fyrirtækja á íslandi skreytir sig með viðurkenn- ingunni „Fyrirmyndar fyrirtæki“ sem eingöngu byggir á því að fjármálin virðist vera í lagi. Það þarf meira til ef fyrirtæki á að verðskulda tignarheitið „Fyrirmyndar fyrirtæki“. n Fyrirmyndarfyrirtæki? Mars M. Proppé háskólanemi Halldór Hannesson bygginga- verkfræðingur Steinar Harðarson vinnuverndar- ráðgjafi 20 Skoðun 11. nóvember 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.