Fréttablaðið - 11.11.2021, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 11.11.2021, Blaðsíða 46
Rúnar verður ekki lengur einn á toppnum Eftir sautján ár og þrjá mánuði sem leikjahæsti leikmaður karlalandsliðsins frá upphafi jafnar Birkir Bjarnason við Rúnar Kristins- son í Búkarest í kvöld. Birkir hefur byrjað alla leiki íslenska landsliðsins undir núverandi þjálfarateymi og má búast við að hann beri fyrirliða- bandið í þessum tímamóta- leik eins og í síðustu leikjum liðsins. Komi Birkir við sögu í báðum leikjum Íslands í þessu landsleikjahléi verður hann einn á báti sem leikja- hæsti leikmaður karlalands- liðsins eftir leikinn í Skopje. Á þeim tíma sem Rúnar lék síðasta leik sinn fyrir Íslands hönd síðla sumars 2004, var Birkir nýbúinn að stíga fyrstu skref sín með yngri lands- liðum Íslands í U16 ára liði Íslands. Hann var hluti af U21 árs liði Íslands sem fór á Evrópumótið 2011 og steig fyrstu skref sín með A-landsliðinu vorið 2010. Síðan þá hefur hann verið í lykilhlutverki hjá landsliðinu og skor- aði hann fyrsta mark karlalandsliðsins á stórmóti þegar hann skoraði jöfnunar- mark Íslands gegn Portúgal í fyrsta leik Íslands á Evrópu- mótinu 2016. Birkir tók á dög- unum fram úr nafna sínum Birki Má Sævarssyni sem er einum leik á eftir Birki, en Birkir Már gæti jafnað við Rúnar ef hann kemur við sögu í báðum leikj- unum. 43 leikmenn komið við sögu í ellefu leikjum Þjálfarateymið hefur þurft að prófa ýmsa nýja leikmenn á þessum ellefu mánuðum sem eru liðnir frá því að þeir tóku við taumunum og hafa alls 43 leikmenn komið við sögu í ellefu leikjum til þessa. Af þeim eru fjórir markmenn og 39 útileikmenn en aðeins einn leikmaður, Birkir Bjarnason, hefur komið við sögu í öllum ellefu leikjum nýja þjálfara- teymisins. Strax í fyrsta landsleikja- verkefni þjálfarateymisins kom 21 mismunandi leik- maður við sögu þegar Ísland lék þrjá leiki á innan við viku. Í næsta landsleikjahléi í æfingaleikjum gegn Mexíkó, Færeyjum og Póllandi fengu þrettán leikmenn til viðbót- ar tækifæri með landsliðinu. Svo gæti farið að fertugasti útileikmaðurinn fái tæki- færið undir stjórn Arnars og Eiðs í Búkarest eða Skopje en Ari Leifsson er eini leikmaður hópsins sem á eftir að fá tækifæri undir stjórn þjálfara- teymisins. Þegar litið er til leiktíma ber Birkir Bjarnason af, en hann hefur byrjað alla ellefu leiki Ís- lands undir stjórn núverandi þjálfara- teymis og leikið 944 af 990 mínútum eða 95 prósent af leik- tímanum undir stjórn Arnars og Eiðs. Næstur kemur Albert Guðmunds- son sem hefur leikið 704 mínútur en Kolbeinn Þórðarson er með fæstar mínútur af þessum 43 sem hafa komið við sögu, þrjár mínútur. ÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ Unnið þrjá leiki af ellefu Leikirnir tveir, sem eru fram undan gegn Rúmeníu og Norður-Makedóníu, verða síðustu leikir Íslands þetta árið og síðustu leikirnir á fyrsta árinu undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen sem tóku við skömmu fyrir jól á síðasta ári. Uppskeran hefur til þessa verið rýr, aðeins unnist þrír sigrar, tveir gegn Liechtenstein og einn gegn Færeyjum, þremur leikjum hefur lokið með jafntefli og fimm sinnum hefur Ísland tapað. Það var engin óskabyrjun fyrir þjálfarateymið að þurfa að mæta Þjóðverjum í fyrsta leik án þess að hafa fengið einn æfingaleik og aðeins þrjá daga af æfingum, en tap gegn Armenum ytra þremur dögum síðar setti tóninn fyrir undankeppnina sem var fram undan hjá íslenska liðinu. Fimm stig af fimmtán á heimavelli og þrjú stig af níu á útivelli verða til þess að Ísland er svo gott sem úr leik fyrir lokaleikina. Íslenska liðið fær hins vegar tækifæri til þess að enda undankeppnina á jákvæðum nótum í þessum tveimur leikjum eftir að einu sigrar liðsins í undan- keppninni hafa komið gegn Liechtenstein. Árið 2022 notað í þróun „Við horfum á þetta út frá þeirri þróun sem við erum að reyna að ná hjá liðinu. Við fengum fjögur stig í síðasta glugga en septemberglugg- inn hefði mátt gefa fleiri stig. Um leið eru í fyrsta sinn litlar breytingar á hópnum á milli leikja sem gefur okkur betra færi að ná utan um þennan hóp sem við höfum unnið með í haust,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, þjálfari lands- liðsins, þegar hann ræddi verkefnið fram undan. „Ég hefði kosið að vera með fleiri stig svo að möguleikinn á öðru sæti væri enn í okkar höndum en það þýðir ekki að horfa bara á úrslitin. Ef litið er í tölfræðina eru mörg atriði sem við erum að gera vel en um leið mörg skref sem við þurfum að taka og það er markmið okkar, að taka næsta skref og bæta leik liðsins.“ Arnar tók undir mikilvægi næstu mánaða í undirbúningi fyrir undankeppni EM 2024. „Það var alltaf á áætlun að næsta ár yrði notað til að þróa leik liðsins og undirbúa það fyrir 2023 þegar ný und- ankeppni hefst. Þjóðadeildin getur verið mikilvægur liður í því, að fá keppnisleiki sem geta átt þátt í að koma okkur á EM en um leið þurfum við að taka næsta skref sem lið.“ Veik von lifir ef úrslit verða Íslandi hagstæð Ísland á enn tölfræðilega möguleika á að komast í um- spilið fyrir sæti á HM 2022 en til þess þurfa allar heilla- dísirnar að vera með Íslandi í liði og ekki víst að það dugi. Sigur í Búkarest í kvöld er fyrsta skrefið en um leið þarf Ísland að treysta á jafn- tefli í leik Armena og Norður- Makedóníu til þess að eiga enn einhvern möguleika á að komast áfram í lokaum- ferðinni. Fari svo að Armenar eða Norður-Makedónar fagni sigri í kvöld eru vonir Íslands hins vegar endanlega úr sögunni. Ef úrslitin verða Íslandi í hag og Strákarnir okkar eiga enn möguleika fyrir leikinn gegn Norður-Makedóníu í Skopje á sunnudaginn, eru tvær leiðir bakdyramegin fyrir Ísland að komast í um- spilið. Önnur leiðin er sú að Ísland þyrfti að vinna upp markamuninn sem Rúmenía hefur á Ísland og treysta á að Liehctenstein nái allavega jafntefli gegn Rúmenum en líklegra er að Ísland þyrfti að treysta á fyrsta sigur  Liecht- enstein í riðlakeppninni gegn Rúmenum á sunnudaginn og vinna Norður-Makedóníu um leið til að komast í umspilið. Ísland leikur síðustu leiki sína í undankeppni HM 2022 á næstu dögum. Eftir undan- keppni þar sem liðið var í vandræðum utan sem innan vallar eru möguleikar Íslands nánast úr sögunni og því tíma- bært að huga að næstu árum. kristinnpall@frettabladid.is  FÓTBOLTI Lokahnykkurinn á undan- keppni HM 2022 er fram undan en íslenska karlalandsliðið í knatt- spyrnu leikur tvo leiki á næstu dögum. Í fyrsta sinn í tíu ár er nokk- uð ljóst að Ísland er ekki á leiðinni í umspil, né á lokamótið sjálft fyrir lokaumferðina, eftir gullaldartíð karlalandsliðsins undanfarinn ára- tug. Ísland á enn afar veika von um að komast í umspilið en til þess þurfa öll úrslit að verða Íslandi hagstæð. Þetta er síðasti leikur Íslands í undankeppninni og síðasti keppnis- leikur Íslands í hálft ár. Næst tekur við Þjóðadeild UEFA næsta sumar sem kemur til með að hafa áhrif á næstu undankeppni fyrir Evrópu- mótið 2024 en sú undankeppni hefst í mars 2023. Þjálfarateymið fær því langan tíma til að móta nýtt lið frá grunni til að vera betur undir það búið að verða aftur í baráttunni um að komast á stórmót á ný. Andstæðingar okkar í kvöld, Rúmenar, leika fyrir luktum dyrum vegna stöðu kórónaveirufarald- ursins en eru með örlögin í eigin höndum. Vinni Rúmenar leiki sína komast þeir í umspilið og færast skrefi nær því að taka þátt á HM í fyrsta sinn síðan 1998 þegar Ghe- orghe Hagi var í liðinu. Sonur hans, Ianis, er í hóp Rúmena í kvöld. n Sigur gæti glætt veika líflínu Markatala liðsins í ellefu leikjum undir stjórn núverandi þjálfarateymis er fjögur mörk í mínus. 11. nóvember 2021 FIMMTUDAGUR Brautirnar eru fáanlegar með mjúklokun Mikið úrval rennihurðabrauta frá Þýsk gæðavara. Skútuvogi 1h - Sími 585 8900 www.jarngler.is Kynslóðaskiptin áttu sér stað á stuttum tíma en fáir eru eftir úr EM- og HM-hópunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.