Fréttablaðið - 11.11.2021, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 11.11.2021, Blaðsíða 8
arnartomas@frettabladid.is BRETLAND Áin Thames iðar nú af lífi eftir að lýst hafði verið yfir að hún væri „líffræðilega dauð“ árið 1957, vegna mengunar. Þetta kemur fram í skýrslu Dýrafræðisamfélags London um ástand árinnar. Í sex áratugi hefur verið unnið að því að bæta umhverfi árinnar og nú finnast þar 115 tegundir af fiskum og 92 tegundir af fuglum. Þar á meðal er gráháfur, hákarlategund sem er skráð í útrýmingarhættu, sæhestar, álar og selir. Þá voru skrásettir tæplega sex hundruð hektarar af sjávarfiti, grónu svæði sem er ýmsum líf- verum lífsnauðsynlegt. „Árósar eru eitt af vanræktustu vistkerfum okkar,“ sagði Alison Debney sem leiðir endurheimt vot- lendis hjá félaginu. „Þeir veita okkur hreint vatn, vernd gegn f lóðum og eru mikil- vægt búsvæði fyrir fiska og annað dýralíf,“ sagði Alison. Þrátt fyrir að í skýrslunni sé ják væðu ljósi var pað á áhrif umhverfisstarfsemi við ána, er einnig bent á að hækkandi hitastig vegna hamfarahlýnunar muni hafa áhrif á lífríkið endurheimta. n Íbúar við Leifsgötu 4 til 10 höfðu betur í kærumáli gegn byggingarfulltrúanum í Reykjavík sem gerður er afturreka með þá ákvörðun að aðhafast ekki meira en orðið var vegna bakhúss sem stendur á lóðinni í óleyfi. gar@frettabladid.is ÚRSKURÐIR Byggingarfulltrúanum í Reykjavík ber að beita sér vegna bakhúss sem reist var í óleyfi á Leifs- götu fyrir 75 árum, segir úrskurðar- nefnd umhverfis- og auðlindamála, og tekur þar með undir sjónarmið íbúa í næsta húsi. Sótt var um leyfi til þess að reisa bakhús við Leifsgötu 4 á árinu 1946 og Reykjavíkurborg hafnaði því að veita leyfið, en húsið var byggt engu að síður. Allar götur síðan hefur umsókn- um um ýmis leyfi tengd bakhúsinu verið hafnað. Ráðist hefur verið í ýmsar viðbótarframkvæmdir í gegnum tíðina, sem borgin hefur óskað eftir að verði fjarlægðar án þess að við því hafi verið orðið. Íslandsbanki eignaðist Leifs- götu 4b á nauðungar uppboði vorið 2013. „Hinn 21. ágúst 2017 sendi starfsmaður bankans tölvupóst til starfsmanns umhverfis- og skipu- lagssviðs Reykjavíkurborgar og spurðist þar fyrir um hvað væri til ráða með framhaldið,“ segir í umfjöllun úrskurðarnefndarinnar. Þar hafi verið vísað til þess að bank- inn hefði lánað út á eignina í þeirri trú að hún væri „nothæf“. Í svari borgarstarfsmannsins hafi Íslandsbanka verið bent á að varla væri þar „gott ástand, til dæmis með tilliti til brunavarna“ enda væri skúrinn mjög nálægt fjölbýlis- húsinu þar framan við. „Sennilega væri best að þið létuð rífa þetta til að losna við öll gjöld,“ var ráðið frá borginni til bankans, sem fylgdi ekki þeirri ráðleggingu heldur seldi bakhúsið til eiganda í júlí 2019. Í samningnum var tekið fram að eignin væri „lóðarréttindalaus“ og að uppi væri ósætti við íbúa á Leifs- götu 4 til 10. Eftir að Íslandsbanki seldi húsið óskuðu íbúar í húsfélaginu Leifsgötu 4-10 eftir því við byggingarfulltrúa að hann léti fjarlægja hið óleyfilega bakhús. Töldu þeir að hafnar væru óleyfilegar framkvæmdir og óheim- il atvinnustarfsemi í eigninni. Eftir þrjár vettvangsferðir full- trúa byggingarfulltrúa á staðinn og bréf til hins nýja eiganda ákvað byggingarfulltrúi í júní í sumar að aðhafast ekki meira að svo stöddu. Húsfélagið Leifsgata 4 til 10 kærði þá ákvörðun. Úrskurðarnefndin tók undir með íbúunum. Byggingarfulltrúa hefði ekki verið stætt á að styðja ákvörð- un sína um að aðhafast ekki frekar með þeim rökum að óskum hans hefði ekki verið sinnt, enda var þá tilgangi skoðunarinnar ekki náð. Þar að auki lægju fyrir gögn, meðal annars myndupptaka sem gáfu til kynna að bakhúsið væri nýtt í atvinnuskyni. Full ástæða hefði verið fyrir byggingarfulltrúa til að rannsaka málið frekar. Þá bendir úrskurðarnefndin á að þrátt fyrir að eigandi mannvirkis beri ábyrgð á eigin brunavörnum taki eftirlit byggingar fulltrúa til mannvirkja sem reist eru án tilskil- ins leyfis, enda geri lög beinlínis ráð fyrir að þvingunarúrræðum sé beitt vegna ólöglegra mannvirkja. „Verður að telja það ótækt að ákvörðun um að aðhafast ekki frekar vegna skorts á bruna- vörnum, sem lúta skýrlega að almannahagsmunum og í þessu tilviki tengjast öryggi og heilsu félagsmanna kæranda [húsfélags- ins Leifsgötu 4 til 10] og annarra íbúa hverfisins, sé rökstudd með vísan til þess að ábyrgðin liggi hjá eiganda mannvirkis,“ undirstrikar úrskurðarnefnd umhverfis- og auð- lindamála. n Sennilega væri best að þið létuð rífa þetta til að losna við öll gjöld. Úr ráðleggingum Reykjavíkur- borgar til Íslandsbanka Áin hýsir nú 115 tegundir af fiskum og 92 tegundir af fuglum. bth@frettabladid.is LÖGREGLUMÁL Fjölnir Sæmunds- son, formaður Landssambands lögreglumanna, segist ekki sjá að ríkislögreglustjóri geti haft mikið um mál Þorbjargar Ingu Jóns- dóttur lögmanns að segja. Hann hefði kosið að ríkissaksóknari tæki málið upp. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í skrif- legu svari við fyrirspurn Frétta- blaðsins að ásakanir lögmannsins um að réttarkerfið gerði manna- mun væru mjög alvarlegar og að hún myndi fela ríkislögreglustjóra að rannsaka málið. Landssamband lögreglumanna fór hins vegar fram á með bréfi til dómsmálaráðuneytisins að ríkis- saksóknari hæfi sjálfstæða rann- sókn. Í Fréttavaktinni á sjónvarps- stöðinni Hringbraut var Fjölnir til svara, meðal annars um viðbrögð Áslaugar Örnu dómsmálaráðherra. „Það er allt í lagi að hún feli ríkis- lögreglustjóra að skoða eitthvað og setji upp einhverja nefnd. En eins og við lítum á þetta hefur ríkislög- reglustjóri ekkert rannsóknarvald og hann er ekki stjórnandi rann- sókna á landinu heldur ríkissak- sóknari,“ segir Fjölnir. Hann bætir við að ríkissak- sóknari gefi lögreglustjórum og héraðssaksóknurum tilmæli um rannsóknir. „Ríkislögreglustjóri hefur eitt- hvað yf ir lögreglumönnum að segja. En við erum að tala um rann- sóknir brota og þá hljótum við að leita til þess sem er yfir þessum brotum sem er ríkissaksóknari.“ Fjölnir telur að Þorbjörg Inga sé orðin vanhæf til að sitja í nefnd um eftirlit með lögreglu. Spurður, ofan á svokallað Ásmundarsalarmál, þar sem nefndin hafði afskipti af lögreglumönnum í þeirra óþökk, hvort ummæli Þorbjargar Ingu nú hefðu verið kornið sem fyllti mæli lögreglumanna, svarar hann: „Já, kannski dálítið.“ n Vill að ríkissaksóknari taki upp mál Þorbjargar 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM Í VEFVERSLUN 11.11. teogkaff i . is Eins og við lítum á þetta hefur ríkislög- reglustjóri ekkert rannsóknarvald. Fjölnir Sæmundsson, formaður Lands- sambands lög- reglumanna Borginni gert að beita sér gegn bakhúsi á Leifsgötu Bakhúsið á Leifsgötu 4b var reist í óleyfi árið 1946 og er nágrönnunum þyrnir í augum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Iðar af lífi þrátt fyrir dánarvottorð Thames var lýst sem líffræðilega dauðri 1957. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 8 Fréttir 11. nóvember 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.