Fréttablaðið - 11.11.2021, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 11.11.2021, Blaðsíða 42
Jón Sölvi Walderhaug Eiríks- son, nemandi í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands, stefnir á starfsnám erlendis eftir útskrift. Hér sýnir hann lesendum nokkrar flíkur úr fataskápnum. starri@frettabladid.is „Draumurinn er að vinna sem sjálfstætt starfandi hönnuður og listamaður í framtíðinni,“ segir Jón Sölvi Walderhaug Eiríksson, nemandi í vöruhönnun við Lista- háskóla Íslands (LHÍ). „Starfið gæti tengst hönnun ólíkra hluta, t.d. húsgögnum, klæðnaði eða listaverkum en lífið er ferli og það skýrist allt með tímanum.“ Hann segir að ákvörðunin um að sækja um nám í vöruhönnun hafi verið frekar náttúruleg þróun á því sem hann hafði verið að gera í menntaskóla. „Ég hóf nám í menntaskóla í Noregi, þar sem móðir mín býr, og reyndi við almenna braut. Þegar ég lít til baka þá var ekki fruma í líkama mínum sem hafði áhuga á bóklegum greinum á þeim tíma. Ég eyddi tímanum mínum frekar í að mála málverk en að læra heima.“ Eftir fall á fyrsta ári skipti hann um skóla og hóf nám í Kunst, design og arkitektur, þar sem hann blómstraði að eigin sögn. „Þar upp- götvaði ég hönnun og arkitektúr og endaði með því að flytja heim til Íslands eftir ár þar sem ég hóf nám í hönnun og nýsköpun samhliða stúdentsgráðu í Tækniskólanum. Mér gekk vel í skapandi greinum og ákvað í kjölfarið að sækja um nám í vöruhönnun í LHÍ, enda taldi ég á þeim tíma að námið myndi gefa mér mesta svigrúmið til að tjá mig gegnum hönnun. Annars hef ég lært það helst á þessum árum að elta forvitnina og vera ekki hræddur við að gera tilraunir.“ Þurfum að hugsa öðruvísi Eftir útskrift langar hann í starfs- nám erlendis og vinna hjá hönnuði til að fylgjast með, læra og skilja. „Annars eru svo spennandi hlutir að eiga sér stað í hönnun í dag, þar sem skilgreiningar eru að endur- skilgreina sig og nýir heimar eru að verða til daglega. Ég tel það vera vegna þess að við sem samfélag erum loks tilneydd til að hugsa öðruvísi um okkur sjálf og hlut- verk okkar á þessari dýrmætu jörð í sambandi við loftslagsmál.“ Bekkur Jóns Sölva í Listaháskól- anum heldur sýningu í skólanum laugardaginn 27. nóvember sem stendur til sunnudags. „Sýningin fjallar um regnskóga norðursins. Við ætlum að kynna til leiks stór- kostlegan heim þara og þangs á Íslandi og sýna hvað við erum búin að komast að síðan við kynntumst þessari náttúru í ágúst. Hægt er að fylgjast með á Instagram (@pro- duct_design_iua).“ Jón Sölvi sýnir okkur nokkrar flíkur úr fataskápnum. Spurt og svarað: Hvernig hefur tískuáhugi þinn þróast undanfarin ár? Ég held að áhugi á tísku hafi alltaf fylgt mér. Mér fannst sem dæmi ótrúlega gaman að fylgjast með gömlum bændum og sveitaklæðn- aði þegar ég var barn. Á grunn- skólaárum mínum var ég líka oft með litríka kennara. Svo held ég að persónulegur stíll hafi alltaf verið í tengingu við tónlist. Fyrst var það rokk en í dag er ég frekar mikil alæta þegar kemur að tónlist. Fyrir vikið breytist klæðnaðurinn minn á tveggja vikna fresti. Einn daginn er ég í kjól og annan er ég í jakka- fötum. Annars finnst mér tíska eða fatastíll vera bara „tribal instinct“ til sýna hver við erum og hvað við stöndum fyrir. Mér finnst sérstak- lega gaman að fylgjast með eldra fólki sem tjáir sig með klæðnaði. Hvar kaupir þú helst fötin þín? Ég kaupi bara notuð föt eins og er og finn þau yfirleitt á fata- markaðinum við Hlemm og í Rauða krossinum. Einstaka sinnum hef ég fundið föt á ruslahaugum erlendis. Annars bara reyni ég að kaupa föt sem eru einstök ein og sér og þegar einstakar flíkur koma saman gerist eitthvað skemmtilegt. Hvaða litir eru í uppáhaldi? Jarðlitir í mjög víðu samhengi. Áttu minningar um gömul tísku- slys? Þau eru of mörg. Mér dettur t.d. í hug þegar ég notaði móðurborð á Playstation 2 fjarstýringu sem hálsmen í grunnskóla. Hvaða þekktu einstaklingar eru svalir þegar kemur að tísku? Íslenskir fatahönnuðir sem ég hef mikla trú á eru Sólveig Hansdóttir (@solhansdottir), Ása Bríet Bratta- berg (@asabrietbratta), Guðmundur Magnússon (@gummo___), Arna Inga (@arnainga), Sigmundur Páll Freysteinsson (@sigmundurpf), Karítas Spano (@karitasspano) og stílistinn Díana Rós Breckmann (@ dianabreckmann). Svo vil ég hrósa sérstaklega Viktori Má Péturssyni (@viktorthemagicthegathering- man). Annars finnst mér gaman að skoða Rick Owens, Maison Margiela, Issey Miyake, yohji yamamoto, Rei Kawakubo, Iris Van Herpen og Instagram síðuna @ cryingdoves691. Áttu eina uppáhaldsflík? Núna er það bláa prjónaða hettan mín sem ég fann í gamla fataskáp ömmusystur minnar í sveitinni. Annars er það grár kanínuloðhattur sem ég erfði eftir bróður ömmu. Ég kalla hann „síðasta bónda- hattinn“ því þetta var síðasti hatturinn hans og hann var síðasti bóndinn í sveitinni frá landnámi. Bestu og verstu fatakaupin? Bestu kaupin eru öll notuð föt sem ég hef keypt, meðan þau verstu eru öll þau „fast fashion“ kaup sem ég hef gert þegar ég vissi ekki betur. Notar þú fylgihluti? Hálsmenn, poka og svo eitthvað sem ég get sett á aðrar flíkur, eins og nælur eða t.d. hekluðu dúkku- húfuna mína sem ég fann í Rauða krossinum. n Einstaka sinnum fundið flíkur á ruslahaugum Prjónuð hetta frá ömmusystur hans, stutterma turtleneck frá fatamarkað- inum við Hlemm og köflóttar buxur frá Rauða krossinum. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Ljósbrúnn pleðurjakki úr Spúútnik, ullar- vesti og hvítar buxur frá fata- markaðinum við Hlemm, hvíta yfirhöfnin er textílprufa sem átti að henda. 80´s skíðaskórn- ir voru keyptir á Fatamarkaði. Suprime langermabolur sem vinur hans gaf honum og bolur frá fata- markaðinum við Hlemm. Föstudaginn 26. nóvember gefur Fréttablaðið út sérblaðið Black Friday Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Nánari upplýsingar um blaðið veitir: Arnar Magnússon sölu-og markaðsfulltrúi Fréttablaðsins Sími 550-5652 / arnarm@frettabladid.is 6 kynningarblað A L LT 11. nóvember 2021 FIMMTUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.