Fréttablaðið - 11.11.2021, Blaðsíða 36
HÚÐIN Skin Clinic býður nú
upp á áhrifamiklar ávaxta-
sýrur og húðlínu frá virtum
merkjum meðal fagfólks í
húðmeðferðargeiranum.
Báðar nýjungarnar koma frá
Kaliforníu.
Jan Marini húðlína frá Kaliforníu
Húðlínan vinsæla, sem lýta- og
húðlæknar í Kaliforníu velja inn á
stofur sínar, fæst nú í fyrsta sinn á
Íslandi, hjá HÚÐINNI.
„Húðvörurnar frá Jan Marini eru
byggðar á ítarlegum rannsóknum
í Kísildalnum. Þær innihalda virk
efni sem vinna meðal annars á
bólum, andlitslínum og litabreyt-
ingum,“ útskýrir Lára G. Sigurðar-
dóttir, læknir og einn eigenda
HÚÐARINNAR í Hátúni 6b.
Í húðlínu Jan Marini eru virkar
ávaxtasýrur sem gefa húðinni
ferskt og fallegt útlit.
„Fyrst má nefna Bioclear-kremið
sem fæst bæði í föstu formi sem
hentar þurri húð, og fljótandi
formi sem hentar olíukenndri húð
og húð sem er í jafnvægi. Bioclear
inniheldur Glycolic-ávaxtasýru
(AHA) sem örvar endurnýjun
ysta húðlagsins, vinnur á lita-
breytingum og minnkar fíla-
pensla. Bioclear inniheldur einnig
Salicylic-ávaxtasýru (BHA) sem
minnkar olíumyndun og bólguvið-
brögð í húðinni, og vinnur þar af
leiðandi á bólum og fílapenslum,
og Azelaic-ávaxtasýru sem hemur
vöxt baktería í hársekkjum og
minnkar sólarskemmdir,“ upplýsir
Lára.
Vinsælasta varan frá Jan Marini
er án efa C-ESTA (C-vítamín)
serum.
„C-ESTA ýtir undir framleiðslu
kollagens og er eins og Pac-Man
á sindurefni. Það þéttir húðina,
minnkar slappleika og andlits-
línur, gefur raka og minnkar sólar-
skemmdir,“ greinir Lára frá.
Retinól er einnig mikið notað
í húðlínu Jan Marini. Það hefur
reynst gefa árangur á innan við
tveimur til fjórum vikum og sýndu
niðurstöður rannsókna að 97 pró-
sent þátttakenda tóku eftir fækkun
andlitslína eftir notkun þess.
„Mikilvægt er að ráðfæra sig
við fagfólk áður en byrjað er að
nota kremin, þar sem efnin í þeim
eru virk. Til dæmis má ekki nota
ávaxtasýrur á meðgöngu eða með
barn á brjósti. Við hjá HÚÐINNI
bjóðum upp á ráðgjöf og ávaxta-
sýrumeðferð frá Jan Marini sem
gefið hefur góðan árangur sam-
hliða kremunum.“
Perfect Derma ávaxtasýrur
frá Beverly Hills
HÚÐIN hefur einnig tekið inn
ávaxtasýrur frá Perfect Derma
í Kaliforníu. Þær hafa notið
gríðarlegra vinsælda í Bretlandi og
Bandaríkjunum.
„Það má segja að ávaxtasýrurnar
frá Perfect Derma blási nýju lífi í
húð sem farin er að eldast. Þær auka
ljóma og minnka sólarskemmdir,
en allt að 90 prósent af öldrun
húðar er tilkomin vegna sólar-
skemmda,“ upplýsir Sigríður Arna
Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur
og einn eigenda HÚÐARINNAR.
„Perfect Derma-ávaxtasýrurnar
minnka fínar og djúpar andlits-
línur, ásamt því að minnka bólgu
í húð og svitaholur. Kosturinn við
meðferðina er að hún inniheldur
frábæra blöndu af sýrum sem
hver og ein vinnur gegn ákveðnu
húðvandamáli. Þetta er eina mið-
dýptar-ávaxtasýran sem inni-
heldur glútaþíon sem gjarnan er
nefnt meistari andoxunarefnanna.
Hún verndar húðina gegn öldrun
og skemmdum,“ greinir Sigríður
Arna frá.
Perfect Derma örvar frumu-
skiptingu og framleiðslu kollagens
Húðlína og ávaxtasýrur sem blása nýju lífi í húðina
Fagmennska og
fyrsta flokks
þjónusta
er veitt hjá
Húðinni. Frá
vinstri: Sigríður
Arna Sigurðar-
dóttir, dr. Lára G.
Sigurðardóttir,
Arndís Ágústs-
dóttir, Sigga
Stína Steinars-
dóttir og Drífa
Ísabella Davíðs-
dóttir.
FRÉTTABLAÐIÐ/
EYÞÓR
Hér má sjá fyrir og eftir myndir af andliti eftir tvær meðferðir með Perfect
Derma-ávaxtasýrum. Dregið hefur stórlega úr línum og slappleika í húð.
Hér sést árangur af Perfect Derma-meðferð á fyrsta, þriðja og sjöunda degi.
Andlit fyrir og eftir eina meðferð
með Perfect Derma-ávaxtasýrum.
Mikill árangur sést á bólumeðferð
eftir 10 mánaða Jan Marini meðferð.
Jan Marini-meðferð á 15 vikum.
HÚÐIN Skin Clinic
Húðmeðferðarstöðin HÚÐIN
Skin Clinic býður upp á fjöl-
breyttar húðmeðferðir, faglega
þjónustu og notalegt andrúms-
loft.
Þar starfa dr. Lára G. Sigurðar-
dóttir læknir, Sigríður Arna
Sigurðardóttir, hjúkrunar- og
förðunarfræðingur, Drífa Ísa-
bella Davíðsdóttir hjúkrunar-
fræðingur, Arndís Ágústsdóttir
hjúkrunarfræðingur og Sigríður
Kristín Steinarsdóttir, móttöku-
ritari og förðunarfræðingur.
og elastíns, ásamt því að hjálpa
húðinni að hreinsa sig og hafa
bólgueyðandi og bakteríuhamlandi
eiginleika.
„Ávaxtasýrurnar frá Perfect
Derma þolast oftast vel og sem
dæmi er í mörgum tilfellum hægt
að skilja þær eftir á húðinni fram
á næsta morgun, þegar þær eru
þvegnar af. Á þriðja degi byrjar
húðin að flagna en meðfylgjandi
hreinsiklútur og krem hjálpa til við
endurnýjun húðarinnar og að ná
sem mestum árangri. Mælt er með
því að taka þrjár meðferðir með 30
daga millibili til að sjá hámarksár-
angur en hver meðferð skilar sínu.“
Meðferðir sem bæta hver aðra
Húðmeðferðir hjá HÚÐINNI vinna
allar saman.
„Það er mikill kostur og við
blöndum óhikað saman með-
ferðum, enda virka sumar meira á
ysta húðlagið á meðan aðrar styrkja
miðlag húðarinnar. Eitt sinn fóru
þeir sem vildu halda sér vel við í
skurðaðgerð en með öllum þessum
nýju meðferðarmöguleikum er
hægt að halda húðinni hraust-
legri og fallegri fram eftir aldri,
svo framarlega sem hver og einn
hugsar um að verja húð sína gegn
skaðlegum umhverfisþáttum, eins
og sólböðum og reykingum,“ segir
Lára og nefnir meðferðarmöguleika
sem hafa sýnt sig að virka vel til
unglegra útlits húðar.
„Það eru meðferðir eins og laser-
lyfting, oft betur þekkt sem andlits-
lyfting án skurðaðgerðar, örnála-
meðferð, einnig nefnd Dermapen,
húðslípun, ávaxtasýrumeðferð og
Restylane-fylliefni sem hafa sannað
gildi sitt í áraraðir og eru ávallt
vinsæl.“
Við tökum vel á móti þér
Ef þig langar að fríska upp á útlitið
en ert ekki viss hvar þú átt að
byrja, er alltaf hægt að panta tíma í
ráðgjöf hjá HÚÐINNI.
„Margir eru hræddir um að
ganga út frá okkur óþekkjanlegir
en líklega hafa samfélagsmiðlar
eitthvað að gera með þá staðal-
ímynd. Við hjá HÚÐINNI leggjum
áherslu á að meðferðirnar viðhaldi
húð á heilbrigðan hátt, án þess að
breyta útliti.
Þó svo að húðmeðferðir eigi ekki
að vera feimnismál, og eru jafn
sjálfsagðar og að fara í ræktina, þá
eru viðskiptavinir okkar á þeirri
línu að vilja sjá breytingar koma
fram smám saman. Því er árangur
af mörgum meðferðum að koma
fram í hálft ár eftir hverja með-
ferð,“ segir Sigríður Arna.
„Markmið okkar er að fólk fari
sátt frá okkur og fái athugasemdir
um hversu vel það líti út eða sé
úthvílt. Og eins og með allt annað,
þá er mikilvægt að muna að því
fyrr sem maður byrjar að hugsa vel
um húðina, því betur eldist hún.“
Á vandaðri heimasíðu hudin.is
er að finna ítarlegar upplýsingar
um allar meðferðir og hægt að skrá
sig á póstlista til að fylgjast með
tilboðum og pistlum.
Húðin.is er á Facebook og Instag-
ram. n
HÚÐIN Skin Clinic er í Hátúni 6b.
Einnig eru veittar upplýsingar í
síma 519 3223 og á timi@hudin.is.
12 kynningarblað 11. nóvember 2021 FIMMTUDAGURSNYRTIVÖRUR