Fréttablaðið - 13.11.2021, Blaðsíða 44
ARKITEKTAR
BYGGINGAFRÆÐINGAR
Við leitum að arkitektum og byggingafræðingum til starfa.
Unnið er bæði á AutoCad og Revit, reynsla á forritin er því ákjósanleg.
Starfsreynsla á arkitektastofu er kostur.
Við bjóðum upp á fjölbreytt starf með samhentum hópi og góðri vinnuaðstöðu.
Skila skal umsóknum ásamt starfsferilsskrám á netfangið tark@tark.is fyrir 29. nóvember 2021.
Öllum umsóknum verður svarað og farið verður með þær sem trúnaðarmál.
T.ark er arkitektastofa sem vinnur að fjölbreyttum verkefnum á sviði byggingarlistar, hönnun
nýbygginga, endurhönnun og breytingar á eldri byggingum, gerð skipulagsáætlana,
hönnunarstjórn byggingareftirlit o.fl. Starfsmenn T.ark eru nú 23 talsins; arkitektar,
byggingafræðingar, innanhússarkitektar.
T.ark Arkitektar ehf – Hátúni 2b – 105 Reykjavík – 540 5700 - www.tark.is
hagvangur.is
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands óskar eftir að ráða
framkvæmdastjóra í mjög spennandi en jafnframt krefjandi starf.
Starfssvið
• Framkvæmd ákvarðana framkvæmdastjórnar ÍSÍ
• Yfirumsjón og ábyrgð á daglegum rekstri
• Stýring fjármála, áætlanagerð og kostnaðareftirlit
• Yfirumsjón með undirbúningi og framkvæmd verkefna
• Samskipti við sambandsaðila ÍSÍ og opinbera aðila
• Stefnumótun í samráði við framkvæmdastjórn ÍSÍ
• Þátttaka í erlendum samskiptum
Menntun og hæfniskröfur
• Háskólamenntun t.d. á sviði rekstrar, íþrótta eða stjórnunar
• Lögð er áhersla á frumkvæði og sjálfstæði í starfi
• Góð tungumálaþekking í ensku og einu Norðurlandamáli
• Færni í mannlegum samskiptum
• Reynsla af stjórnun og rekstri
• Góð færni í að tjá sig í ræðu og riti
• Þekking á íþróttahreyfingunni bæði innanlands og alþjóðlega
Umsóknarfrestur er til og með 28. nóvember nk.
Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is.
Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf sem
greinir frá ástæðu umsóknar.
Nánari upplýsingar veitir:
Sverrir Briem, sverrir@hagvangur.is
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) er
stærstu félagasamtök á Íslandi með um 220.000
félagsmenn. Innan ÍSÍ starfa 34 sérsambönd, 25
íþróttahéruð, um 409 íþrótta og ungmennafélög
og yfir 800 deildir á þeirra vegum. ÍSÍ er æðsti aðili
hinnar frjálsu íþróttastarfsemi á Íslandi samkvæmt
Íþróttalögum 64/1998. Skrifstofur ÍSÍ eru í
Íþróttamiðstöðinni í Laugardal og á Akureyri.
Framkvæmdastjóri
Aðstoð á tannlæknastofu
Aðstoðarmanneskja óskast í fullt starf á Tannlækna-
stofuna Valhöll, Urðarhvarfi 8B, Kópavogi.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf fljótlega.
Starfið felst m.a. í að aðstoða tannlækna við störf
þeirra, símavörslu og afgreiðslu.
Á Tannlæknastofunni Valhöll starfa um 20 manns;
tannlæknar, aðstoðarfólk og skrifstofufólk.
Umsóknir berist á atvinna@frettabladid.is
merkt ,,Tannlæknastofa-1311”
Prentari óskast til starfa.
Þarf að geta unnið sjálfstætt.
Reglusemi og stundvísi skilyrði.
Vinnutími er mán. - fim. frá kl. 8-16,
föstudaga er unnið frá 8-14.30.
Vinsamlegast sendið umsókn og
ferilskrá á helgi@litlaprent.is
Skemmuvegi 4 | 200 Kópavogi | Sími 540 1800
litlaprent@litlaprent.is | litlaprent.is
midaprent@midaprent.is | midaprent.is
2014
–2016
Prentari óskast
6 ATVINNUBLAÐIÐ 13. nóvember 2021 LAUGARDAGUR