Fréttablaðið - 13.11.2021, Side 92
Ég hreifst af henni
mjög ungur, ekki síst
vegna þeirrar mögn-
uðu ástarsögu sem hún
hefur að geyma.
Verkið Hýperíon eftir Fried
rich Hölderlin er komið út á
íslensku í þýðingu Arthúrs
Björgvins Bollasonar.
kolbrunb@frettabladid.is
„Mig hafði dreymt um það síðan ég
var í háskóla í Þýskalandi að þýða
þessa óvenjulegu bók. Ég hreifst af
henni mjög ungur, ekki síst vegna
þeirrar mögnuðu ástarsögu sem
hún hefur að geyma“, segir Arthúr
Björgvin.
Hölderlin er fyrst og fremst
þekktur sem ljóðskáld. „Hannes
Pétursson hefur þýtt talsvert af
ljóðum eftir hann, Helgi Hálfdanar
son sömuleiðis og Kristján Árnason
hefur þýtt eitt kvæði. Svo má ekki
gleyma Steingrími Thorsteinssyni
sem þýddi hann fyrstur manna á
íslensku í ljóðasafninu Svanhvít
sem kom út árið 1877, með þýðing
um eftir hann og Matthías Jochums
son,“ segir Arthúr Björgvin.
Óður til ástarinnar
Hýperíon er eina prósaverkið sem
Hölderlin lauk við. „Þetta er ein
merkasta saga rómantískra bók
mennta í Þýskalandi. Sagan ber
þess skýrt merki að vera skrifuð
af ljóðskáldi og hefur verið kölluð
lengsta prósaljóð á þýsku. Ég gerði
mér sérstakt far um að miðla þeim
ljóðræna blæ sem er á sögunni og
laga textann að orðfæri róman
tískra skálda okkar Íslendinga á 19.
öld. Þar sótti ég meðal annars inn
blástur í ljóð þeirra Jónasar Hall
grímssonar og Steingríms Thor
steinssonar. Það var mjög heillandi
verkefni að koma þessum texta
í íslenskan búning. Íslenskan er
sérdeilis móttækileg fyrir róman
tískum texta af þessu tagi, enda
bæði „orða frjósöm móðir“ og blæ
brigðarík.“
Hýperíon gerist á Grikklandi
og segir sögu ungs manns á 18.
öld. „Verkið er andóf gegn vissum
öfgum upplýsingastefnunnar, þar
sem skynsemi og skilningur áttu
að fara með öll völd og fegurðin
og listin voru gerðar hornreka.
Hýperíon er tilfinningaþrunginn
lofsöngur um fegurðina, skáld
skapinn og náttúruna, og um leið
heillandi óður til ástarinnar,“ segir
Arthúr Björgvin.
Tímalausir töfrar
Ástin í lífi Hölderlins sjálfs endur
speglast í bókinni. „Þegar Höld
erlin var heimiliskennari hjá
bankastjórahjónum í Frankfurt
varð hann ástfanginn af eigin
konu bankastjórans. Þetta var eitt
frægasta ástarævintýri þýskra bók
mennta og endaði með skelfingu,
þegar hinn kokkálaði eiginmaður
komst að því hvað var á seyði. Höl
derlin og ástkona hans héldu þó
áfram að hittast á laun og hann
reisti henni fjölmarga minnisvarða
í ljóðum sínum.
Fyrirmynd stóru ástarinnar í
lífi unga mannsins sem flækist um
Grikkland í sögunni Hýperíon, er
bersýnilega Susette Gontard, ást
kona Hölderlins sjálfs. Skömmu
eftir að sambandi þeirra lauk
veslaðist Susette upp og dó og ekki
löngu seinna veiktist Hölderlin
á geði. Hann var settur á spítala
í bænum Tübingen. Einn daginn
kom smiður til læknanna og sagði:
„Þessi maður skrifaði Hýperíon.
Hann er snillingur og má ekki
veslast upp á spítala. Má ég taka
hann heim til mín?“ Hölderlin bjó
sem hugstola maður á heimili þessa
velgjörðarmanns síns í rúma þrjá
áratugi,“ segir Arthúr Björgvin og
bætir við: „Bókin sem hafði þessi
djúpu áhrif á handverksmann á
bökkum árinnar Neckar fyrir tvö
hundruð árum, býr enn yfir tíma
lausum töfrum sem ég tel að muni
heilla íslenska lesendur.“ n
Tilfinningaþrunginn lofsöngur
Arthúr Björgvin
segir það hafa
verið heillandi
verkefni að
vinna að
þýðingunni.
FRÉTTABLAÐIÐ/
SIGTRYGGUR ARI
Skáldið ógæfusama, Hölderlin.
LEIKHÚS
Njála á hundavaði
Höfundur: Óþekktur
Borgarleikhúsið
Leikarar: Eiríkur Stephensen og
Hjörleifur Hjartarson
Leikgerð: Hjörleifur Hjartarson
Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir
Leikmynd og búningar: Þórunn
María Jónsdóttir
Tónlist: Hundur í óskilum
Lýsing og myndbönd: Ingi Bekk
Hljóð: Þorbjörn Steingrímsson
Leikgervi: Þórunn María
Jónsdóttir og Elín S. Gísladóttir
Aðstoðarleikstjóri og
framleiðslustjóri: Vigdís Perla
Maack
Sigríður Jónsdóttir
Nýaldarpakkið á Bergþórshvoli
og stjörnuparið á Hlíðarenda eru
mætt aftur í Borgarleikhúsið, með
pompi og prakt í bland við góðan
slurk af gamaldags blóðsúthell
ingum og hefnd að víkingasið.
Höfundur eða höfundar Njálu eru
kannski óþekktir, en ekki fer á
milli mála að Njála á hundavaði,
sem frumsýnd var síðastliðna
helgi, kemur beint úr ranni Hunds
í óskilum, þeirra Eiríks Stephensen
og Hjörleifs Hjartarsonar.
Að þessu sinni fara Eiríkur og
Hjörtur aðeins öðruvísi leið að
efninu en áður, þó að húmorinn sé
auðvitað hornsteinn sýningarinnar
eins og þeir eru þekktir fyrir. Sjald
an hefur íburður þeirra kumpána
verið meiri, enda má segja að þetta
sé þeirra stærsta sýning til þessa. Í
stað þess að æða yfir íslenska sögu
með laustengdum bröndurum og
söngnúmerum, þá kafa þeir djúpt
ofan í eina frásögn sem inniheldur
ríf lega 600 persónur, spannar
nokkra áratugi og takmarkast ekki
við landsteinana.
Einstök sviðsframkoma
Að smala öllum söguþræðinum
og hundruðum persóna í tveggja
klukkutíma langa leiksýningu
er sannkallað grettistak (afsakið
vísun í aðra Íslendingasögu).
Handritið hefði alveg þolað frekari
styttingu, nokkrum lengri brönd
urunum og sumum frásögnum
hefði mátt koma í annan farveg,
til dæmis framsetningunni á Þor
gerði dóttur Hallgerðar, sem situr
illa. Sýningin er sterkust þegar
Njála er sett í samhengi við sam
tímann, aukapersónur á borð „hinn
Höskuld“ fá að njóta sín og kristni
takan er tekin til bæna. Ættarsagan
endalausa, sem einkennir bæði
smæð landsins og sápuóperukeim
Íslendingasagnanna, er nefnilega
bráðfyndin og alltaf að endurtaka
sig.
Einn af helstu kostum dúettsins
er metnaðurinn, bæði fyrir texta
smíði og leikmunum. Leikgleðin
er líka einkennandi. Hvor um sig
hafa þeir einstaka sviðsframkomu
og varla er hægt annað heldur en að
hrífast með þeim. Þeir eru síðastir
til að taka sjálfa sig alvarlega, enda
skilgreina þeir sig ekki sem leikara
heldur sagna og tónlistarmenn.
Gunnarshólmi taka tvö er lista
smíð þar sem gert er stólpagrín
að hinu fræga ljóði Jónasar Hall
grímssonar, en annað erindið hefst
á þennan veg: „Já Gunnarshólmi er
langt og köflótt kvæði / um kappa
í bland við grasa og steinafræði
/ sem þjóðskáld orti þunnur eins
og pappi / þegar hann var í Fljóts
hlíðinni á vappi.“
Frábærar lausnir
Herlegheitunum stjórnar Ágústa
Skúladóttir sem ekki er ókunnug
vitleysunni í parinu, enda er þetta í
þriðja sinn sem hún er við stjórnvöl
inn. Hún gerir margt vel og finnur
ágætan farveg fyrir netta stjórn
leysið sem fylgir Eiríki og Hjörleifi,
en hefði mátt stíga fastar til jarðar.
Þórunn María Jónsdóttir hannar
bæði leikmynd og búninga. Hundur
í óskilum er þekktur fyrir að smíða
hljóðfæri úr öllum sköpuðum
hlutum og finnur nokkrar frábærar
lausnir til að hreinlega umkringja
sig af tækifærum. Þá verður sérstak
lega að nefna búning Hallgerðar,
höfuðfötin og hárkollurnar sem
spila stórt hlutverk í sýningunni,
þar kemur aðstoð Elínar S. Gísla
dóttur sér vel. Ingi Bekk dýpkar
síðan sviðsmyndina með nokkuð
smellinni myndbandsvinnu sem
hefði jafnvel mátt nota meira.
Njála á hundavaði mun án efa slá
í gegn hjá fjölmörgum aðdáendum
tvíeykisins Hunds í óskilum og ekki
veitir af hlátri í skammdeginu. Seint
verða þeir Eiríkur og Hjörleifur
sakaðir um þung efnistök, en Njála
reynist þeim aðeins erfiðara verk
efni en oft áður.
NIÐURSTAÐA: Hægt er að treysta
Hundi í óskilum fyrir óstýrilátri
skemmtun og leiftrandi snilld á
köflum.
Njála, taka tvö eða þrjú
Sjaldan hefur íburður þeirra kumpána verið meiri. MYND/AÐSEND
kolbrunb@frettabladid.is
Kammermúsíkklúbburinn heldur
tónleika vetrarins í Norðurljósasal
Hörpu sunnudaginn 14. nóvember
klukkan 16.
Þar f lytur Ssensstrengjatríóið
frá Noregi þrjú verk, eftir Schubert,
Haf liða Hallgrímsson og Beet
hoven. Ssenstríóið, sem stofnað
var 2014, fékk Hafliða til að skrifa
fyrir sig strengjatríó sem frumflutt
var í Osló í febrúar 2020, tólf stutta
kafla, sem saman mynda sveig. Eftir
þann flutning tók efnið að þróast
með tónskáldinu uns úr varð nýtt
tríó, byggt á hinu fyrra en þó óháð
því, og nú er frumf lutt á Íslandi.
Tríóið nefnir Haf liði Lebensfries
(Lífsstrigi) eftir málverki Edvards
Munch, og tileinkar það Ssenstríó
inu. n
Lífsstrigi Hafliða
Hafliði Hallgrímsson tónskáld.
Tríóið nefnir Hafliði
Lebensfries (Lífsstrigi)
eftir málverki Edvards
Munch.
48 Menning 13. nóvember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ