Fréttablaðið - 13.11.2021, Blaðsíða 49
hagvangur.is
Eldsneytisafgreiðslan leitar að starfsmanni í starf stöðvarstjóra.
Stöðvarstjóri hefur umsjón með daglegri starfsemi og er ábyrgur fyrir
því að tryggja að allir þættir starfseminnar séu í samræmi við kröfur
og ferla og að reglum um öryggi og gæði sé fylgt í hvívetna. Kostur ef
viðkomandi hefur unnið samkvæmt öryggistjórnunarkerfi og hefur reynslu
í fyrirbyggjandi viðhaldi eða umbótastarfi. Leitað er að aðila sem er
skipulagður, nákvæmur og fær í mannlegum samskiptum.
Helstu verkefni
• Dagleg umsjón með rekstri stöðvarinnar
• Verkstjórn og umsjón með starfsmönnum
• Móttaka, varðveisla, afhending og birgðauppgjör eldsneytis
• Umsjón með sýnatökum og nauðsynlegum rannsóknum á eldsneytinu
• Umsjón með viðeigandi tækjabúnaði stöðvarinnar og á flughlaði
• Umsjón með mannvirkjum og öðrum eignum stöðvarinnar ásamt
minniháttar viðhaldi
• Þátttaka í úttektum með gæða- og öryggistjóra
• Eftirlit með að starfsmenn starfi skv. skrifuðum verklagsreglum
• Eftirfylgni með lokun frávika
• Vinna og samskipti við ytri aðila í samræmi við verkefni
• Önnur tilfallandi verkefni
Hæfniskröfur
• Nám í vélfræði, verkfræði, tæknifræði eða sambærilegt. Reynsla af
framangreindu getur vegið meira en nám ef svo ber undir
• Nám í stjórnun eða rekstri er mikill kostur
• Reynsla af stjórnun er skilyrði
• Öryggis- og gæðavitund er mikilvæg
• Kostur ef viðkomandi hefur unnið samkvæmt öryggistjórnunarkerfi og
hefur reynslu í fyrirbyggjandi viðhaldi eða umbótastarfi
• Góð almenn tölvukunnátta
• Góð færni í ensku í töluðu og rituðu máli
• Framúrskarandi samskipta- og samstarfsfærni
• Skipulagshæfni og reynsla af verkefnastýringu
• Geta til að vinna undir álagi
• Hreint sakavottorð er nauðsynlegt
Umsóknarfrestur er til og með 21. nóvember nk.
Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is.
Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf sem
greinir frá ástæðu umsóknar.
Nánari upplýsingar veitir:
Yrsa Guðrún Þorvaldsdóttir, yrsa@hagvangur.is
EAK er fyrirtæki sem tekur á móti, geymir og
afgreiðir flugvélaeldsneyti á Keflavíkurflugvelli.
Starfsstöð er á Keflavíkurflugvelli en þar starfa á
vegum fyrirtækisins 30-40 starfsmenn. Alþjóðleg
viðmið fyrir flugeldsneyti eru notuð í starfseminni.
Stöðvarstjóri
Fyrirtæki
ársins 2021
hagvangur.is
ATVINNUBLAÐIÐ 11LAUGARDAGUR 13. nóvember 2021