Fréttablaðið - 13.11.2021, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 13.11.2021, Blaðsíða 2
Eigandi tveggja hótela á Austurlandi skilur ekki hvers vegna hann er settur undir sama hatt og borgarbúar, enda eru afar fá smit þar á bæ. birnadrofn@frettabladid.is COVID-19 „Þessar aðgerðir kippa gjörsamlega fótunum undan okkar rekstri núna,“ segir Þráinn Lárus- son, eigandi Hótel Hallormsstaðar og Hótels Valaskjálfar, aðspurður um áhrif hertra sóttvarnareglna á jólavertíðina á hótelunum, svo sem á jólahlaðborð. „Við fórum í „lockdown“ í fyrra en það er ekki þannig núna. Við erum með fullt af starfsfólki sem þarf að borga laun og ég spyr bara: Hver ætlar að gera það?“ segir Þráinn. „Stjórnvöld verða að fara að átta sig á því að þau geta ekki sett svona reglur án þess að bera ábyrgð á kostnaðinum,“ segir Þráinn, en engar sérstakar reglur eru varðandi laun til starfsfólks á stöðum sem skylt er að loka fyrr en vanalegt er vegna reglnanna. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun geta þau sem skráð eru í starfshlutfall sem þau ná ekki að fylla í vegna takmarkana á opnunartíma, sótt um atvinnuleysis- bætur á móti. Fimmtíu manns mega koma saman frá og með deginum í dag en breyttar samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti. Þó er heimilt að halda viðburði fyrir allt að 500 manns svo lengi sem allir gestir skili neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófi. Á veitingastöðum er heimilt að hafa opið til klukkan tíu á kvöldin og einungis mega vera fimmtíu manns í hverju rými. Einungis er heimilt að afgreiða mat og drykki í sæti. „Jólahlaðborðin áttu að hefjast í næstu viku og ég er nú þegar farinn að kaupa inn svo þetta er kostnaður upp á fleiri fleiri milljónir og enginn hagn- aður kemur á móti,“ segir Þráinn, sem sér ekki fram á að geta boðið upp á sín vanalegu jólahlaðborð og jólaveislur með gildandi takmörkunum. Þá segir hann reglurnar beinast sérstaklega að veitingamönnum, meira sé lagt í að enn sé hægt að halda viðburði, svo sem tónleika og leiksýningar. „Svo er þetta sérstaklega ósann- gjarnt fyrir okkur sem erum úti á landi,“ segir Þráinn og vísar til þess að fá tilfelli Covid hafi greinst á Aust- urlandi. „Við erum á Egilsstöðum þar sem eru nánast engin smit og þannig hefur það verið nánast allan tímann, svo eigum við bara að skella í lás alveg eins og í Reykjavík þar sem fullt er af smitum,“ segir hann. „Það eru 20 manns á sjúkrahúsi og fjórir í öndunarvél í öllum þessum smitum. Kannski er kominn tími til þess að velta því fyrir sér hvort vandamálið sé heilbrigðiskerfið eða Covid.“ n Kannski er kominn tími til þess að velta því fyrir sér hvort vandamálið sé heil- brigðiskerfið eða Covid. Þráinn Lárusson, eigandi Hótel Hallormsstaðar og Hótel Vala- skjálfar Hugurinn ber þig hálfa leið Knattspyrna getur verið einfaldur leikur, það þarf bara bolta, grasblett og góða húfu í nóvemberkuldanum. Þessir leikmenn ímynduðu sér eflaust að þeir væru á hlaupum um stærstu leikvanga heimsins þegar þeir léku listir sínar meðfram Sæbrautinni með Faxaflóann í bakgrunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR hjorvaro@frettabladid.is REYKJAVÍK Þórdís Lóa Þórhallsdótt- ir, formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar, segir að stefnt sé að því að fara í útboð vegna raforkukaupa og LED-ljósavæðingu borgarinnar. Um er að ræða innkaup sem nema hundruðum milljóna á ári og gætu sparað verulega rekstrarkostnað. Málið var rætt á fundi borgar- ráðs í vikunni þar sem farið var yfir úrskurð áfrýjunarnefndar útboðs- mála frá því maí. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisf lokksins lögðu í kjöl- farið fram tillögu um að farið yrði í útboð. „Það er pólítískur vilji hjá meiri- hlutanum að fara í einu og öllu eftir úrskurði áfrýjunarnefndar útboðs- mála og setja raforkukaup og LED- væðingu borgarinnar í útboð,“ segir Þórdís Lóa. „Slík ákvörðun er í fullu samræmi við innkaupastefnu borgarinnar. Þarna erum við að tala um að bjóða út kaup á raforku sem borgin hefur keypt af sama aðila frá árinu 1921 þannig að þetta eru mikil tíma- mót.“ n Reykjavíkurborg setur raforkukaupin í útboð Þórdís Lóa Þór- hallsdóttir, for- maður borgar- ráðs. kristinnpall@frettabladid.is LEIKHÚS Bæði Borgarleikhúsið og Þjóðleikhúsið tilkynntu í gær að það yrði ekkert slegið af í sýningum um helgina en gerð verði krafa um að leikhúsgestir sem eru fæddir 2015 eða fyrr sýni fram á neikvæða niðurstöðu úr hraðprófi. Leikhús- þyrstir Íslendingar geta því komist á sýningar helgarinnar, þrátt fyrir hertar samkomutakmarkanir sem tóku gildi á miðnætti. „Fyrst og fremst erum við ánægð að geta haldið áfram að bjóða upp á fjölbreytilega menningarviðburði í landinu. Það er mjög mikilvægt að þjóðin geti sótt andlega næringu á þessum tímum,“ segir Magnús Þórð- arson þjóðleikhússtjóri aðspurður út í áform leikhúsanna. „Síðustu tuttugu mánuðir hafa kallað á að geta tekist að aðlagast aðstæðum hverju sinni til að halda starfi okkar áfram.“ n Leikhúsgestir sýni neikvætt próf Landsbyggðin geldur fyrir smittölur í höfuðborginni Leikhúsgestir þurfa að sýna fram á neikvætt sýni. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Kostnaður við að flauta jólahlaðborðin af nemur milljónum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 2 Fréttir 13. nóvember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.