Fréttablaðið - 13.11.2021, Side 2
Eigandi tveggja hótela á
Austurlandi skilur ekki hvers
vegna hann er settur undir
sama hatt og borgarbúar,
enda eru afar fá smit þar á bæ.
birnadrofn@frettabladid.is
COVID-19 „Þessar aðgerðir kippa
gjörsamlega fótunum undan okkar
rekstri núna,“ segir Þráinn Lárus-
son, eigandi Hótel Hallormsstaðar
og Hótels Valaskjálfar, aðspurður
um áhrif hertra sóttvarnareglna á
jólavertíðina á hótelunum, svo sem
á jólahlaðborð.
„Við fórum í „lockdown“ í fyrra en
það er ekki þannig núna. Við erum
með fullt af starfsfólki sem þarf að
borga laun og ég spyr bara: Hver
ætlar að gera það?“ segir Þráinn.
„Stjórnvöld verða að fara að átta
sig á því að þau geta ekki sett svona
reglur án þess að bera ábyrgð á
kostnaðinum,“ segir Þráinn, en engar
sérstakar reglur eru varðandi laun
til starfsfólks á stöðum sem skylt
er að loka fyrr en vanalegt er vegna
reglnanna.
Samkvæmt upplýsingum frá
Vinnumálastofnun geta þau sem
skráð eru í starfshlutfall sem þau ná
ekki að fylla í vegna takmarkana á
opnunartíma, sótt um atvinnuleysis-
bætur á móti.
Fimmtíu manns mega koma
saman frá og með deginum í dag
en breyttar samkomutakmarkanir
tóku gildi á miðnætti. Þó er heimilt
að halda viðburði fyrir allt að 500
manns svo lengi sem allir gestir skili
neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófi.
Á veitingastöðum er heimilt að hafa
opið til klukkan tíu á kvöldin og
einungis mega vera fimmtíu manns
í hverju rými. Einungis er heimilt að
afgreiða mat og drykki í sæti.
„Jólahlaðborðin áttu að hefjast í
næstu viku og ég er nú þegar farinn að
kaupa inn svo þetta er kostnaður upp
á fleiri fleiri milljónir og enginn hagn-
aður kemur á móti,“ segir Þráinn, sem
sér ekki fram á að geta boðið upp á sín
vanalegu jólahlaðborð og jólaveislur
með gildandi takmörkunum.
Þá segir hann reglurnar beinast
sérstaklega að veitingamönnum,
meira sé lagt í að enn sé hægt að
halda viðburði, svo sem tónleika og
leiksýningar.
„Svo er þetta sérstaklega ósann-
gjarnt fyrir okkur sem erum úti á
landi,“ segir Þráinn og vísar til þess
að fá tilfelli Covid hafi greinst á Aust-
urlandi. „Við erum á Egilsstöðum
þar sem eru nánast engin smit og
þannig hefur það verið nánast allan
tímann, svo eigum við bara að skella
í lás alveg eins og í Reykjavík þar sem
fullt er af smitum,“ segir hann.
„Það eru 20 manns á sjúkrahúsi og
fjórir í öndunarvél í öllum þessum
smitum. Kannski er kominn tími
til þess að velta því fyrir sér hvort
vandamálið sé heilbrigðiskerfið eða
Covid.“ n
Kannski er kominn
tími til þess að velta
því fyrir sér hvort
vandamálið sé heil-
brigðiskerfið eða
Covid.
Þráinn Lárusson,
eigandi Hótel
Hallormsstaðar
og Hótel Vala-
skjálfar
Hugurinn ber þig hálfa leið
Knattspyrna getur verið einfaldur leikur, það þarf bara bolta, grasblett og góða húfu í nóvemberkuldanum. Þessir leikmenn ímynduðu sér eflaust að þeir
væru á hlaupum um stærstu leikvanga heimsins þegar þeir léku listir sínar meðfram Sæbrautinni með Faxaflóann í bakgrunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
hjorvaro@frettabladid.is
REYKJAVÍK Þórdís Lóa Þórhallsdótt-
ir, formaður borgarráðs og oddviti
Viðreisnar, segir að stefnt sé að því
að fara í útboð vegna raforkukaupa
og LED-ljósavæðingu borgarinnar.
Um er að ræða innkaup sem nema
hundruðum milljóna á ári og gætu
sparað verulega rekstrarkostnað.
Málið var rætt á fundi borgar-
ráðs í vikunni þar sem farið var yfir
úrskurð áfrýjunarnefndar útboðs-
mála frá því maí. Borgarfulltrúar
Sjálfstæðisf lokksins lögðu í kjöl-
farið fram tillögu um að farið yrði
í útboð.
„Það er pólítískur vilji hjá meiri-
hlutanum að fara í einu og öllu eftir
úrskurði áfrýjunarnefndar útboðs-
mála og setja raforkukaup og LED-
væðingu borgarinnar í útboð,“ segir
Þórdís Lóa.
„Slík ákvörðun er í fullu samræmi
við innkaupastefnu borgarinnar.
Þarna erum við að tala um að bjóða
út kaup á raforku sem borgin hefur
keypt af sama aðila frá árinu 1921
þannig að þetta eru mikil tíma-
mót.“ n
Reykjavíkurborg setur
raforkukaupin í útboð
Þórdís Lóa Þór-
hallsdóttir, for-
maður borgar-
ráðs.
kristinnpall@frettabladid.is
LEIKHÚS Bæði Borgarleikhúsið og
Þjóðleikhúsið tilkynntu í gær að
það yrði ekkert slegið af í sýningum
um helgina en gerð verði krafa um
að leikhúsgestir sem eru fæddir
2015 eða fyrr sýni fram á neikvæða
niðurstöðu úr hraðprófi. Leikhús-
þyrstir Íslendingar geta því komist
á sýningar helgarinnar, þrátt fyrir
hertar samkomutakmarkanir sem
tóku gildi á miðnætti.
„Fyrst og fremst erum við ánægð
að geta haldið áfram að bjóða upp á
fjölbreytilega menningarviðburði í
landinu. Það er mjög mikilvægt að
þjóðin geti sótt andlega næringu á
þessum tímum,“ segir Magnús Þórð-
arson þjóðleikhússtjóri aðspurður
út í áform leikhúsanna.
„Síðustu tuttugu mánuðir hafa
kallað á að geta tekist að aðlagast
aðstæðum hverju sinni til að halda
starfi okkar áfram.“ n
Leikhúsgestir sýni
neikvætt próf
Landsbyggðin geldur fyrir
smittölur í höfuðborginni
Leikhúsgestir þurfa að sýna fram á
neikvætt sýni. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Kostnaður við að flauta jólahlaðborðin af nemur milljónum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
2 Fréttir 13. nóvember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ