Heilsuvernd - 01.03.1950, Qupperneq 11

Heilsuvernd - 01.03.1950, Qupperneq 11
HEILSUVERND 3 Þegar snurða hleypur á þráðinn, flýja menn jafnan á náðir læknanna sem kunnáttumanna. Kunnátta þeirra er áunnin með langvinnum lærdómi og rannsóknum. En því undarlegra er það, að þar sem læknisþekkingin er 'engst komin, þar er heilsufarið lakast, að því er hrörnunarkviila snertir, og fer versnandi. Þannig er það meðal vestrænna menningarþjóða. Hinar svokölluðu Peckham rannsóknir, sem gerðar voru af vísindalegri nákvæmni og þekkingu, til þess að kanna heilsufar almennings,sýndu,að 90% manna voru raunveru- lega vanheilir eða sjúkir. Hjá mörgum voru sjúkdómar í undirbúningi, án áberandi sjúkdómseinkenna. Varnir lík- amans voru að störfum, án vitundar þeirra. Því að í hverjum manni býr innri vitund, eins og árvökull varðmaður, sem ver hann gegn aðvífandi hættum. Þetta er innri varðmað- ur lífsins, lífsins inngróna forsjón, sem vér verðum ekki vör við, meðan allt leikur í lyndi. Læknisfræðinni hefir verið borið það á brýn, að hún væri efnishyggjukennd vísindi, sem ekki viti af því, að lífið er umfram allt andlegs eðlis, ósýnileg orka, sem tek- ur efnið í þjónustu sína, líkt og maður, sem gerir sér t. d. hreimfagurt hljóðfæri. Því hefir verið haldið fram, að þetta væri ein orsök þess, hve oft og hraparlega læknisfræðinni yfirsést og að heilsufar er lakara en efni standa til og að svo líti út, sem sjúkdómar væru ræktaðir eins og jurt í potti. Náttúrulækningastefnan svokallaða lítur hins vegar á mannlífið sem eilífðarblóm í jurtagarði allífsins, þar sem sjálf náttúi’an eða forsjón lífsins er garðyrkjumaðurinn. Starf hans megum vér ekki vanmeta. Hvei’S eðlis er það starf, er sár grær og barn vex og þroskast? Er það and- laust eða vélrænt starf? Er það ekki öllu fremur andlegt starf, sem bendir mannlífinu upp á við til æðri vaxandi þroska og heilbrigði? Náttúrulækningastefnan lítur á heilbrigðina sem samræmt starf í þágu allífsins, hins mikla anda, sem hefir allt í hendi sér og ræður jafnvægi hnatta himingeimsins, sem snúast hver um annan, svo ekki skeik-

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.